Vonast til að það dragi til tíðinda í kjaradeilu ljósmæðra í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. maí 2018 08:49 Fundurinn hófst klukkan níu í morgun Vísir/Vilhelm Samninganefndir ljósmæðra og ríkisins hittast á sáttafundi hjá ríkissáttasemjara klukkan níu í dag. Rúmar þrjár vikur eru síðan síðasti fundur í kjaradeilunni var hjá sáttasemjari en síðan þá hafa deiluaðilar hist á nokkrum vinnufundum. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, kveðst vona að það fari að draga til tíðinda. „Við eiginlega bara vonumst til þess að samninganefndin komi með eitthvað í dag, eitthvað tilboð, og það fari að draga til tíðinda,“ segir Katrín í samtali við Vísi. Hún segir samninganefndirnar hafa átt gott samtal á vinnufundunum undanfarið. „Og manni hefur fundist skilningurinn aukast. Þetta hefur verið lausnamiðaðra samtal en við höfum samt ekkert í hendi.“ Aðspurð hvort hún telji að samningar náist í þessari viku segir Katrín: „Ég þori ekki að hleypa mér út í það að trúa því fyrr en það verður að raunveruleika, en jú, auðvitað vonar maður það innilega. Þetta er orðið langt og strangt.“ Þá segist Katrín jafnframt vona að hún sé ekki að lesa rangt í stöðuna varðandi það að vinnufundirnir hafi verið góðir og það sé að þokast í rétta átt hjá samningsaðilum. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í febrúar og hefur fjöldi ljósmæðra á Landspítalanum sagt upp störfum undanfarið. Ein uppsögn tók gildi um síðustu mánaðamót og önnur tekur gildi þann 1. Júní. Flestar uppsagnirnar taka síðan gildi þann 1. júlí næstkomandi. Kjaramál Tengdar fréttir Forstjóri Landspítalans: Óhætt að segja að það sé uggur og urgur í hópi ljósmæðra Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, gerir kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins að umræðu í vikulegum forstjórapistli sínum í dag eins og oft áður undanfarnar vikur. 11. maí 2018 18:15 Nokkuð miðar í samkomulagsátt í kjaradeilu ljósmæðra Heilbrigðisráðherra segir að nokkuð miði í samkomulagsátt í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins. 19. maí 2018 15:41 Formaður samninganefndar ljósmæðra bjartsýnn á framhald kjaraviðræðna Formaður samninganefndar ljósmæðra fagnar auknum samningsvilja af hálfu samninganefndar ríkisins en nefndirnar hittust í dag. 9. maí 2018 18:30 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Samninganefndir ljósmæðra og ríkisins hittast á sáttafundi hjá ríkissáttasemjara klukkan níu í dag. Rúmar þrjár vikur eru síðan síðasti fundur í kjaradeilunni var hjá sáttasemjari en síðan þá hafa deiluaðilar hist á nokkrum vinnufundum. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, kveðst vona að það fari að draga til tíðinda. „Við eiginlega bara vonumst til þess að samninganefndin komi með eitthvað í dag, eitthvað tilboð, og það fari að draga til tíðinda,“ segir Katrín í samtali við Vísi. Hún segir samninganefndirnar hafa átt gott samtal á vinnufundunum undanfarið. „Og manni hefur fundist skilningurinn aukast. Þetta hefur verið lausnamiðaðra samtal en við höfum samt ekkert í hendi.“ Aðspurð hvort hún telji að samningar náist í þessari viku segir Katrín: „Ég þori ekki að hleypa mér út í það að trúa því fyrr en það verður að raunveruleika, en jú, auðvitað vonar maður það innilega. Þetta er orðið langt og strangt.“ Þá segist Katrín jafnframt vona að hún sé ekki að lesa rangt í stöðuna varðandi það að vinnufundirnir hafi verið góðir og það sé að þokast í rétta átt hjá samningsaðilum. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í febrúar og hefur fjöldi ljósmæðra á Landspítalanum sagt upp störfum undanfarið. Ein uppsögn tók gildi um síðustu mánaðamót og önnur tekur gildi þann 1. Júní. Flestar uppsagnirnar taka síðan gildi þann 1. júlí næstkomandi.
Kjaramál Tengdar fréttir Forstjóri Landspítalans: Óhætt að segja að það sé uggur og urgur í hópi ljósmæðra Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, gerir kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins að umræðu í vikulegum forstjórapistli sínum í dag eins og oft áður undanfarnar vikur. 11. maí 2018 18:15 Nokkuð miðar í samkomulagsátt í kjaradeilu ljósmæðra Heilbrigðisráðherra segir að nokkuð miði í samkomulagsátt í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins. 19. maí 2018 15:41 Formaður samninganefndar ljósmæðra bjartsýnn á framhald kjaraviðræðna Formaður samninganefndar ljósmæðra fagnar auknum samningsvilja af hálfu samninganefndar ríkisins en nefndirnar hittust í dag. 9. maí 2018 18:30 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Forstjóri Landspítalans: Óhætt að segja að það sé uggur og urgur í hópi ljósmæðra Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, gerir kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins að umræðu í vikulegum forstjórapistli sínum í dag eins og oft áður undanfarnar vikur. 11. maí 2018 18:15
Nokkuð miðar í samkomulagsátt í kjaradeilu ljósmæðra Heilbrigðisráðherra segir að nokkuð miði í samkomulagsátt í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins. 19. maí 2018 15:41
Formaður samninganefndar ljósmæðra bjartsýnn á framhald kjaraviðræðna Formaður samninganefndar ljósmæðra fagnar auknum samningsvilja af hálfu samninganefndar ríkisins en nefndirnar hittust í dag. 9. maí 2018 18:30