
Strax eftir helgi fer fram efnisleg kynning fyrir félagsmenn og í kjölfarið er gert ráð fyrir að kjörstjórn blási til atkvæðagreiðslu um samninginn eigi síður en 6. júní næstkomandi. Samningurinn er með gildistíma til 30. júní 2019.
„Þetta er algjörlega nýskeð og það er ekki gefið upp um efnisatriði samningsins fyrr en félagsmenn fá tækifæri til þess að kynna sér þetta,“ segir Þorgerður Laufey.
Samningsaðilar skrifuðu undir samninginn í húsakynnum ríkissáttasemjara þar sem málsaðilar hafa fundað stíft að undanförnu.
Félag grunnskólakennara hefur verið án samnings síðan í desember á síðasta ári.
Fréttin hefur verið uppfærð.