Nær Darren Till að bjarga helginni fyrir Liverpool? Pétur Marinó Jónsson skrifar 27. maí 2018 13:30 Mikil pressa á heimamanninum Darren Till fyrir bardagann í kvöld. Vísir/Getty UFC er með bardagakvöld í dag í Liverpool. Heimamaðurinn Darren Till fær þar sinn stærsta bardaga á ferlinum og er mikil pressa á herðum hans. Darren Till var lengi vel orðaður við bardaga gegn Gunnari Nelson eftir orðaskipti á milli þeirra á samfélagsmiðlum. Till virtist þó á endanum engan áhuga hafa á að berjast gegn Gunnari enda var Till að eltast við draumabardagann. Till fékk ósk sína uppfyllta og mætir Stephen Thompson í aðalbardaga kvöldsins á sínum heimavelli í kvöld. Till hefur haldið því fram að hann sé besti bardagamaður heims og ætlar að sanna það í kvöld. UFC vonast til að geta gert stjörnu úr Darren Till og heimsækir Liverpool borg í fyrsta sinn svo Till geti verið aðalstjarna kvöldsins. Till getur bætt fyrir vonbrigðin í gær þegar Liverpool tapaði úrslitaleiknum í Meistaradeildinni í gær takist honum að sigra Stephen Thompson. Þetta hefur þó ekki gengið vandræðalaust fyrir sig hjá Till. Till náði ekki tilsettri þyngd í vigtuninni í gær og var 174,5 pund (79,3 kg) þegar hann hefði þurft að vera 171 pund (77,7 kg) eða minna. Till þarf því að gefa Thompson 30% launa sinna fyrir bardagann og þurfti að vigta sig aftur inn í dag þar sem hann mátti ekki vera meira en 188 pund (85,5 kg). Till reyndist vera 187,3 pund í hádeginu í dag og getur bardaginn því farið fram. Fyrir mann sem keppir í 77 kg veltivigt ætti það ekki að vera mikið mál að vera 85,5 kg á keppnisdegi ef allt væri eðlilegt. Till hefur hins vegar ítrekað stært sig af því að vera risastór í veltivigtinni og sagðist hafa verið 90 kg í sínum síðasta bardaga eftir að hafa vigtað sig inn 77 kg daginn áður. Spurningin er hvort hann verði í toppstandi í bardaganum í kvöld og er þetta gott dæmi um ruglið sem er í niðurskurðinum hjá mörgum bardagamönnum í UFC. Dana White, forseti UFC, gagnrýndi Till í gær fyrir að ná ekki tilsettri þyngd í sínum eigin heimabæ. Till var þó með engar afsakanir í gær og sagðist skammast sín. Bardagi Till og Thompson verður aðalbardaginn á UFC bardagakvöldinu í Liverpool en bein útsending hefst kl. 17 í dag á Stöð 2 Sport 2. MMA Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Sjá meira
UFC er með bardagakvöld í dag í Liverpool. Heimamaðurinn Darren Till fær þar sinn stærsta bardaga á ferlinum og er mikil pressa á herðum hans. Darren Till var lengi vel orðaður við bardaga gegn Gunnari Nelson eftir orðaskipti á milli þeirra á samfélagsmiðlum. Till virtist þó á endanum engan áhuga hafa á að berjast gegn Gunnari enda var Till að eltast við draumabardagann. Till fékk ósk sína uppfyllta og mætir Stephen Thompson í aðalbardaga kvöldsins á sínum heimavelli í kvöld. Till hefur haldið því fram að hann sé besti bardagamaður heims og ætlar að sanna það í kvöld. UFC vonast til að geta gert stjörnu úr Darren Till og heimsækir Liverpool borg í fyrsta sinn svo Till geti verið aðalstjarna kvöldsins. Till getur bætt fyrir vonbrigðin í gær þegar Liverpool tapaði úrslitaleiknum í Meistaradeildinni í gær takist honum að sigra Stephen Thompson. Þetta hefur þó ekki gengið vandræðalaust fyrir sig hjá Till. Till náði ekki tilsettri þyngd í vigtuninni í gær og var 174,5 pund (79,3 kg) þegar hann hefði þurft að vera 171 pund (77,7 kg) eða minna. Till þarf því að gefa Thompson 30% launa sinna fyrir bardagann og þurfti að vigta sig aftur inn í dag þar sem hann mátti ekki vera meira en 188 pund (85,5 kg). Till reyndist vera 187,3 pund í hádeginu í dag og getur bardaginn því farið fram. Fyrir mann sem keppir í 77 kg veltivigt ætti það ekki að vera mikið mál að vera 85,5 kg á keppnisdegi ef allt væri eðlilegt. Till hefur hins vegar ítrekað stært sig af því að vera risastór í veltivigtinni og sagðist hafa verið 90 kg í sínum síðasta bardaga eftir að hafa vigtað sig inn 77 kg daginn áður. Spurningin er hvort hann verði í toppstandi í bardaganum í kvöld og er þetta gott dæmi um ruglið sem er í niðurskurðinum hjá mörgum bardagamönnum í UFC. Dana White, forseti UFC, gagnrýndi Till í gær fyrir að ná ekki tilsettri þyngd í sínum eigin heimabæ. Till var þó með engar afsakanir í gær og sagðist skammast sín. Bardagi Till og Thompson verður aðalbardaginn á UFC bardagakvöldinu í Liverpool en bein útsending hefst kl. 17 í dag á Stöð 2 Sport 2.
MMA Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Sjá meira