Þöggum ekki byltinguna – fögnum henni! Nichole Leigh Mosty skrifar 20. maí 2018 17:08 Mig langar að velta upp nokkrum spurningum sem ég tel að við þurfum öll að taka til umhugsunar. Hvernig stendur á því að þegar þolendur ofbeldis, áreitni og mismununar standa loksins saman og rísa upp, þá vilja sumir fara í slag við þá? Af hverju í ósköpunum þykir fólki eðlilegt að krefjast afsökunarbeiðni frá fólki sem stendur vörð um mannréttindi og krefst umbóta til að tryggja öruggt samfélag? Hvað þarf eiginlega til að við förum ekki ofaní skotgrafir heldur vinnum saman að því að uppræta og útrýma mismunun og ofbeldismenningu samfélagsins? Íslenskt samfélag verður að horfast í augu við byltinguna sem við stöndum í akkúrat núna. Byltingu sem er sennilega ekki nema rétt hálfnuð. Þessi bylting snýst ekki bara um hvítan femínisma, heldur snýst hún um mismunun sem gegnsýrir allt samfélagið okkar. Mismunun, áreitni og ofbeldi á sér stað vegna kynferðis, kynþáttar, kynhneigðar, kynvitundar, trúar, uppruna, aldurs, líkamlegrar og/eða andlegrar fötlunar, litarháttar og jafnvel tungumálakunnáttu. Þolendur eru allskonar og hafa þagað allt of lengi. Ég þakka fyrir að byltingin sé hafin og ætla að gerast svo djörf að fullyrða að það voru hugrakkar konur sem hófu þessa byltingu. Við ákváðum að standa saman, segja frá reynslu okkar og krefjast aðgerða. Það eru til konur sem hafa sýnt ómetanlega þrautsegju í að leiða og styðja byltinguna þar sem sumar hafa verið meira áberandi en aðrar. Við eigum að þakka þeim í stað þess að þagga niður í þeim. Við verðum að læra af þeim sögum sem komið hafa fram og horfast í augu við þá verknaði sem hafa átt sér stað í skjóli þagnar í samfélaginu okkar í allt of langan tíma. Það er ótrúlega erfitt að viðurkenna allt óréttlætið, að fólk hafi liðið fyrir ofbeldi, áreitni og mismunun í okkar góða samfélagi, og ekki síður að horfast í augu við að kerfið hefur brugðist. Við megum samt ekki hrökkva í vörn eða detta í skotgrafirnar. Við verðum að halda áfram að vinna með þessar frásagnir, læra af þeim, breyta kerfinu og samfélaginu öllu. Stjórnvöld hafa vissulega brugðist við á ákveðnum sviðum. Við höfum séð aðgerðir, stefnubreytingar, áætlanir, lagabreytingar, starfshópa, málþing og ráðstefnur spretta upp. Ég hef fulla trú á að við eigum eftir að sjá meira og að okkur takist um að búa til betra samfélag. Ti þess verðum við að koma í veg fyrir pólaríseringu umræðunnar. Hún má ekki snúast um karlmennsku vs. femínisma, yfirvald vs. almenning, Íslendinga vs. fólk af erlendum uppruna, gagnkynhneigð vs. samkynhneigð, fatlað fólk vs. ófatlað fólk o.s.frv. Umræðan þarf að vera um alvöru jafnrétti þar sem einstaklingar á Íslandi mætast og tala saman af virðingu hvert fyrir öðru og skapar saman réttlátt kerfi og samfélag. Stöndum saman í að læra af byltingunni og tökum höndum saman um að finna lausn. Verum þakklát, ræðum saman og búum til betra samfélag. Höfundur er fyrrverandi Alþingiskona og skipar 24. sæti hjá Kvennaheyfingu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Nichole Leigh Mosty Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Mig langar að velta upp nokkrum spurningum sem ég tel að við þurfum öll að taka til umhugsunar. Hvernig stendur á því að þegar þolendur ofbeldis, áreitni og mismununar standa loksins saman og rísa upp, þá vilja sumir fara í slag við þá? Af hverju í ósköpunum þykir fólki eðlilegt að krefjast afsökunarbeiðni frá fólki sem stendur vörð um mannréttindi og krefst umbóta til að tryggja öruggt samfélag? Hvað þarf eiginlega til að við förum ekki ofaní skotgrafir heldur vinnum saman að því að uppræta og útrýma mismunun og ofbeldismenningu samfélagsins? Íslenskt samfélag verður að horfast í augu við byltinguna sem við stöndum í akkúrat núna. Byltingu sem er sennilega ekki nema rétt hálfnuð. Þessi bylting snýst ekki bara um hvítan femínisma, heldur snýst hún um mismunun sem gegnsýrir allt samfélagið okkar. Mismunun, áreitni og ofbeldi á sér stað vegna kynferðis, kynþáttar, kynhneigðar, kynvitundar, trúar, uppruna, aldurs, líkamlegrar og/eða andlegrar fötlunar, litarháttar og jafnvel tungumálakunnáttu. Þolendur eru allskonar og hafa þagað allt of lengi. Ég þakka fyrir að byltingin sé hafin og ætla að gerast svo djörf að fullyrða að það voru hugrakkar konur sem hófu þessa byltingu. Við ákváðum að standa saman, segja frá reynslu okkar og krefjast aðgerða. Það eru til konur sem hafa sýnt ómetanlega þrautsegju í að leiða og styðja byltinguna þar sem sumar hafa verið meira áberandi en aðrar. Við eigum að þakka þeim í stað þess að þagga niður í þeim. Við verðum að læra af þeim sögum sem komið hafa fram og horfast í augu við þá verknaði sem hafa átt sér stað í skjóli þagnar í samfélaginu okkar í allt of langan tíma. Það er ótrúlega erfitt að viðurkenna allt óréttlætið, að fólk hafi liðið fyrir ofbeldi, áreitni og mismunun í okkar góða samfélagi, og ekki síður að horfast í augu við að kerfið hefur brugðist. Við megum samt ekki hrökkva í vörn eða detta í skotgrafirnar. Við verðum að halda áfram að vinna með þessar frásagnir, læra af þeim, breyta kerfinu og samfélaginu öllu. Stjórnvöld hafa vissulega brugðist við á ákveðnum sviðum. Við höfum séð aðgerðir, stefnubreytingar, áætlanir, lagabreytingar, starfshópa, málþing og ráðstefnur spretta upp. Ég hef fulla trú á að við eigum eftir að sjá meira og að okkur takist um að búa til betra samfélag. Ti þess verðum við að koma í veg fyrir pólaríseringu umræðunnar. Hún má ekki snúast um karlmennsku vs. femínisma, yfirvald vs. almenning, Íslendinga vs. fólk af erlendum uppruna, gagnkynhneigð vs. samkynhneigð, fatlað fólk vs. ófatlað fólk o.s.frv. Umræðan þarf að vera um alvöru jafnrétti þar sem einstaklingar á Íslandi mætast og tala saman af virðingu hvert fyrir öðru og skapar saman réttlátt kerfi og samfélag. Stöndum saman í að læra af byltingunni og tökum höndum saman um að finna lausn. Verum þakklát, ræðum saman og búum til betra samfélag. Höfundur er fyrrverandi Alþingiskona og skipar 24. sæti hjá Kvennaheyfingu
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun