Rússneskur blaðamaður myrtur í Kænugarði Samúel Karl Ólason skrifar 29. maí 2018 21:10 Arkady Babchenko. Vísir/AP Rússneski blaðamaðurinn Arkady Babchenko var skotinn til bana í íbúð sinni í Kænugarði í Úkraínu í dag. Eiginkona hans fann hann í fjölbýlishúsi þeirra og var hann úrskurðaður látinn í sjúkrabíl á leið á sjúkrahús. Morðið er talið tengjast gagnrýni hans í garð yfirvalda í Rússlandi sem leiddi til þess að flúði til Úkraínu í fyrra. Þá sagði Babchenko að honum hafði verið hótað dauða og hann óttaðist að vera fangelsaður. Lögreglan segir hann hafa verið skotinn margsinnis í bakið og er talið að morðingi hans hafi beðið í stigaganginum í húsi þeirra og skotið Babchenko þegar hann var á leið út í búð. Babchenko hafði þjónað í her Rússlands og varð seinna einn af fremstu stríðsblaðamönnum Rússlands. Á undanförnum árum hafði hann verið mjög gagnrýninn á aðgerðir Rússlands í Úkraínu og Sýrlandi. Rússneski embættismenn höfðu fordæmt hann fyrir ummæli sín um loftárásir í Sýrlandi og árásir Rússa í garð Úkraínu. Þegar lögreglustjóri Kænugarðs var spurður út í mögulega ástæðu morðsins benti hann fyrst og fremst á störf hans og sagðist telja Babchenko hafa verið myrtan vegna þeirra. Babchenko skrifaði um hótanirnar í sinn garð í Guardian í fyrra. Þar segir hann að þingmenn hafi kallað eftir því að hann yrði fangelsaður og sviptur ríkisborgararétti sínum. Úkraínskur þingmaður sagði á Facebook að rannsakendur myndu beina sjónum sínum að viðleitni leyniþjónusta Rússlands að „ganga frá þeim sem reyna að segja sannleikann um hvað sé að gerast í Rússlandi og Úkraínu“. Yfirmaður Mannréttindaráðs Rússlands sagði morðið vera „klára ögrun“ og sagði blóðuga glæpi vera orðna að venju í Úkraínu. Þá hefur RIA Novosti fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, eftir þingmanninum Yevgeny Revenko að Úkraína væri að verða „hið hættulegasta land“ fyrir blaðamenn. Reuters bendir á að blaðamaðurinn Pavel Sheremet frá Hvíta-Rússlandi var myrtur með bílasprengju í Kænugarði fyrir tveimur árum. Hann hafði gagnrýnt yfirvöld Hvíta-Rússlands harðlega og var vinur rússneska stjórnarandstæðingsins Boris Nemtsov. Nemtsov var skotinn til bana skammt frá forsetahöll Rússlands í Moskvu í febrúar 2015. Þá var fyrrverandi rússneski þingmaðurinn Denis Voronenkov skotinn til bana í Kænugarði í mars í fyrra. Hann hafði flúið frá Rússlandi árið 2016 og var mikill gagnrýnandi ríkisstjórnar Rússlands. Úkraína Rússland Tengdar fréttir Leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar dæmdur í fangelsi Alexei Navalní var handtekinn við mótmæli gegn Vladímír Pútín fyrr í þessum mánuði. 15. maí 2018 15:06 Segja Glushkov hafa verið myrtan í London Lögreglan í London hefur hafið morðrannsókn vegna dauða rússneska flóttamannsins Nikolai Glushkov, sem fannst látinn á heimili sínu í byrjun vikunnar. 16. mars 2018 16:29 Fjórða kjörtímabilið er hafið hjá Pútín Vladímír Pútín hefur sitt fjórða, mögulega síðasta, kjörtímabil á stóli Rússlandsforseta. Hefur gegnt embættinu í fjórtán ár sem verða tuttugu er kjörtímabilinu lýkur. Bandamenn Pútíns telja líklegt að hann muni með einhverjum 8. maí 2018 06:00 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Sjá meira
Rússneski blaðamaðurinn Arkady Babchenko var skotinn til bana í íbúð sinni í Kænugarði í Úkraínu í dag. Eiginkona hans fann hann í fjölbýlishúsi þeirra og var hann úrskurðaður látinn í sjúkrabíl á leið á sjúkrahús. Morðið er talið tengjast gagnrýni hans í garð yfirvalda í Rússlandi sem leiddi til þess að flúði til Úkraínu í fyrra. Þá sagði Babchenko að honum hafði verið hótað dauða og hann óttaðist að vera fangelsaður. Lögreglan segir hann hafa verið skotinn margsinnis í bakið og er talið að morðingi hans hafi beðið í stigaganginum í húsi þeirra og skotið Babchenko þegar hann var á leið út í búð. Babchenko hafði þjónað í her Rússlands og varð seinna einn af fremstu stríðsblaðamönnum Rússlands. Á undanförnum árum hafði hann verið mjög gagnrýninn á aðgerðir Rússlands í Úkraínu og Sýrlandi. Rússneski embættismenn höfðu fordæmt hann fyrir ummæli sín um loftárásir í Sýrlandi og árásir Rússa í garð Úkraínu. Þegar lögreglustjóri Kænugarðs var spurður út í mögulega ástæðu morðsins benti hann fyrst og fremst á störf hans og sagðist telja Babchenko hafa verið myrtan vegna þeirra. Babchenko skrifaði um hótanirnar í sinn garð í Guardian í fyrra. Þar segir hann að þingmenn hafi kallað eftir því að hann yrði fangelsaður og sviptur ríkisborgararétti sínum. Úkraínskur þingmaður sagði á Facebook að rannsakendur myndu beina sjónum sínum að viðleitni leyniþjónusta Rússlands að „ganga frá þeim sem reyna að segja sannleikann um hvað sé að gerast í Rússlandi og Úkraínu“. Yfirmaður Mannréttindaráðs Rússlands sagði morðið vera „klára ögrun“ og sagði blóðuga glæpi vera orðna að venju í Úkraínu. Þá hefur RIA Novosti fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, eftir þingmanninum Yevgeny Revenko að Úkraína væri að verða „hið hættulegasta land“ fyrir blaðamenn. Reuters bendir á að blaðamaðurinn Pavel Sheremet frá Hvíta-Rússlandi var myrtur með bílasprengju í Kænugarði fyrir tveimur árum. Hann hafði gagnrýnt yfirvöld Hvíta-Rússlands harðlega og var vinur rússneska stjórnarandstæðingsins Boris Nemtsov. Nemtsov var skotinn til bana skammt frá forsetahöll Rússlands í Moskvu í febrúar 2015. Þá var fyrrverandi rússneski þingmaðurinn Denis Voronenkov skotinn til bana í Kænugarði í mars í fyrra. Hann hafði flúið frá Rússlandi árið 2016 og var mikill gagnrýnandi ríkisstjórnar Rússlands.
Úkraína Rússland Tengdar fréttir Leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar dæmdur í fangelsi Alexei Navalní var handtekinn við mótmæli gegn Vladímír Pútín fyrr í þessum mánuði. 15. maí 2018 15:06 Segja Glushkov hafa verið myrtan í London Lögreglan í London hefur hafið morðrannsókn vegna dauða rússneska flóttamannsins Nikolai Glushkov, sem fannst látinn á heimili sínu í byrjun vikunnar. 16. mars 2018 16:29 Fjórða kjörtímabilið er hafið hjá Pútín Vladímír Pútín hefur sitt fjórða, mögulega síðasta, kjörtímabil á stóli Rússlandsforseta. Hefur gegnt embættinu í fjórtán ár sem verða tuttugu er kjörtímabilinu lýkur. Bandamenn Pútíns telja líklegt að hann muni með einhverjum 8. maí 2018 06:00 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Sjá meira
Leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar dæmdur í fangelsi Alexei Navalní var handtekinn við mótmæli gegn Vladímír Pútín fyrr í þessum mánuði. 15. maí 2018 15:06
Segja Glushkov hafa verið myrtan í London Lögreglan í London hefur hafið morðrannsókn vegna dauða rússneska flóttamannsins Nikolai Glushkov, sem fannst látinn á heimili sínu í byrjun vikunnar. 16. mars 2018 16:29
Fjórða kjörtímabilið er hafið hjá Pútín Vladímír Pútín hefur sitt fjórða, mögulega síðasta, kjörtímabil á stóli Rússlandsforseta. Hefur gegnt embættinu í fjórtán ár sem verða tuttugu er kjörtímabilinu lýkur. Bandamenn Pútíns telja líklegt að hann muni með einhverjum 8. maí 2018 06:00