Áin er okkur kær Guðrún Sigurjónsdóttir skrifar 5. júní 2018 07:00 Ég las nýlega Bakþanka Benedikts Bóasar um laxeldi í þessu blaði. Ekki deilum við nú sömu skoðun hvað það varðar. Sjálf er ég af þriðju kynslóð bænda sem hafa gætt að umhverfi Norðurár í Borgarfirði og áin er okkur kær. Hún er ekki bara falleg heldur hefur hún verið lífgjafi í sveitinni um áratugaskeið. Ólíkt Benedikt Bóasi finnst okkur sem viljum vernda náttúrulegt lífríki fátt fyndið hvað varðar laxeldi í sjókvíum. Okkur finnst það dauðans alvara. Við viljum ekki hugsa þá hugsun til enda ef laxeldi hér fer sömu leið og í nágrannalöndum okkar, þar sem vinsælar stangveiðiár hafa til dæmis orðið fyrir óafturkræfum áhrifum vegna erfðablöndunar eldisfisks við villta laxastofna. Of hátt hlutfall af lífsafkomu okkar kemur af stangveiðinni til þess að við getum látið það sem því ógnar óáreitt. Laxeldismenn skýla þeir sér á bak við að eldið sé ein af grunnstoðum byggðar. Það er örugglega rétt en það heldur áfram að vera það þó svo að laxeldið fari í lokaðar kvíar á landi. Það gleymist of oft í þessari umræðu að tekjur til eigenda bújarða af stangveiði hafa um árabil verið mikil stoð við byggð í sveitum landsins. Störf tengd stangveiðinni mynda mikilvæga atvinnugrein sem er ein af undirstöðum búsetu víða í dreifbýli Íslands. Vísindamenn hafa alls ekki haldið því fram að sjókvíaeldi sé óhætt eins og Benedikt Bóas sagði í Bakþönkum sínum. Þvert á móti. Til dæmis liggur fyrir að vísindamenn á vegum Alþjóðahafrannsóknaráðsins hafa sagt að sjókvíaeldi sé ein helsta ógnin sem steðjar að villtum laxastofnum. Staðreyndin er sú að mikil áhætta fylgir laxeldi í sjó og hafa vísindamenn í því sambandi bent á hættuna á erfðablönduninni en líka á að sjókvíaeldi fylgir mengun, sjúkdómahætta, lúsafaraldur og notkun eiturefna og sýklalyfja. Því miður hefur hér á Íslandi ekki verið staðið almennilega að því að móta þessa nýju atvinnugrein. Við megum ekki endurtaka mistök annarra þjóða. Sú aðferð að ala lax í sjókvíum er ógn við náttúruna. Okkur ber að varðveita lífríkið og umgangast auðlindirnar þannig að þær nýtist okkur og afkomendum okkar um ókomin ár. Laxeldið upp á land – og þá getum við öll verið stolt af okkar afurðum.Höfundur er bóndi á Glitstöðum í Norðurárdal Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Ég las nýlega Bakþanka Benedikts Bóasar um laxeldi í þessu blaði. Ekki deilum við nú sömu skoðun hvað það varðar. Sjálf er ég af þriðju kynslóð bænda sem hafa gætt að umhverfi Norðurár í Borgarfirði og áin er okkur kær. Hún er ekki bara falleg heldur hefur hún verið lífgjafi í sveitinni um áratugaskeið. Ólíkt Benedikt Bóasi finnst okkur sem viljum vernda náttúrulegt lífríki fátt fyndið hvað varðar laxeldi í sjókvíum. Okkur finnst það dauðans alvara. Við viljum ekki hugsa þá hugsun til enda ef laxeldi hér fer sömu leið og í nágrannalöndum okkar, þar sem vinsælar stangveiðiár hafa til dæmis orðið fyrir óafturkræfum áhrifum vegna erfðablöndunar eldisfisks við villta laxastofna. Of hátt hlutfall af lífsafkomu okkar kemur af stangveiðinni til þess að við getum látið það sem því ógnar óáreitt. Laxeldismenn skýla þeir sér á bak við að eldið sé ein af grunnstoðum byggðar. Það er örugglega rétt en það heldur áfram að vera það þó svo að laxeldið fari í lokaðar kvíar á landi. Það gleymist of oft í þessari umræðu að tekjur til eigenda bújarða af stangveiði hafa um árabil verið mikil stoð við byggð í sveitum landsins. Störf tengd stangveiðinni mynda mikilvæga atvinnugrein sem er ein af undirstöðum búsetu víða í dreifbýli Íslands. Vísindamenn hafa alls ekki haldið því fram að sjókvíaeldi sé óhætt eins og Benedikt Bóas sagði í Bakþönkum sínum. Þvert á móti. Til dæmis liggur fyrir að vísindamenn á vegum Alþjóðahafrannsóknaráðsins hafa sagt að sjókvíaeldi sé ein helsta ógnin sem steðjar að villtum laxastofnum. Staðreyndin er sú að mikil áhætta fylgir laxeldi í sjó og hafa vísindamenn í því sambandi bent á hættuna á erfðablönduninni en líka á að sjókvíaeldi fylgir mengun, sjúkdómahætta, lúsafaraldur og notkun eiturefna og sýklalyfja. Því miður hefur hér á Íslandi ekki verið staðið almennilega að því að móta þessa nýju atvinnugrein. Við megum ekki endurtaka mistök annarra þjóða. Sú aðferð að ala lax í sjókvíum er ógn við náttúruna. Okkur ber að varðveita lífríkið og umgangast auðlindirnar þannig að þær nýtist okkur og afkomendum okkar um ókomin ár. Laxeldið upp á land – og þá getum við öll verið stolt af okkar afurðum.Höfundur er bóndi á Glitstöðum í Norðurárdal
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun