Skrattinn í ferðaþjónustunni Bryndís Kristjánsdóttir skrifar 25. maí 2018 07:00 Óheillaþróun er að verða í auknum mæli í ferðaþjónustu á Íslandi sem mun án efa leiða til:minni gæðaminna öryggisatvinnuleysisminni skatttekna Það sem hér um ræðir er að enn frekar eykst að farið sé í hópferðir með erlenda ferðamenn um landið þar sem enginn innlendur leiðsögumaður er með í ferð heldur einungis erlendur hópstjóri. Hópstjórinn kemur þá gjarnan með hópnum til landsins eða frá skemmtiferðaskipinu sem liggur hér við bryggju. Kannski hefur hópstjórinn komið einu sinni áður til landsins, kannski aldrei og í besta falli nokkrum sinnum. Mýmörg dæmi eru um að þetta hafi viðgengist hér í nokkuð langan tíma en nú heyrist að þetta muni aukast verulega í sumar og halda áfram á komandi árum ef ekkert verður að gert. Nú þegar er það að gerast að erlendar ferðaskrifstofur eru að hætta að nota þjónustu innlendra ferðaskrifstofa við skipulagningu og umsjón ferða á Íslandi og ætla sjálfar að sjá um alla skipulagningu – þá eins og þeim hentar og væntanlega græða mest á. Og eitt af því sem þær virðast ætla sem sagt að gera er að flytja inn sína „leiðsögumenn“, þ.e. hópstjóra. Með þessu eru þeir að spara sér það rándýra vinnuafl á Íslandi sem nefnast leiðsögumenn. Launataxtar leiðsögumanna (frá 1.5.2018) sýna þau lágmarkslaun sem greiða skal fyrir starfið og hér er birtur dagvinnutaxti lægsta og hæsta launaflokks, án orlofs. 1. Flokkur: dagvinna 1.764 kr. á klst. (+ 220 kr. kostnaðarliður) 4. Flokkur: dagvinna 1.956 kr. á klst. (+ 260 kr. kostnaðarliður). Við hljótum þá að spyrja hvaða laun sé verið að greiða hópstjórunum? Kannski engin, þar sem þeir fengu fría ferð til Íslands í staðinn? Fái þeir einhver laun þá er alla vega ekki greiddur skattur af þeim á Íslandi, eins og gert er af launum innlendra leiðsögumanna, svo þjóðarbúið verður af þeim tekjum. Það versta er að nú heyrist líka að innlendar ferðaskrifstofur/ferðaskipuleggjendur séu farnir að stunda það sama, þ.e. eru með hópferðir á sínum vegum þar sem erlendur aðili (hópstjóri) stýrir ferð. Um leið er óskað eftir enskumælandi bílstjóra og því miður hafa sumir þeirra aðstoðað erlendu aðilana við að útrýma innlendum leiðsögumönnum úr starfi. Hér má svo spyrja hvort að ferðþjónustuaðilarnir séu að starfa undir merkjum VAKANS - gæðastýringakerfi ferðaþjónustunnar – og hvort nokkur sé að fylgjast með að þeir séu að vinna samkvæmt kerfinu? Fagmenntaðir leiðsögumenn hafa í áratugi barist fyrir viðurkenningu starfs síns en án árangurs; „hver sem er“ getur leiðsagt á Íslandi. Umræddir erlendir hópstjórar eru að taka störf frá þessum sérmenntaða starfskrafti en munu þó aldrei geta komið í þeirra stað. Leiðsögumenn bera þá von í brjósti að nýi ráðherra ferðamála sjái mikilvægi þess að tryggja að leiðsögn í hópferðum á Íslandi sé eingöngu í höndum innlendra leiðsögumanna og komið þannig í veg fyrir að ofangreind þróun haldi áfram óáreitt.Höfundur er leiðsögumaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Sjá meira
Óheillaþróun er að verða í auknum mæli í ferðaþjónustu á Íslandi sem mun án efa leiða til:minni gæðaminna öryggisatvinnuleysisminni skatttekna Það sem hér um ræðir er að enn frekar eykst að farið sé í hópferðir með erlenda ferðamenn um landið þar sem enginn innlendur leiðsögumaður er með í ferð heldur einungis erlendur hópstjóri. Hópstjórinn kemur þá gjarnan með hópnum til landsins eða frá skemmtiferðaskipinu sem liggur hér við bryggju. Kannski hefur hópstjórinn komið einu sinni áður til landsins, kannski aldrei og í besta falli nokkrum sinnum. Mýmörg dæmi eru um að þetta hafi viðgengist hér í nokkuð langan tíma en nú heyrist að þetta muni aukast verulega í sumar og halda áfram á komandi árum ef ekkert verður að gert. Nú þegar er það að gerast að erlendar ferðaskrifstofur eru að hætta að nota þjónustu innlendra ferðaskrifstofa við skipulagningu og umsjón ferða á Íslandi og ætla sjálfar að sjá um alla skipulagningu – þá eins og þeim hentar og væntanlega græða mest á. Og eitt af því sem þær virðast ætla sem sagt að gera er að flytja inn sína „leiðsögumenn“, þ.e. hópstjóra. Með þessu eru þeir að spara sér það rándýra vinnuafl á Íslandi sem nefnast leiðsögumenn. Launataxtar leiðsögumanna (frá 1.5.2018) sýna þau lágmarkslaun sem greiða skal fyrir starfið og hér er birtur dagvinnutaxti lægsta og hæsta launaflokks, án orlofs. 1. Flokkur: dagvinna 1.764 kr. á klst. (+ 220 kr. kostnaðarliður) 4. Flokkur: dagvinna 1.956 kr. á klst. (+ 260 kr. kostnaðarliður). Við hljótum þá að spyrja hvaða laun sé verið að greiða hópstjórunum? Kannski engin, þar sem þeir fengu fría ferð til Íslands í staðinn? Fái þeir einhver laun þá er alla vega ekki greiddur skattur af þeim á Íslandi, eins og gert er af launum innlendra leiðsögumanna, svo þjóðarbúið verður af þeim tekjum. Það versta er að nú heyrist líka að innlendar ferðaskrifstofur/ferðaskipuleggjendur séu farnir að stunda það sama, þ.e. eru með hópferðir á sínum vegum þar sem erlendur aðili (hópstjóri) stýrir ferð. Um leið er óskað eftir enskumælandi bílstjóra og því miður hafa sumir þeirra aðstoðað erlendu aðilana við að útrýma innlendum leiðsögumönnum úr starfi. Hér má svo spyrja hvort að ferðþjónustuaðilarnir séu að starfa undir merkjum VAKANS - gæðastýringakerfi ferðaþjónustunnar – og hvort nokkur sé að fylgjast með að þeir séu að vinna samkvæmt kerfinu? Fagmenntaðir leiðsögumenn hafa í áratugi barist fyrir viðurkenningu starfs síns en án árangurs; „hver sem er“ getur leiðsagt á Íslandi. Umræddir erlendir hópstjórar eru að taka störf frá þessum sérmenntaða starfskrafti en munu þó aldrei geta komið í þeirra stað. Leiðsögumenn bera þá von í brjósti að nýi ráðherra ferðamála sjái mikilvægi þess að tryggja að leiðsögn í hópferðum á Íslandi sé eingöngu í höndum innlendra leiðsögumanna og komið þannig í veg fyrir að ofangreind þróun haldi áfram óáreitt.Höfundur er leiðsögumaður
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar