Fjórðungur fálka hefur lent í skothríð á Íslandi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 16. febrúar 2018 07:00 Höglin sem sitja í Ógn sjást greinilega á röntgenmynd. Dýraspítalinn í Víðidal „Þessi barbarimsi er því miður við lýði hérna,“ segir Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, um skotgleðina sem virðist ríkja meðal byssumanna gagnvart fálkum á Íslandi. Á miðnætti á þriðjudag barst Náttúrufræðistofnun særður fálki sem Sigurður R. Magnússon á Hnjúki í Vatnsdal fann særðan og ófleygan eftir gaddavír. Dætur Sigurðar höfðu þá gefið fálkanum nafnið Ógn. Við skoðun að morgni miðvikudags kom í ljós að Ógn hefur einhvern tíma orðið fyrir haglaskoti. Nú dvelur Ógn, sem er kvenfálki, í hundabúri í Húsdýragarðinum. Ólafur segir fugla oft fljúga á girðingar eða línur og skera sig. „Fálkinn er á sýklalyfjum núna og þegar sá skammtur er búinn verður hann væntanlega settur út,“ segir Ólafur. Spurður hvort batahorfurnar séu góðar kveðst hann ekki viss um það. „Þetta er ljótt sár.“ Að sögn Ólafs hefur um fjórðungur þeirra vel rúmlega eitt hundrað fálka, sem almenningur hefur komið í hendur Náttúrfræðistofnunar á síðustu tíu til fimmtán árum og verið krufðir og röntgenmyndaðir, reynst hafa högl í sér eftir byssumenn. Þessir fuglar og hræ hafi fundist víða um landið.Fálkinn Ógn nýtur nú aðhlynningar og dvelur í hundabúri í Húsdýragarðinum. Óvíst er með batahorfur. Fréttablaðið/Anton Brink„Þetta er eins konar siðleysi,“ segir Ólafur aðspurður um ástæður þess að menn skjóta á fálka. „Þetta gæti líka verið þekkingarleysi; að menn átti sig ekki á hvað flýgur hjá. Þetta gætu einnig verið fordómar; að menn hatist út í fálkann og skjóti á hann til að tortíma tegundinni.“ Ólafur telur að stór hluti þeirra fugla sem Náttúrufræðistofnun hefur krufið hafi sloppið undan skotmanninum með högl í sér. Við höfum fengið fugla sem hafa sloppið undan skyttunum en síðan verið að dragast upp í langan tíma út af sýkingum í sárunum. En á stóran hluta fuglanna er skotið einhver tíma í lífsferlinu og þeir lifa árásina af og eitthvað annað verður þeim síðan að grandi.“ Aspurður segist Ólafur telja að fyrrnefnt hlutfall af fálkum með högl í sér endurspegli skothríðina á fálka almennt. Þannig að einn af hverjum fjórum fálkum af þeim um tvö þúsund fuglum sem íslenski stofninn telji fái í sig skot fyrr eða síðar. „Þetta er tiltölulega sjaldgæfur fugl og er á válista. Fálkar hafa verið alfriðaðir í nærri 70 ár. Samt er ein algengasta dánarorsökin skotsár.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
„Þessi barbarimsi er því miður við lýði hérna,“ segir Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, um skotgleðina sem virðist ríkja meðal byssumanna gagnvart fálkum á Íslandi. Á miðnætti á þriðjudag barst Náttúrufræðistofnun særður fálki sem Sigurður R. Magnússon á Hnjúki í Vatnsdal fann særðan og ófleygan eftir gaddavír. Dætur Sigurðar höfðu þá gefið fálkanum nafnið Ógn. Við skoðun að morgni miðvikudags kom í ljós að Ógn hefur einhvern tíma orðið fyrir haglaskoti. Nú dvelur Ógn, sem er kvenfálki, í hundabúri í Húsdýragarðinum. Ólafur segir fugla oft fljúga á girðingar eða línur og skera sig. „Fálkinn er á sýklalyfjum núna og þegar sá skammtur er búinn verður hann væntanlega settur út,“ segir Ólafur. Spurður hvort batahorfurnar séu góðar kveðst hann ekki viss um það. „Þetta er ljótt sár.“ Að sögn Ólafs hefur um fjórðungur þeirra vel rúmlega eitt hundrað fálka, sem almenningur hefur komið í hendur Náttúrfræðistofnunar á síðustu tíu til fimmtán árum og verið krufðir og röntgenmyndaðir, reynst hafa högl í sér eftir byssumenn. Þessir fuglar og hræ hafi fundist víða um landið.Fálkinn Ógn nýtur nú aðhlynningar og dvelur í hundabúri í Húsdýragarðinum. Óvíst er með batahorfur. Fréttablaðið/Anton Brink„Þetta er eins konar siðleysi,“ segir Ólafur aðspurður um ástæður þess að menn skjóta á fálka. „Þetta gæti líka verið þekkingarleysi; að menn átti sig ekki á hvað flýgur hjá. Þetta gætu einnig verið fordómar; að menn hatist út í fálkann og skjóti á hann til að tortíma tegundinni.“ Ólafur telur að stór hluti þeirra fugla sem Náttúrufræðistofnun hefur krufið hafi sloppið undan skotmanninum með högl í sér. Við höfum fengið fugla sem hafa sloppið undan skyttunum en síðan verið að dragast upp í langan tíma út af sýkingum í sárunum. En á stóran hluta fuglanna er skotið einhver tíma í lífsferlinu og þeir lifa árásina af og eitthvað annað verður þeim síðan að grandi.“ Aspurður segist Ólafur telja að fyrrnefnt hlutfall af fálkum með högl í sér endurspegli skothríðina á fálka almennt. Þannig að einn af hverjum fjórum fálkum af þeim um tvö þúsund fuglum sem íslenski stofninn telji fái í sig skot fyrr eða síðar. „Þetta er tiltölulega sjaldgæfur fugl og er á válista. Fálkar hafa verið alfriðaðir í nærri 70 ár. Samt er ein algengasta dánarorsökin skotsár.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels