Nær Darren Till að bjarga helginni fyrir Liverpool? Pétur Marinó Jónsson skrifar 27. maí 2018 13:30 Mikil pressa á heimamanninum Darren Till fyrir bardagann í kvöld. Vísir/Getty UFC er með bardagakvöld í dag í Liverpool. Heimamaðurinn Darren Till fær þar sinn stærsta bardaga á ferlinum og er mikil pressa á herðum hans. Darren Till var lengi vel orðaður við bardaga gegn Gunnari Nelson eftir orðaskipti á milli þeirra á samfélagsmiðlum. Till virtist þó á endanum engan áhuga hafa á að berjast gegn Gunnari enda var Till að eltast við draumabardagann. Till fékk ósk sína uppfyllta og mætir Stephen Thompson í aðalbardaga kvöldsins á sínum heimavelli í kvöld. Till hefur haldið því fram að hann sé besti bardagamaður heims og ætlar að sanna það í kvöld. UFC vonast til að geta gert stjörnu úr Darren Till og heimsækir Liverpool borg í fyrsta sinn svo Till geti verið aðalstjarna kvöldsins. Till getur bætt fyrir vonbrigðin í gær þegar Liverpool tapaði úrslitaleiknum í Meistaradeildinni í gær takist honum að sigra Stephen Thompson. Þetta hefur þó ekki gengið vandræðalaust fyrir sig hjá Till. Till náði ekki tilsettri þyngd í vigtuninni í gær og var 174,5 pund (79,3 kg) þegar hann hefði þurft að vera 171 pund (77,7 kg) eða minna. Till þarf því að gefa Thompson 30% launa sinna fyrir bardagann og þurfti að vigta sig aftur inn í dag þar sem hann mátti ekki vera meira en 188 pund (85,5 kg). Till reyndist vera 187,3 pund í hádeginu í dag og getur bardaginn því farið fram. Fyrir mann sem keppir í 77 kg veltivigt ætti það ekki að vera mikið mál að vera 85,5 kg á keppnisdegi ef allt væri eðlilegt. Till hefur hins vegar ítrekað stært sig af því að vera risastór í veltivigtinni og sagðist hafa verið 90 kg í sínum síðasta bardaga eftir að hafa vigtað sig inn 77 kg daginn áður. Spurningin er hvort hann verði í toppstandi í bardaganum í kvöld og er þetta gott dæmi um ruglið sem er í niðurskurðinum hjá mörgum bardagamönnum í UFC. Dana White, forseti UFC, gagnrýndi Till í gær fyrir að ná ekki tilsettri þyngd í sínum eigin heimabæ. Till var þó með engar afsakanir í gær og sagðist skammast sín. Bardagi Till og Thompson verður aðalbardaginn á UFC bardagakvöldinu í Liverpool en bein útsending hefst kl. 17 í dag á Stöð 2 Sport 2. MMA Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti Mjög skrýtinn misskilningur Sport Fleiri fréttir Ricky Hatton fyrirfór sér Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Mjög skrýtinn misskilningur HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Dagskráin: Big Ben, taplaus lið mætast og Skiptiborðið missir ekki af neinu Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum „Ég elska að vera í Njarðvík“ Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjá meira
UFC er með bardagakvöld í dag í Liverpool. Heimamaðurinn Darren Till fær þar sinn stærsta bardaga á ferlinum og er mikil pressa á herðum hans. Darren Till var lengi vel orðaður við bardaga gegn Gunnari Nelson eftir orðaskipti á milli þeirra á samfélagsmiðlum. Till virtist þó á endanum engan áhuga hafa á að berjast gegn Gunnari enda var Till að eltast við draumabardagann. Till fékk ósk sína uppfyllta og mætir Stephen Thompson í aðalbardaga kvöldsins á sínum heimavelli í kvöld. Till hefur haldið því fram að hann sé besti bardagamaður heims og ætlar að sanna það í kvöld. UFC vonast til að geta gert stjörnu úr Darren Till og heimsækir Liverpool borg í fyrsta sinn svo Till geti verið aðalstjarna kvöldsins. Till getur bætt fyrir vonbrigðin í gær þegar Liverpool tapaði úrslitaleiknum í Meistaradeildinni í gær takist honum að sigra Stephen Thompson. Þetta hefur þó ekki gengið vandræðalaust fyrir sig hjá Till. Till náði ekki tilsettri þyngd í vigtuninni í gær og var 174,5 pund (79,3 kg) þegar hann hefði þurft að vera 171 pund (77,7 kg) eða minna. Till þarf því að gefa Thompson 30% launa sinna fyrir bardagann og þurfti að vigta sig aftur inn í dag þar sem hann mátti ekki vera meira en 188 pund (85,5 kg). Till reyndist vera 187,3 pund í hádeginu í dag og getur bardaginn því farið fram. Fyrir mann sem keppir í 77 kg veltivigt ætti það ekki að vera mikið mál að vera 85,5 kg á keppnisdegi ef allt væri eðlilegt. Till hefur hins vegar ítrekað stært sig af því að vera risastór í veltivigtinni og sagðist hafa verið 90 kg í sínum síðasta bardaga eftir að hafa vigtað sig inn 77 kg daginn áður. Spurningin er hvort hann verði í toppstandi í bardaganum í kvöld og er þetta gott dæmi um ruglið sem er í niðurskurðinum hjá mörgum bardagamönnum í UFC. Dana White, forseti UFC, gagnrýndi Till í gær fyrir að ná ekki tilsettri þyngd í sínum eigin heimabæ. Till var þó með engar afsakanir í gær og sagðist skammast sín. Bardagi Till og Thompson verður aðalbardaginn á UFC bardagakvöldinu í Liverpool en bein útsending hefst kl. 17 í dag á Stöð 2 Sport 2.
MMA Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti Mjög skrýtinn misskilningur Sport Fleiri fréttir Ricky Hatton fyrirfór sér Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Mjög skrýtinn misskilningur HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Dagskráin: Big Ben, taplaus lið mætast og Skiptiborðið missir ekki af neinu Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum „Ég elska að vera í Njarðvík“ Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjá meira