Illa gengur að bera kennsl á lík í Gvatemala Samúel Karl Ólason skrifar 5. júní 2018 15:52 Mörg fórnarlamba eldgossins hafa fundist nærri heimilum þeirra. Vísir/AP Íbúar þorpa í hlíðum eldfjallsins Fuego eru byrjaðir að syrgja þá sem dóu á dögunum vegna mikils eldgoss í fjallinu. Eldgosið sendi baneitrað gusthlaup og aurskriður niður fjallið sem umlykti heilu þorpin. Illa gengur að bera kennsl á þau lík sem hafa fundist. Embættismenn í Gvatemala segja 69 hafa látið lífið. Hins vegar er einungis búið að bera kennsl á sautján lík. Það mun vera vegna þess mikla hita sem fylgdi gusthlaupum og hrauni yfir hlíðar eldfjallsins Fuego. Flest líkin eru svo illa brennd að þau eru óþekkjanleg. Hitinn náði allt að 700 gráðum og geta gusthlaup náð allt að 700 kílómetra hraða. Eldgosið kom íbúum héraðsins í opna skjöldu og höfðu flestir lítinn sem engan tíma til að flýja. Í samtali við AP segir Hilda Lopez að móðir hennar og systir séu enn týndar. Þær hafi verið í veislu þar sem verið var að fagna fæðingu barns. Þá hafi nágranni hlaupið inn og sagt þeim að koma út og sjá hraunið sem væri á leið niður fjallið.Móðir hennar komst ekki úr húsinu og hafa margir íbúar svipaðar sögur að segja. Íbúar á svæðinu eru vanir smáum eldgosum, en eldgosið á sunnudaginn kom öllum í opna skjöldu. Þegar yfirvöld gáfu skipun um brottflutning var gusthlaupið þegar búið að ná til fyrstu þorpanna. Samkvæmt BBC hafa mörg fórnarlömb fundist nærri heimilum þeirra, sem gefur til kynna að þau hafi ekki haft tíma til að flýja.Yfirvöld Gvatemala segja að minnst 1,7 milljón manna hafi orðið fyrir áhrifum eldgossins og eru stór landsvæði þakin ösku. Gvatemala Tengdar fréttir Hundruð saknað í Gvatemala Ekki er vitað til þess að fleiri hafi dáið í eldgosi í Gvatemala síðan 1912 og hefur Jimmy Morales, forseti landsins, lýst yfir þriggja daga sorgartímabili. 4. júní 2018 10:34 Líklegt að tala látinna hækki eftir versta gosið í rúma öld Tugir fórust í mannskæðasta eldgosi undanfarinna hundrað ára í Gvatemala. Hundruð hafa slasast og margra er saknað. Forsetinn lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg og neyðarástandi í nágrenni við eldfjallið. 5. júní 2018 06:00 Minnst 62 látnir eftir eldgos í Gvatemala Í það minnsta 62 eru látnir eftir eldgos í Fuego-fjalli í Gvatemala í nótt, en fjallið er eitt það virkasta í Mið-Ameríku. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu. 4. júní 2018 23:43 Öflugasta eldgos í áratugi Hið minnsta 25 eru látnir eftir eldgos í fjallinu Fuego í Gvatemala. 4. júní 2018 05:43 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Sjá meira
Íbúar þorpa í hlíðum eldfjallsins Fuego eru byrjaðir að syrgja þá sem dóu á dögunum vegna mikils eldgoss í fjallinu. Eldgosið sendi baneitrað gusthlaup og aurskriður niður fjallið sem umlykti heilu þorpin. Illa gengur að bera kennsl á þau lík sem hafa fundist. Embættismenn í Gvatemala segja 69 hafa látið lífið. Hins vegar er einungis búið að bera kennsl á sautján lík. Það mun vera vegna þess mikla hita sem fylgdi gusthlaupum og hrauni yfir hlíðar eldfjallsins Fuego. Flest líkin eru svo illa brennd að þau eru óþekkjanleg. Hitinn náði allt að 700 gráðum og geta gusthlaup náð allt að 700 kílómetra hraða. Eldgosið kom íbúum héraðsins í opna skjöldu og höfðu flestir lítinn sem engan tíma til að flýja. Í samtali við AP segir Hilda Lopez að móðir hennar og systir séu enn týndar. Þær hafi verið í veislu þar sem verið var að fagna fæðingu barns. Þá hafi nágranni hlaupið inn og sagt þeim að koma út og sjá hraunið sem væri á leið niður fjallið.Móðir hennar komst ekki úr húsinu og hafa margir íbúar svipaðar sögur að segja. Íbúar á svæðinu eru vanir smáum eldgosum, en eldgosið á sunnudaginn kom öllum í opna skjöldu. Þegar yfirvöld gáfu skipun um brottflutning var gusthlaupið þegar búið að ná til fyrstu þorpanna. Samkvæmt BBC hafa mörg fórnarlömb fundist nærri heimilum þeirra, sem gefur til kynna að þau hafi ekki haft tíma til að flýja.Yfirvöld Gvatemala segja að minnst 1,7 milljón manna hafi orðið fyrir áhrifum eldgossins og eru stór landsvæði þakin ösku.
Gvatemala Tengdar fréttir Hundruð saknað í Gvatemala Ekki er vitað til þess að fleiri hafi dáið í eldgosi í Gvatemala síðan 1912 og hefur Jimmy Morales, forseti landsins, lýst yfir þriggja daga sorgartímabili. 4. júní 2018 10:34 Líklegt að tala látinna hækki eftir versta gosið í rúma öld Tugir fórust í mannskæðasta eldgosi undanfarinna hundrað ára í Gvatemala. Hundruð hafa slasast og margra er saknað. Forsetinn lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg og neyðarástandi í nágrenni við eldfjallið. 5. júní 2018 06:00 Minnst 62 látnir eftir eldgos í Gvatemala Í það minnsta 62 eru látnir eftir eldgos í Fuego-fjalli í Gvatemala í nótt, en fjallið er eitt það virkasta í Mið-Ameríku. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu. 4. júní 2018 23:43 Öflugasta eldgos í áratugi Hið minnsta 25 eru látnir eftir eldgos í fjallinu Fuego í Gvatemala. 4. júní 2018 05:43 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Sjá meira
Hundruð saknað í Gvatemala Ekki er vitað til þess að fleiri hafi dáið í eldgosi í Gvatemala síðan 1912 og hefur Jimmy Morales, forseti landsins, lýst yfir þriggja daga sorgartímabili. 4. júní 2018 10:34
Líklegt að tala látinna hækki eftir versta gosið í rúma öld Tugir fórust í mannskæðasta eldgosi undanfarinna hundrað ára í Gvatemala. Hundruð hafa slasast og margra er saknað. Forsetinn lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg og neyðarástandi í nágrenni við eldfjallið. 5. júní 2018 06:00
Minnst 62 látnir eftir eldgos í Gvatemala Í það minnsta 62 eru látnir eftir eldgos í Fuego-fjalli í Gvatemala í nótt, en fjallið er eitt það virkasta í Mið-Ameríku. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu. 4. júní 2018 23:43
Öflugasta eldgos í áratugi Hið minnsta 25 eru látnir eftir eldgos í fjallinu Fuego í Gvatemala. 4. júní 2018 05:43