Dreymir enn árás hundsins Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. maí 2018 07:54 Alaskan Malamute eru sleðahundar. Wikipedia Commons Drengurinn, sem hundur af tegundinni Alaska Malamute réðst á í lok mars síðastliðnum, hefur farið í tvær tveggja klukkustunda langar aðgerðir vegna bitfaranna sem hann hlaut. Meðal annars var grætt skinn á hluta ennis hans og er gert ráð fyrir um þremur lýtaaðgerðum á næstu mánuðum. Þá fær drengurinn enn reglulegar matraðir eftir árásina, þar sem hann dreymir að hundurinn sé að „borða hann og bíta.“ Þetta er meðal þess sem fram kemur í bréfi foreldra drengsins til heilbrigðisnefndar Kópavogs, sem dagsett er um miðjan mánuðinn. Í bréfinu reifa þau málið, sem vakti mikinn óhug á sínum tíma, ekki síst vegna þess að það þurfti að sauma 80 spor í andlit drengsins. Vísir gerði málinu ítarleg skil, eins og sjá má í fréttinni: Bitinn póstmaður sér eftir að hafa ekki tilkynnt áttatíu spora sleðahundinn. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá bréfi foreldranna.Foreldrarnir segja í bréfinu að þau hafi sett sig í samband við heilbrigðisnefndina í upphafi árs, þegar umræddur hundur réðst á póstmann í hverfinu. Hundurinn veitti honum sár á höndina og reif úlpu póstmannsins. Í samtali við nefndina lýstu foreldrarnir áhyggjum sínum af hegðun hundsins, sem sagður er hafa sýnt árásargirni í garð vegfarenda og ítrekað sloppið frá eigendum sínum. Þó hafi það verið ummerkin á póstmanninum sem fyllt hafi mælinn.Máttu ekki kæra nafnlaust Starfsmaður nefndarinnar hafi hins vegar tjáð foreldrunum að þau gætu ekki kvartað fyrir hönd annarra, póstmaðurinn þyrfti að gera það sjálfur. Vildu þau kæra nágranna sína fyrir dýraníð þyrftu þau jafnframt að gera það undir nafni, eitthvað sem þau treystu sér ekki til. Að endingu hafi heilbrigðisnefndin því ekki geta brugðist við ábendingu þeirra með formlegum hætti. Í samtali við Vísi sagði póstmaðurinn að hann sæi eftir því að hafa ekki tilkynnt bitið. Hann hafi viljað gera eigandanum greiða, enda væri hann sjálfur hundaeigandi til margra ára. „En svo varð þetta ógreiði eftir að hundurinn beit krakkann,“ sagði póstmaðurinn Sigursteinn Magnússon. Foreldrarnir settu sig í sambanda við eigendur hundsins sem lofuðu að koma upp sérstakri girðingu í garði sínum. Hún hafi hins vegar aldrei risið. Það var svo þann 30. mars síðastliðinn, um tveimur mánuðum eftir að þau settu sig í samband við heilbrigðisnefndina, sem hundurinn réðst á son þeirra, sem var að undirbúa sig fyrir hjólreiðatúr. Foreldrarnir þakka fyrir að drengurinn hafi verið með hjólreiðahjálm, hann hafi án efa bjargað því að ekki fór verr.Drengurinn slasaðist illa en það reyndist honum vel að vera með hjálm á höfðinu. Hann hafði verið á hjóli.Vísir/heiðaForeldrarnir kvarta yfir því að starfsmaður heilbrigðisnefndar hafi ekki tjáð þeim að þau hefðu getað leitað á náðir Matvælastofnunar með kvörtun sína. „Svo virðist sem enginn af vinum, ættingjum eða nágrönnum okkar hafi vitað um að MAST væri sú stofnun sem ætti að leita til þegar fólk hefði áhyggjur af meðferð hunda,“ skrifa þau í bréfi sínu til nefndarinnar. Í bréfi sínu kalla þau eftir upplýsingum um málsmeðferðina og segja að mál þeirra sýni fram á „augljóslega“ sé bóta þörf hjá heilbriðisnefndinni. Þau vilji jafnframt fá að vita hvort MAST hafi verið gert viðvart og hvort Pósturinn hafi tilkynnt um árásina í janúar. Þá gagnrýna þau jafnframt að lögreglan hafi ekki getað náð sambandi við heilbrigðisnefndina eftir árásina. Því hafi þurft að kalla út sérsveitina til að taka hundinn þar sem ekki náðist heldur í húsráðanda. Það sé von foreldranna að málið verði til þess að nefndin auki eftirlit með hundum og endurskoði bannlisti yfir hættulegar hundategundir.Segjast hafa farið að reglum Í svari nefndarinnar til foreldranna segir að hún harmi þetta „alvarlega atvik,“ en meti það engu að síður sem svo að hún hafi brugðist við beiðni þeirra samkvæmt hlutverki sínu, en framkvæmdastjóra hennar var falið að svara erindinu. Heilbrigðisnefndin vísar því jafnframt á bug að ekki hafi náðst í starfsmenn nefndarinnar þegar á reyndi. Í bréfinu segir að „engin tilraun hafi verið gerð til að ná á starfsmann“ þegar umrætt atvik átti sér stað. Um er að ræða þriðja málið á einu ári þar sem Alaskan Malamute hundur hefur ráðist á barn eða fullorðinn. Hundar af þessari tegund hér á landi koma í langflestum tilfellum frá Ásgarðsheima Kennel, einu ræktuninni með slíka hunda hér á landi. Hundinum sem réðst á drenginn var lógað. Dýr Tengdar fréttir Hundinum sem réðst á drenginn lógað Tæplega tveggja ára gamall Alaska Malamute hundur sem beit fimm ára dreng í Kópavogi á föstudaginn langa verður aflífaður. 3. apríl 2018 16:59 Bitinn póstmaður sér eftir að hafa ekki tilkynnt áttatíu spora sleðahundinn Að minnsta kosti þrjú alvarleg mál hafa komið upp á einu ári þar sem fólk hefur slasast eftir viðskipti við Alaskan Malamute hunda. Ein ræktun er á Íslandi en svo lítil að MAST hefur ekki eftirlit með henni. 6. maí 2018 07:00 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Settu bílslys á svið Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Sjá meira
Drengurinn, sem hundur af tegundinni Alaska Malamute réðst á í lok mars síðastliðnum, hefur farið í tvær tveggja klukkustunda langar aðgerðir vegna bitfaranna sem hann hlaut. Meðal annars var grætt skinn á hluta ennis hans og er gert ráð fyrir um þremur lýtaaðgerðum á næstu mánuðum. Þá fær drengurinn enn reglulegar matraðir eftir árásina, þar sem hann dreymir að hundurinn sé að „borða hann og bíta.“ Þetta er meðal þess sem fram kemur í bréfi foreldra drengsins til heilbrigðisnefndar Kópavogs, sem dagsett er um miðjan mánuðinn. Í bréfinu reifa þau málið, sem vakti mikinn óhug á sínum tíma, ekki síst vegna þess að það þurfti að sauma 80 spor í andlit drengsins. Vísir gerði málinu ítarleg skil, eins og sjá má í fréttinni: Bitinn póstmaður sér eftir að hafa ekki tilkynnt áttatíu spora sleðahundinn. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá bréfi foreldranna.Foreldrarnir segja í bréfinu að þau hafi sett sig í samband við heilbrigðisnefndina í upphafi árs, þegar umræddur hundur réðst á póstmann í hverfinu. Hundurinn veitti honum sár á höndina og reif úlpu póstmannsins. Í samtali við nefndina lýstu foreldrarnir áhyggjum sínum af hegðun hundsins, sem sagður er hafa sýnt árásargirni í garð vegfarenda og ítrekað sloppið frá eigendum sínum. Þó hafi það verið ummerkin á póstmanninum sem fyllt hafi mælinn.Máttu ekki kæra nafnlaust Starfsmaður nefndarinnar hafi hins vegar tjáð foreldrunum að þau gætu ekki kvartað fyrir hönd annarra, póstmaðurinn þyrfti að gera það sjálfur. Vildu þau kæra nágranna sína fyrir dýraníð þyrftu þau jafnframt að gera það undir nafni, eitthvað sem þau treystu sér ekki til. Að endingu hafi heilbrigðisnefndin því ekki geta brugðist við ábendingu þeirra með formlegum hætti. Í samtali við Vísi sagði póstmaðurinn að hann sæi eftir því að hafa ekki tilkynnt bitið. Hann hafi viljað gera eigandanum greiða, enda væri hann sjálfur hundaeigandi til margra ára. „En svo varð þetta ógreiði eftir að hundurinn beit krakkann,“ sagði póstmaðurinn Sigursteinn Magnússon. Foreldrarnir settu sig í sambanda við eigendur hundsins sem lofuðu að koma upp sérstakri girðingu í garði sínum. Hún hafi hins vegar aldrei risið. Það var svo þann 30. mars síðastliðinn, um tveimur mánuðum eftir að þau settu sig í samband við heilbrigðisnefndina, sem hundurinn réðst á son þeirra, sem var að undirbúa sig fyrir hjólreiðatúr. Foreldrarnir þakka fyrir að drengurinn hafi verið með hjólreiðahjálm, hann hafi án efa bjargað því að ekki fór verr.Drengurinn slasaðist illa en það reyndist honum vel að vera með hjálm á höfðinu. Hann hafði verið á hjóli.Vísir/heiðaForeldrarnir kvarta yfir því að starfsmaður heilbrigðisnefndar hafi ekki tjáð þeim að þau hefðu getað leitað á náðir Matvælastofnunar með kvörtun sína. „Svo virðist sem enginn af vinum, ættingjum eða nágrönnum okkar hafi vitað um að MAST væri sú stofnun sem ætti að leita til þegar fólk hefði áhyggjur af meðferð hunda,“ skrifa þau í bréfi sínu til nefndarinnar. Í bréfi sínu kalla þau eftir upplýsingum um málsmeðferðina og segja að mál þeirra sýni fram á „augljóslega“ sé bóta þörf hjá heilbriðisnefndinni. Þau vilji jafnframt fá að vita hvort MAST hafi verið gert viðvart og hvort Pósturinn hafi tilkynnt um árásina í janúar. Þá gagnrýna þau jafnframt að lögreglan hafi ekki getað náð sambandi við heilbrigðisnefndina eftir árásina. Því hafi þurft að kalla út sérsveitina til að taka hundinn þar sem ekki náðist heldur í húsráðanda. Það sé von foreldranna að málið verði til þess að nefndin auki eftirlit með hundum og endurskoði bannlisti yfir hættulegar hundategundir.Segjast hafa farið að reglum Í svari nefndarinnar til foreldranna segir að hún harmi þetta „alvarlega atvik,“ en meti það engu að síður sem svo að hún hafi brugðist við beiðni þeirra samkvæmt hlutverki sínu, en framkvæmdastjóra hennar var falið að svara erindinu. Heilbrigðisnefndin vísar því jafnframt á bug að ekki hafi náðst í starfsmenn nefndarinnar þegar á reyndi. Í bréfinu segir að „engin tilraun hafi verið gerð til að ná á starfsmann“ þegar umrætt atvik átti sér stað. Um er að ræða þriðja málið á einu ári þar sem Alaskan Malamute hundur hefur ráðist á barn eða fullorðinn. Hundar af þessari tegund hér á landi koma í langflestum tilfellum frá Ásgarðsheima Kennel, einu ræktuninni með slíka hunda hér á landi. Hundinum sem réðst á drenginn var lógað.
Dýr Tengdar fréttir Hundinum sem réðst á drenginn lógað Tæplega tveggja ára gamall Alaska Malamute hundur sem beit fimm ára dreng í Kópavogi á föstudaginn langa verður aflífaður. 3. apríl 2018 16:59 Bitinn póstmaður sér eftir að hafa ekki tilkynnt áttatíu spora sleðahundinn Að minnsta kosti þrjú alvarleg mál hafa komið upp á einu ári þar sem fólk hefur slasast eftir viðskipti við Alaskan Malamute hunda. Ein ræktun er á Íslandi en svo lítil að MAST hefur ekki eftirlit með henni. 6. maí 2018 07:00 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Settu bílslys á svið Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Sjá meira
Hundinum sem réðst á drenginn lógað Tæplega tveggja ára gamall Alaska Malamute hundur sem beit fimm ára dreng í Kópavogi á föstudaginn langa verður aflífaður. 3. apríl 2018 16:59
Bitinn póstmaður sér eftir að hafa ekki tilkynnt áttatíu spora sleðahundinn Að minnsta kosti þrjú alvarleg mál hafa komið upp á einu ári þar sem fólk hefur slasast eftir viðskipti við Alaskan Malamute hunda. Ein ræktun er á Íslandi en svo lítil að MAST hefur ekki eftirlit með henni. 6. maí 2018 07:00