Þöggum ekki byltinguna – fögnum henni! Nichole Leigh Mosty skrifar 20. maí 2018 17:08 Mig langar að velta upp nokkrum spurningum sem ég tel að við þurfum öll að taka til umhugsunar. Hvernig stendur á því að þegar þolendur ofbeldis, áreitni og mismununar standa loksins saman og rísa upp, þá vilja sumir fara í slag við þá? Af hverju í ósköpunum þykir fólki eðlilegt að krefjast afsökunarbeiðni frá fólki sem stendur vörð um mannréttindi og krefst umbóta til að tryggja öruggt samfélag? Hvað þarf eiginlega til að við förum ekki ofaní skotgrafir heldur vinnum saman að því að uppræta og útrýma mismunun og ofbeldismenningu samfélagsins? Íslenskt samfélag verður að horfast í augu við byltinguna sem við stöndum í akkúrat núna. Byltingu sem er sennilega ekki nema rétt hálfnuð. Þessi bylting snýst ekki bara um hvítan femínisma, heldur snýst hún um mismunun sem gegnsýrir allt samfélagið okkar. Mismunun, áreitni og ofbeldi á sér stað vegna kynferðis, kynþáttar, kynhneigðar, kynvitundar, trúar, uppruna, aldurs, líkamlegrar og/eða andlegrar fötlunar, litarháttar og jafnvel tungumálakunnáttu. Þolendur eru allskonar og hafa þagað allt of lengi. Ég þakka fyrir að byltingin sé hafin og ætla að gerast svo djörf að fullyrða að það voru hugrakkar konur sem hófu þessa byltingu. Við ákváðum að standa saman, segja frá reynslu okkar og krefjast aðgerða. Það eru til konur sem hafa sýnt ómetanlega þrautsegju í að leiða og styðja byltinguna þar sem sumar hafa verið meira áberandi en aðrar. Við eigum að þakka þeim í stað þess að þagga niður í þeim. Við verðum að læra af þeim sögum sem komið hafa fram og horfast í augu við þá verknaði sem hafa átt sér stað í skjóli þagnar í samfélaginu okkar í allt of langan tíma. Það er ótrúlega erfitt að viðurkenna allt óréttlætið, að fólk hafi liðið fyrir ofbeldi, áreitni og mismunun í okkar góða samfélagi, og ekki síður að horfast í augu við að kerfið hefur brugðist. Við megum samt ekki hrökkva í vörn eða detta í skotgrafirnar. Við verðum að halda áfram að vinna með þessar frásagnir, læra af þeim, breyta kerfinu og samfélaginu öllu. Stjórnvöld hafa vissulega brugðist við á ákveðnum sviðum. Við höfum séð aðgerðir, stefnubreytingar, áætlanir, lagabreytingar, starfshópa, málþing og ráðstefnur spretta upp. Ég hef fulla trú á að við eigum eftir að sjá meira og að okkur takist um að búa til betra samfélag. Ti þess verðum við að koma í veg fyrir pólaríseringu umræðunnar. Hún má ekki snúast um karlmennsku vs. femínisma, yfirvald vs. almenning, Íslendinga vs. fólk af erlendum uppruna, gagnkynhneigð vs. samkynhneigð, fatlað fólk vs. ófatlað fólk o.s.frv. Umræðan þarf að vera um alvöru jafnrétti þar sem einstaklingar á Íslandi mætast og tala saman af virðingu hvert fyrir öðru og skapar saman réttlátt kerfi og samfélag. Stöndum saman í að læra af byltingunni og tökum höndum saman um að finna lausn. Verum þakklát, ræðum saman og búum til betra samfélag. Höfundur er fyrrverandi Alþingiskona og skipar 24. sæti hjá Kvennaheyfingu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Nichole Leigh Mosty Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Mig langar að velta upp nokkrum spurningum sem ég tel að við þurfum öll að taka til umhugsunar. Hvernig stendur á því að þegar þolendur ofbeldis, áreitni og mismununar standa loksins saman og rísa upp, þá vilja sumir fara í slag við þá? Af hverju í ósköpunum þykir fólki eðlilegt að krefjast afsökunarbeiðni frá fólki sem stendur vörð um mannréttindi og krefst umbóta til að tryggja öruggt samfélag? Hvað þarf eiginlega til að við förum ekki ofaní skotgrafir heldur vinnum saman að því að uppræta og útrýma mismunun og ofbeldismenningu samfélagsins? Íslenskt samfélag verður að horfast í augu við byltinguna sem við stöndum í akkúrat núna. Byltingu sem er sennilega ekki nema rétt hálfnuð. Þessi bylting snýst ekki bara um hvítan femínisma, heldur snýst hún um mismunun sem gegnsýrir allt samfélagið okkar. Mismunun, áreitni og ofbeldi á sér stað vegna kynferðis, kynþáttar, kynhneigðar, kynvitundar, trúar, uppruna, aldurs, líkamlegrar og/eða andlegrar fötlunar, litarháttar og jafnvel tungumálakunnáttu. Þolendur eru allskonar og hafa þagað allt of lengi. Ég þakka fyrir að byltingin sé hafin og ætla að gerast svo djörf að fullyrða að það voru hugrakkar konur sem hófu þessa byltingu. Við ákváðum að standa saman, segja frá reynslu okkar og krefjast aðgerða. Það eru til konur sem hafa sýnt ómetanlega þrautsegju í að leiða og styðja byltinguna þar sem sumar hafa verið meira áberandi en aðrar. Við eigum að þakka þeim í stað þess að þagga niður í þeim. Við verðum að læra af þeim sögum sem komið hafa fram og horfast í augu við þá verknaði sem hafa átt sér stað í skjóli þagnar í samfélaginu okkar í allt of langan tíma. Það er ótrúlega erfitt að viðurkenna allt óréttlætið, að fólk hafi liðið fyrir ofbeldi, áreitni og mismunun í okkar góða samfélagi, og ekki síður að horfast í augu við að kerfið hefur brugðist. Við megum samt ekki hrökkva í vörn eða detta í skotgrafirnar. Við verðum að halda áfram að vinna með þessar frásagnir, læra af þeim, breyta kerfinu og samfélaginu öllu. Stjórnvöld hafa vissulega brugðist við á ákveðnum sviðum. Við höfum séð aðgerðir, stefnubreytingar, áætlanir, lagabreytingar, starfshópa, málþing og ráðstefnur spretta upp. Ég hef fulla trú á að við eigum eftir að sjá meira og að okkur takist um að búa til betra samfélag. Ti þess verðum við að koma í veg fyrir pólaríseringu umræðunnar. Hún má ekki snúast um karlmennsku vs. femínisma, yfirvald vs. almenning, Íslendinga vs. fólk af erlendum uppruna, gagnkynhneigð vs. samkynhneigð, fatlað fólk vs. ófatlað fólk o.s.frv. Umræðan þarf að vera um alvöru jafnrétti þar sem einstaklingar á Íslandi mætast og tala saman af virðingu hvert fyrir öðru og skapar saman réttlátt kerfi og samfélag. Stöndum saman í að læra af byltingunni og tökum höndum saman um að finna lausn. Verum þakklát, ræðum saman og búum til betra samfélag. Höfundur er fyrrverandi Alþingiskona og skipar 24. sæti hjá Kvennaheyfingu
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun