Tómas tungulipri Birna Lárusdóttir skrifar 24. maí 2018 07:00 Nú rétt fyrir sveitarstjórnarkosningar hefur hitnað verulega í kolunum í umræðum um Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði. Sannleiksástin er ekki alltaf í fyrirrúmi hjá öllum sem tjá sig um verkefnið. Þar sem málið er VesturVerki skylt, sem framkvæmdaaðila virkjunarinnar, erum við knúin til að bregðast við. Í aðsendri grein í Fréttablaðinu á þriðjudag fer Tómas Guðbjartsson enn á stúfana í baráttu sinni gegn verkefninu. Tómas kemur svo í viðtal í útvarpsþáttinn „Í bítið“ á Bylgjunni þann sama morgun þar sem hann fylgir grein sinn eftir og fer mikinn. Svo margt í málflutningi Tómasar þarfnast leiðréttingar en hér verður aðeins tæpt á örlitlu. Vegna plássleysis í blaðinu gefst hvorki svigrúm til að fjalla um rangfærslur hans um raforkumál almennt og umhverfisáhrif virkjunarinnar né fölsuðu fossamyndina sem hann birtir með. Það er efni í aðra grein.Sár yfir fundarsókn Tómas ber sig aumlega yfir því að vestfirskir ráðamenn hafi ekki sótt fyrirlestur og myndasýningu hans á Ísafirði fyrir skömmu. Hins vegar hafi fjölmenni sótt opinn fund um raforkumál á Vestfjörðum, sem haldinn var af VesturVerki viku síðar. Dylgjar Tómas um að samhengi hljóti að vera þar á milli. Hið rétta er að fyrirlestur Tómasar var illa auglýstur hér vestra og fréttu margir Ísfirðingar af honum með dags fyrirvara. Engir forsvarsmenn sveitarfélaga fengu boð á fyrirlesturinn og enn síður við hjá VesturVerki. Einnig var tímasetningin óheppileg enda voru margir bæjarbúar að undirbúa hina árlegu Fossavatnsgöngu, risastórt samfélagsverkefni hér á Ísafirði. Fundur VesturVerks var hins vegar ágætlega auglýstur hér heima og vel sóttur fyrir vikið. Lítið gert úr Vestfirðingum og vilja þeirra Því miður fellur Tómas í þá freistni að gera lítið úr Vestfirðingum og áherslum þeirra á uppbyggingu í fjórðungnum. Hann gefur í skyn að valdamiklir aðilar hljóti að stýra umræðunni, orkurisar og ámóta. Starfsmenn VesturVerks eru tveir og hjá HS Orku, meirihlutaeiganda VesturVerks, eru 60 starfsmenn. Þessi fyrirtæki standa seint og illa undir nafnbótinni „orkurisi“. Eftir stendur að Tómas álítur Vestfirðinga ekki færa um að leggja sjálfstætt mat á það hvað er þeim fyrir bestu og með hvaða hætti sé skynsamlegast að nýta náttúruna, sem þeir kjósa að búa í sátt við. Ekki þarf að leita lengra en til Orkubús Vestfjarða, Landsnets, Orkustofnunar og Fjórðungssambands Vestfirðinga til að sjá að samhljómur er um mikilvægi Hvalárvirkjunar fyrir Vestfirði í heild ásamt þeim tengingum sem nauðsynlegar eru. Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri kemst að sömu niðurstöðu í mati sínu á samfélagsáhrifum virkjunarinnar sem unnið var fyrir VesturVerk nýverið. Aldargömul hugmynd til hagsbóta fyrir Vestfirði Fyrstu hugmyndir um virkjun Hvalár í Ófeigsfirði eru í það minnsta aldargamlar. Fyrir röskum áratug fór verkefnið að verða áhugavert. Einstaklingar á Ísafirði drógu vagninn, sömdu við landeigendur og fengu síðan nýja hluthafa til liðs við sig þegar verkefninu óx fiskur um hrygg. Þetta eru stórhuga heimamenn, sem unna náttúru Vestfjarða ekkert síður en aðrir landsmenn. Þeir komu Hvalárvirkjun á kortið í þeirri bjargföstu trú að hún yrði til hagsbóta fyrir Vestfirði og landið allt. Rétt er að halda þessu til haga.Höfundur er upplýsingafulltrúi VesturVerks á Ísafirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Nú rétt fyrir sveitarstjórnarkosningar hefur hitnað verulega í kolunum í umræðum um Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði. Sannleiksástin er ekki alltaf í fyrirrúmi hjá öllum sem tjá sig um verkefnið. Þar sem málið er VesturVerki skylt, sem framkvæmdaaðila virkjunarinnar, erum við knúin til að bregðast við. Í aðsendri grein í Fréttablaðinu á þriðjudag fer Tómas Guðbjartsson enn á stúfana í baráttu sinni gegn verkefninu. Tómas kemur svo í viðtal í útvarpsþáttinn „Í bítið“ á Bylgjunni þann sama morgun þar sem hann fylgir grein sinn eftir og fer mikinn. Svo margt í málflutningi Tómasar þarfnast leiðréttingar en hér verður aðeins tæpt á örlitlu. Vegna plássleysis í blaðinu gefst hvorki svigrúm til að fjalla um rangfærslur hans um raforkumál almennt og umhverfisáhrif virkjunarinnar né fölsuðu fossamyndina sem hann birtir með. Það er efni í aðra grein.Sár yfir fundarsókn Tómas ber sig aumlega yfir því að vestfirskir ráðamenn hafi ekki sótt fyrirlestur og myndasýningu hans á Ísafirði fyrir skömmu. Hins vegar hafi fjölmenni sótt opinn fund um raforkumál á Vestfjörðum, sem haldinn var af VesturVerki viku síðar. Dylgjar Tómas um að samhengi hljóti að vera þar á milli. Hið rétta er að fyrirlestur Tómasar var illa auglýstur hér vestra og fréttu margir Ísfirðingar af honum með dags fyrirvara. Engir forsvarsmenn sveitarfélaga fengu boð á fyrirlesturinn og enn síður við hjá VesturVerki. Einnig var tímasetningin óheppileg enda voru margir bæjarbúar að undirbúa hina árlegu Fossavatnsgöngu, risastórt samfélagsverkefni hér á Ísafirði. Fundur VesturVerks var hins vegar ágætlega auglýstur hér heima og vel sóttur fyrir vikið. Lítið gert úr Vestfirðingum og vilja þeirra Því miður fellur Tómas í þá freistni að gera lítið úr Vestfirðingum og áherslum þeirra á uppbyggingu í fjórðungnum. Hann gefur í skyn að valdamiklir aðilar hljóti að stýra umræðunni, orkurisar og ámóta. Starfsmenn VesturVerks eru tveir og hjá HS Orku, meirihlutaeiganda VesturVerks, eru 60 starfsmenn. Þessi fyrirtæki standa seint og illa undir nafnbótinni „orkurisi“. Eftir stendur að Tómas álítur Vestfirðinga ekki færa um að leggja sjálfstætt mat á það hvað er þeim fyrir bestu og með hvaða hætti sé skynsamlegast að nýta náttúruna, sem þeir kjósa að búa í sátt við. Ekki þarf að leita lengra en til Orkubús Vestfjarða, Landsnets, Orkustofnunar og Fjórðungssambands Vestfirðinga til að sjá að samhljómur er um mikilvægi Hvalárvirkjunar fyrir Vestfirði í heild ásamt þeim tengingum sem nauðsynlegar eru. Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri kemst að sömu niðurstöðu í mati sínu á samfélagsáhrifum virkjunarinnar sem unnið var fyrir VesturVerk nýverið. Aldargömul hugmynd til hagsbóta fyrir Vestfirði Fyrstu hugmyndir um virkjun Hvalár í Ófeigsfirði eru í það minnsta aldargamlar. Fyrir röskum áratug fór verkefnið að verða áhugavert. Einstaklingar á Ísafirði drógu vagninn, sömdu við landeigendur og fengu síðan nýja hluthafa til liðs við sig þegar verkefninu óx fiskur um hrygg. Þetta eru stórhuga heimamenn, sem unna náttúru Vestfjarða ekkert síður en aðrir landsmenn. Þeir komu Hvalárvirkjun á kortið í þeirri bjargföstu trú að hún yrði til hagsbóta fyrir Vestfirði og landið allt. Rétt er að halda þessu til haga.Höfundur er upplýsingafulltrúi VesturVerks á Ísafirði
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun