Páll segir sáttagreiðslu RÚV óverjanlega með öllu Jakob Bjarnar skrifar 31. maí 2018 15:41 Ný stjórn Kára lagði blessun sína yfir fyrri ákvörðun stjórnar sem taldi ákvörðun Magnúsar Geirs réttmæta. Páll Magnússon telur málið grafalvarlegt. Páll Magnússon þingmaður og fyrrum útvarpsstjóri segir ákvörðun RÚV um sáttagreiðslu til Guðmundar Spartakusar sem nam 2,5 milljónum óverjanlega með öllu. Það sem meira er; stofnunin hefur að hans mati tapað trúverðugleika sínum og brugðist trúnaði við eiganda sinn – almenning. Fyrr í dag féll dómur í máli Guðmundar Spartakusar á hendur Atla Má Gylfasyni blaðamanni, hliðstæðu því sem RÚV samdi um við Vilhjálm H. Vilhjálmsson, lögmann Guðmundar. Atli Már var sýknaður. Sá dómur skiptir í sjálfu sér ekki máli í því hvað snýr að grundvallarspurningum um hvernig RÚV afgreiddi málið en undirstrikar engu að síður hversu vafasöm ákvörðun RÚV og sátt við Guðmund Spartakus má heita. Vísir leitaði á sínum tíma eftir því að fá fram það samkomulag, RÚV móaðist við og þurfti Vísir að kæra málið til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem gerði RÚV að afhenda samkomulagið.Veruleg gremja innan fréttastofunnarMagnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri hefur greint frá því að stofnunin hafi staðið frammi fyrir tveimur vondum kostum en valið að líta til rekstrarlegra forsendna stofnunarinnar. Greiða að ráði lögmanna og var þá miðað við að greiðsla til handa Guðmundi Spartakusi tæki mið af huganlegum dómi og málskostnaði. Reyndar er það rausnarlega metið ef litið er til fyrri dóma í meiðyrðamálum.Lilja Dögg er menntamálaráðherra og samkvæmt heimildum Vísis taldi hún vert að ný stjórn tæki afstöðu til hins umdeilda máls.visir/stefánRagnheiður Ríkharðsdóttir var formaður stjórnar 2017-2018. Hún hefur sagt að útvarpsstjóri, skrifstofustjóri RÚV og lögfræðingur RÚV hafi tekið þessa ákvörðun og svo kynnt hana stjórninni. Stjórnin samþykkti fyrir sitt leyti þessa niðurstöðu. Samkvæmt heimildum Vísis ríkir veruleg gremja á fréttastofu RÚV vegna þessarar umdeilanlegu ákvörðunar og hvernig að henni var staðið. Og reyndar hefur það komið fram að þar sjóði á mönnum.Ný stjórn blessar samþykkt þeirrar gömluLilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra mun hafa mælst til þess við formann nýrrar stjórnar RÚV, Kára Jónasson, að hún tæki málið til umfjöllunar aftur en fyrir lá samþykkt fráfarandi stjórnar að afgreiðslan hafi verið réttmæt af hálfu stofnunarinnar. Kári kallaði eftir skriflegu áliti. Kári sagði, í samtali við Vísi í gær, að á fundi sem fram fór fyrir um hálfum mánuði hafi verið samþykkt samhljóða, af nýrri stjórn, að blessa þá samþykkt.Veruleg gremja er innan fréttastofu RÚV með það hvernig málið var afgreitt af hálfu yfirstjórnar stofnunarinnar.„Inntak samþykktarinnar var að núverandi stjórn samþykkir, eða gerir ekki athugasemd við ákvörðun fyrri stjórnar í þessu máli,“ segir Kári. Hann segir það rétt, málið er umdeilt og þetta hafi ekki verið á sinni vakt. En, samþykkt núverandi stjórnar var samhljóða þó ástæða hafi verið talin að skoða málið nánar.Kolröng og óverjandi ákvörðunPáll Magnússon, sem er formaður í allsherjar- og menntamálanefnd, var afdráttarlaus í samtali við Vísi um þetta mál fyrir rúmum mánuði. Afstaða hans hefur ekkert breyst nema síður sé, hann segir þetta grafalvarlegt mál. Og í raun kvitt og klárt, sannleiksgildi frétta sé ekki umsemjanlegt. Annað hvort er frétt rétt eða ekki og réttlætanlegt eða ekki að birta hana.Ég tel að útvarpsstjóri hafi tekið kolranga og óverjandi ákvörðun út frá ritstjórnarlegum grundvallarsjónarmiðum í þessu máli. „Nú liggur fyrir að nýja stjórnin hefur tekið undir afstöðu gömlu stjórnarinnar og þar með lagt blessun sína yfir þessa ákvörðun útvarpsstjórans,“ segir Páll og bendir á að útvarpsstjóri beri lögum samkvæmt hina ritstjórnarlegu ábyrgð gagnvart ráðherra og almenningi. Og geti trauðla falið sig á bak við umdeilanleg álit lögmanna úti í bæ.Ragnheiður Ríkharðsdóttir er varaformaður nýrrar stjórnar sem lagði blessun sína yfir afstöðu fráfarandi stjórnar, þá er hún var þar formaður.visir/valli„Ég tel að þar með hafi bæði útvarpsstjóri og stjórn ríkisútvarpsins brotið trúnað við almenning,“ segir Páll og vísar til fréttareglna RÚV þar sem kveðið er á um að fréttastofunni beri skilyrðislaust að leiðrétta ranga frétt svo fljótt sem auðið er.Kaupi sig frá röngum fréttum„Í stað þess að fylgja þessari reglu keypti RÚV sig frá því að leiðrétta þetta. Og nú hefur stjórn ríkisútvarpsins lagt blessun sína yfir brot við þeirri skyldu og þar með rofið trúnað við eigendur sína almenning. Sem ekki getur lengur treyst því að rangar fréttir séu leiðréttar, heldur megi búast við því að ríkisútvarpið kaupi sig frá því að leiðrétta rangar fréttir.“ Páll býst ekki við að aðhafast frekar í málinu, til að mynda með því að kalla menntamálaráðherra fyrir allsherjarnefnd. En, segir að þetta liggi þá fyrir og algerlega ljóst að hann muni náttúrlega ekki kjósa aftur til setu í stjórn RÚV fólk sem taki ákvarðanir af þessu tagi.Páll Magnússon telur skelfilega illa að málinu staðið af hálfu yfirstjórnar RÚV og trúverðugleiki fréttastofunnar hafi stórskaðast.visir/gvaErfitt að sjá fyrir sér aðra standa svona að málumAðrir stjórnarmenn í nýrri stjórn RÚV en Kári eru: Ragnheiður Ríkharðsdóttir varaformaður, (fráfarandi formaður), Mörður Árnason, Jón Ólafsson, Guðlaugur Sverrisson, Brynjólfur Stefánsson, Lára Hanna Einarsdóttir, Elísabet Indra Ragnarsdóttir og Birna Þórarinsdóttir. Páll segist ekki með nokkru móti geta séð það fyrir sér að samkomulag af þessu tagi og greiðsla gæti mögulega svo mikið sem komið til álita á Norðurlöndum, Bretlandi eða í þeim löndum sem reka almannaútvarp. „Í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Ég get reyndar ekki ímyndað mér slíka málsmeðferð á nokkrum fjölmiðli,“ segir Páll. Alþingi Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir RÚV gert að afhenda samkomulag um fréttaflutning Páll Magnússon formaður allsherjarnefndar krefst viðbragða frá stjórn RÚV og/eða ráðherra. 10. apríl 2018 14:00 Atli Már sýknaður í meiðyrðamáli Guðmundar Spartakusar Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 31. maí 2018 14:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sjá meira
Páll Magnússon þingmaður og fyrrum útvarpsstjóri segir ákvörðun RÚV um sáttagreiðslu til Guðmundar Spartakusar sem nam 2,5 milljónum óverjanlega með öllu. Það sem meira er; stofnunin hefur að hans mati tapað trúverðugleika sínum og brugðist trúnaði við eiganda sinn – almenning. Fyrr í dag féll dómur í máli Guðmundar Spartakusar á hendur Atla Má Gylfasyni blaðamanni, hliðstæðu því sem RÚV samdi um við Vilhjálm H. Vilhjálmsson, lögmann Guðmundar. Atli Már var sýknaður. Sá dómur skiptir í sjálfu sér ekki máli í því hvað snýr að grundvallarspurningum um hvernig RÚV afgreiddi málið en undirstrikar engu að síður hversu vafasöm ákvörðun RÚV og sátt við Guðmund Spartakus má heita. Vísir leitaði á sínum tíma eftir því að fá fram það samkomulag, RÚV móaðist við og þurfti Vísir að kæra málið til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem gerði RÚV að afhenda samkomulagið.Veruleg gremja innan fréttastofunnarMagnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri hefur greint frá því að stofnunin hafi staðið frammi fyrir tveimur vondum kostum en valið að líta til rekstrarlegra forsendna stofnunarinnar. Greiða að ráði lögmanna og var þá miðað við að greiðsla til handa Guðmundi Spartakusi tæki mið af huganlegum dómi og málskostnaði. Reyndar er það rausnarlega metið ef litið er til fyrri dóma í meiðyrðamálum.Lilja Dögg er menntamálaráðherra og samkvæmt heimildum Vísis taldi hún vert að ný stjórn tæki afstöðu til hins umdeilda máls.visir/stefánRagnheiður Ríkharðsdóttir var formaður stjórnar 2017-2018. Hún hefur sagt að útvarpsstjóri, skrifstofustjóri RÚV og lögfræðingur RÚV hafi tekið þessa ákvörðun og svo kynnt hana stjórninni. Stjórnin samþykkti fyrir sitt leyti þessa niðurstöðu. Samkvæmt heimildum Vísis ríkir veruleg gremja á fréttastofu RÚV vegna þessarar umdeilanlegu ákvörðunar og hvernig að henni var staðið. Og reyndar hefur það komið fram að þar sjóði á mönnum.Ný stjórn blessar samþykkt þeirrar gömluLilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra mun hafa mælst til þess við formann nýrrar stjórnar RÚV, Kára Jónasson, að hún tæki málið til umfjöllunar aftur en fyrir lá samþykkt fráfarandi stjórnar að afgreiðslan hafi verið réttmæt af hálfu stofnunarinnar. Kári kallaði eftir skriflegu áliti. Kári sagði, í samtali við Vísi í gær, að á fundi sem fram fór fyrir um hálfum mánuði hafi verið samþykkt samhljóða, af nýrri stjórn, að blessa þá samþykkt.Veruleg gremja er innan fréttastofu RÚV með það hvernig málið var afgreitt af hálfu yfirstjórnar stofnunarinnar.„Inntak samþykktarinnar var að núverandi stjórn samþykkir, eða gerir ekki athugasemd við ákvörðun fyrri stjórnar í þessu máli,“ segir Kári. Hann segir það rétt, málið er umdeilt og þetta hafi ekki verið á sinni vakt. En, samþykkt núverandi stjórnar var samhljóða þó ástæða hafi verið talin að skoða málið nánar.Kolröng og óverjandi ákvörðunPáll Magnússon, sem er formaður í allsherjar- og menntamálanefnd, var afdráttarlaus í samtali við Vísi um þetta mál fyrir rúmum mánuði. Afstaða hans hefur ekkert breyst nema síður sé, hann segir þetta grafalvarlegt mál. Og í raun kvitt og klárt, sannleiksgildi frétta sé ekki umsemjanlegt. Annað hvort er frétt rétt eða ekki og réttlætanlegt eða ekki að birta hana.Ég tel að útvarpsstjóri hafi tekið kolranga og óverjandi ákvörðun út frá ritstjórnarlegum grundvallarsjónarmiðum í þessu máli. „Nú liggur fyrir að nýja stjórnin hefur tekið undir afstöðu gömlu stjórnarinnar og þar með lagt blessun sína yfir þessa ákvörðun útvarpsstjórans,“ segir Páll og bendir á að útvarpsstjóri beri lögum samkvæmt hina ritstjórnarlegu ábyrgð gagnvart ráðherra og almenningi. Og geti trauðla falið sig á bak við umdeilanleg álit lögmanna úti í bæ.Ragnheiður Ríkharðsdóttir er varaformaður nýrrar stjórnar sem lagði blessun sína yfir afstöðu fráfarandi stjórnar, þá er hún var þar formaður.visir/valli„Ég tel að þar með hafi bæði útvarpsstjóri og stjórn ríkisútvarpsins brotið trúnað við almenning,“ segir Páll og vísar til fréttareglna RÚV þar sem kveðið er á um að fréttastofunni beri skilyrðislaust að leiðrétta ranga frétt svo fljótt sem auðið er.Kaupi sig frá röngum fréttum„Í stað þess að fylgja þessari reglu keypti RÚV sig frá því að leiðrétta þetta. Og nú hefur stjórn ríkisútvarpsins lagt blessun sína yfir brot við þeirri skyldu og þar með rofið trúnað við eigendur sína almenning. Sem ekki getur lengur treyst því að rangar fréttir séu leiðréttar, heldur megi búast við því að ríkisútvarpið kaupi sig frá því að leiðrétta rangar fréttir.“ Páll býst ekki við að aðhafast frekar í málinu, til að mynda með því að kalla menntamálaráðherra fyrir allsherjarnefnd. En, segir að þetta liggi þá fyrir og algerlega ljóst að hann muni náttúrlega ekki kjósa aftur til setu í stjórn RÚV fólk sem taki ákvarðanir af þessu tagi.Páll Magnússon telur skelfilega illa að málinu staðið af hálfu yfirstjórnar RÚV og trúverðugleiki fréttastofunnar hafi stórskaðast.visir/gvaErfitt að sjá fyrir sér aðra standa svona að málumAðrir stjórnarmenn í nýrri stjórn RÚV en Kári eru: Ragnheiður Ríkharðsdóttir varaformaður, (fráfarandi formaður), Mörður Árnason, Jón Ólafsson, Guðlaugur Sverrisson, Brynjólfur Stefánsson, Lára Hanna Einarsdóttir, Elísabet Indra Ragnarsdóttir og Birna Þórarinsdóttir. Páll segist ekki með nokkru móti geta séð það fyrir sér að samkomulag af þessu tagi og greiðsla gæti mögulega svo mikið sem komið til álita á Norðurlöndum, Bretlandi eða í þeim löndum sem reka almannaútvarp. „Í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Ég get reyndar ekki ímyndað mér slíka málsmeðferð á nokkrum fjölmiðli,“ segir Páll.
Alþingi Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir RÚV gert að afhenda samkomulag um fréttaflutning Páll Magnússon formaður allsherjarnefndar krefst viðbragða frá stjórn RÚV og/eða ráðherra. 10. apríl 2018 14:00 Atli Már sýknaður í meiðyrðamáli Guðmundar Spartakusar Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 31. maí 2018 14:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sjá meira
RÚV gert að afhenda samkomulag um fréttaflutning Páll Magnússon formaður allsherjarnefndar krefst viðbragða frá stjórn RÚV og/eða ráðherra. 10. apríl 2018 14:00
Atli Már sýknaður í meiðyrðamáli Guðmundar Spartakusar Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 31. maí 2018 14:00