Undir feldi eftir tilboð frá Hörpu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 1. júní 2018 06:00 Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu. Þjónustufulltrúar Hörpu ræddu málin eftir fund með forstjóra Hörpu á miðvikudagskvöld þar sem boðað var að laun þeirra yrðu leiðrétt. Eins og fram hefur komið sögðu á annan tug þjónustufulltrúa upp eftir að Fréttablaðið greindi frá því að laun forstjóra Hörpu hefðu hækkað umtalsvert í fyrra á nánast sama tíma og þjónustufulltrúum var gert að taka á sig launalækkun í hagræðingarskyni. Samkvæmt heimildum Fréttblaðsins voru skiptar skoðanir meðal þjónustufulltrúa á því hvort nógu langt væri gengið í tilboði Hörpu. Fólk hafi verið sammála um að það liti í það minnsta vel út á pappír.Sjá einnig: Stjórn Hörpu lækkar laun forstjórans og leiðréttir kjör þjónustufulltrúa Niðurstaðan var að þeir hefðu nú gert allt sem í þeirra valdi stæði, og hver og einn myndi nú þurfa að ákveða hvort þeir héldu áfram, drægju uppsögn sína til baka eða færu að vinna upp uppsagnarfrest. Þjónustufulltrúar liggja því undir feldi eftir útspil stjórnenda Hörpu. Einhverjir munu nú þegar hafa sagst ætla að draga uppsögn sína til baka en nokkrir hyggjast standa við uppsögn Hinir hafa frest til 6. júní til að gera upp hug sinn. Stjórn Hörpu sendi frá sér tilkynningu að kvöldi miðvikudags þar sem kom fram að kjör þjónustufulltrúa yrðu leiðrétt og myndu taka mið af þeim samningum sem voru í gildi í fyrra. Leiðréttingin sem Harpa boðar er að frá 1. júní verði tímakaup 26,1 prósenti yfir taxta stéttarfélagsins eða að meðaltali 2.935 krónur á klukkustund í kvöld og helgarvinnu, sem er stærstur hluti vinnu þjónustufulltrúa eða 85 prósent. Samhliða var samþykkt í stjórn að launahækkun forstjóra og stjórnar Hörpu gengi til baka. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Stjórn Hörpu lækkar laun forstjórans og leiðréttir kjör þjónustufulltrúa Deilur höfðu skapast um launahækkun forstjórans um svipað leyti og þjónustufulltrúum var gert að taka á sig launalækkun. 30. maí 2018 19:40 Tuttugu þjónustufulltrúar Hörpu sögðu upp störfum eftir fund með forstjóra Tuttugu þjónustufulltrúar sem starfa í tónlistar-og menningarhúsinu Hörpu í Reykjavík sögðu upp störfum í dag eftir að hafa átt fund með Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra hússins. 7. maí 2018 22:16 „Maður finnur einhvern veginn fyrir smá stéttaskiptingu innan hússins“ Sautján þjónustufulltrúar Hörpu sögðu upp störfum í gærkvöldi vegna óánægju með launalækkanir sem þeir sættu á meðan að laun forstjórans hækkuðu. Þeir segjast hafa upplifað vanvirðingu og stéttaskiptingu innan hússins. 8. maí 2018 22:09 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Fleiri fréttir Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Sjá meira
Þjónustufulltrúar Hörpu ræddu málin eftir fund með forstjóra Hörpu á miðvikudagskvöld þar sem boðað var að laun þeirra yrðu leiðrétt. Eins og fram hefur komið sögðu á annan tug þjónustufulltrúa upp eftir að Fréttablaðið greindi frá því að laun forstjóra Hörpu hefðu hækkað umtalsvert í fyrra á nánast sama tíma og þjónustufulltrúum var gert að taka á sig launalækkun í hagræðingarskyni. Samkvæmt heimildum Fréttblaðsins voru skiptar skoðanir meðal þjónustufulltrúa á því hvort nógu langt væri gengið í tilboði Hörpu. Fólk hafi verið sammála um að það liti í það minnsta vel út á pappír.Sjá einnig: Stjórn Hörpu lækkar laun forstjórans og leiðréttir kjör þjónustufulltrúa Niðurstaðan var að þeir hefðu nú gert allt sem í þeirra valdi stæði, og hver og einn myndi nú þurfa að ákveða hvort þeir héldu áfram, drægju uppsögn sína til baka eða færu að vinna upp uppsagnarfrest. Þjónustufulltrúar liggja því undir feldi eftir útspil stjórnenda Hörpu. Einhverjir munu nú þegar hafa sagst ætla að draga uppsögn sína til baka en nokkrir hyggjast standa við uppsögn Hinir hafa frest til 6. júní til að gera upp hug sinn. Stjórn Hörpu sendi frá sér tilkynningu að kvöldi miðvikudags þar sem kom fram að kjör þjónustufulltrúa yrðu leiðrétt og myndu taka mið af þeim samningum sem voru í gildi í fyrra. Leiðréttingin sem Harpa boðar er að frá 1. júní verði tímakaup 26,1 prósenti yfir taxta stéttarfélagsins eða að meðaltali 2.935 krónur á klukkustund í kvöld og helgarvinnu, sem er stærstur hluti vinnu þjónustufulltrúa eða 85 prósent. Samhliða var samþykkt í stjórn að launahækkun forstjóra og stjórnar Hörpu gengi til baka.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Stjórn Hörpu lækkar laun forstjórans og leiðréttir kjör þjónustufulltrúa Deilur höfðu skapast um launahækkun forstjórans um svipað leyti og þjónustufulltrúum var gert að taka á sig launalækkun. 30. maí 2018 19:40 Tuttugu þjónustufulltrúar Hörpu sögðu upp störfum eftir fund með forstjóra Tuttugu þjónustufulltrúar sem starfa í tónlistar-og menningarhúsinu Hörpu í Reykjavík sögðu upp störfum í dag eftir að hafa átt fund með Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra hússins. 7. maí 2018 22:16 „Maður finnur einhvern veginn fyrir smá stéttaskiptingu innan hússins“ Sautján þjónustufulltrúar Hörpu sögðu upp störfum í gærkvöldi vegna óánægju með launalækkanir sem þeir sættu á meðan að laun forstjórans hækkuðu. Þeir segjast hafa upplifað vanvirðingu og stéttaskiptingu innan hússins. 8. maí 2018 22:09 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Fleiri fréttir Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Sjá meira
Stjórn Hörpu lækkar laun forstjórans og leiðréttir kjör þjónustufulltrúa Deilur höfðu skapast um launahækkun forstjórans um svipað leyti og þjónustufulltrúum var gert að taka á sig launalækkun. 30. maí 2018 19:40
Tuttugu þjónustufulltrúar Hörpu sögðu upp störfum eftir fund með forstjóra Tuttugu þjónustufulltrúar sem starfa í tónlistar-og menningarhúsinu Hörpu í Reykjavík sögðu upp störfum í dag eftir að hafa átt fund með Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra hússins. 7. maí 2018 22:16
„Maður finnur einhvern veginn fyrir smá stéttaskiptingu innan hússins“ Sautján þjónustufulltrúar Hörpu sögðu upp störfum í gærkvöldi vegna óánægju með launalækkanir sem þeir sættu á meðan að laun forstjórans hækkuðu. Þeir segjast hafa upplifað vanvirðingu og stéttaskiptingu innan hússins. 8. maí 2018 22:09