Mannlegur harmleikur í Bláskógabyggð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. maí 2018 18:45 Ákvörðun verður tekin í kvöld um framboð manns sem skipar annað sætið á lista Nýs afls í Bláskógabyggð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí. Maðurinn gekk berserksgang með tveggja tonna gröfu við heimili sitt í gærkvöldi og sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglunnar þegar hann ók ofurölvi um vegi í uppsveitum Árnessýslu, sem endaði með bílveltu. Lögreglumenn hjá Lögreglunni á Suðurlandi fengu útkall um klukkan hálf sjö í gærkvöldi vegna ölvaðs manns í Biskipstungum í Bláskógabyggð, sem gekk berserksgang við heimilið sitt á tveggja tonna gröfu. Á leið sinni á vettvang mættu lögreglumenn manninum á bíl og voru honum gefin stöðvunarmerki en þeim sinnti hann ekki, heldur ók á undan lögreglu áleiðis eftir Skálholtsvegi.Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti við Árnes í Skeiða og Gnúpverjahreppi í gærkvöldi til að sækja hinn slasaða og flytja hann á sjúkrahús í Reykjavík.Mynd/Magnús Hlynur Hreiðarsson„Á Skálholtsvegi er reynt að komast fram fyrir hann til að þvinga hann til að stöðva en þá þvingar hann lögreglubílinn út af veginum og heldur för sinni áfram. Lögreglumenn fara þá áfram á eftir honum, það er aldrei einhver gríðarlegur hraði í þessu, en bílinn hjá viðkomandi er um allan veg,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi og bætir við. „Hann fer upp Þjórsárdalsveg og þá í ljósi aksturslags mannsins er tekin ákvörðun um að þvinga hann út af vegi til að stöðva hann. Það er gert og við það veltur bílinn hjá honum. Hann slasast eitthvað og er fluttur með þyrlu á sjúkrahús í Reykjavík. Oddur segir að maðurinn hafi verið á gjörgæslu í nótt en hafi verið útskrifaður á almenna deild í dag. Mikil hætta skapaðist í gærkvöldi. „Já, þegar það er farið að þvinga menn út af þá er alltaf ákveðin hætta,“ segir Oddur. Maðurinn sem um ræðir skipar annað sæti á lista Nýs afls í Bláskógabyggð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí. Jón Snæbjörnsson, oddviti listans hefur þetta um málið að segja. „Allt sem ég get sagt er að þetta er bara mannlegur harmleikur, þetta verður bara að ráðast.“En hvað heldur Jón að gerist á fundinum í kvöld? „Ég veit það ekki, ég veit ekki hvað ég get sagt, þetta er eitthvað sem við skoðum í sameiningu.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Berserkurinn í Biskupstungum í framboði Maðurinn sem gekk berserksgang á gröfu við heimili sitt í Biskupstungum í gær heitir Ingvar Örn Karlsson og er hann annar maður á lista Nýs afls í Bláskógabyggð. 14. maí 2018 14:45 Lögregla kölluð til vegna ölvaðs manns sem gekk berserksgang með tveggja tonna gröfu við heimili sitt Maðurinn lagði á flótta neyddist lögreglan til að stöðva för hans sem varð til þess að bíllinn hans valt. 13. maí 2018 20:57 Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Ákvörðun verður tekin í kvöld um framboð manns sem skipar annað sætið á lista Nýs afls í Bláskógabyggð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí. Maðurinn gekk berserksgang með tveggja tonna gröfu við heimili sitt í gærkvöldi og sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglunnar þegar hann ók ofurölvi um vegi í uppsveitum Árnessýslu, sem endaði með bílveltu. Lögreglumenn hjá Lögreglunni á Suðurlandi fengu útkall um klukkan hálf sjö í gærkvöldi vegna ölvaðs manns í Biskipstungum í Bláskógabyggð, sem gekk berserksgang við heimilið sitt á tveggja tonna gröfu. Á leið sinni á vettvang mættu lögreglumenn manninum á bíl og voru honum gefin stöðvunarmerki en þeim sinnti hann ekki, heldur ók á undan lögreglu áleiðis eftir Skálholtsvegi.Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti við Árnes í Skeiða og Gnúpverjahreppi í gærkvöldi til að sækja hinn slasaða og flytja hann á sjúkrahús í Reykjavík.Mynd/Magnús Hlynur Hreiðarsson„Á Skálholtsvegi er reynt að komast fram fyrir hann til að þvinga hann til að stöðva en þá þvingar hann lögreglubílinn út af veginum og heldur för sinni áfram. Lögreglumenn fara þá áfram á eftir honum, það er aldrei einhver gríðarlegur hraði í þessu, en bílinn hjá viðkomandi er um allan veg,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi og bætir við. „Hann fer upp Þjórsárdalsveg og þá í ljósi aksturslags mannsins er tekin ákvörðun um að þvinga hann út af vegi til að stöðva hann. Það er gert og við það veltur bílinn hjá honum. Hann slasast eitthvað og er fluttur með þyrlu á sjúkrahús í Reykjavík. Oddur segir að maðurinn hafi verið á gjörgæslu í nótt en hafi verið útskrifaður á almenna deild í dag. Mikil hætta skapaðist í gærkvöldi. „Já, þegar það er farið að þvinga menn út af þá er alltaf ákveðin hætta,“ segir Oddur. Maðurinn sem um ræðir skipar annað sæti á lista Nýs afls í Bláskógabyggð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí. Jón Snæbjörnsson, oddviti listans hefur þetta um málið að segja. „Allt sem ég get sagt er að þetta er bara mannlegur harmleikur, þetta verður bara að ráðast.“En hvað heldur Jón að gerist á fundinum í kvöld? „Ég veit það ekki, ég veit ekki hvað ég get sagt, þetta er eitthvað sem við skoðum í sameiningu.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Berserkurinn í Biskupstungum í framboði Maðurinn sem gekk berserksgang á gröfu við heimili sitt í Biskupstungum í gær heitir Ingvar Örn Karlsson og er hann annar maður á lista Nýs afls í Bláskógabyggð. 14. maí 2018 14:45 Lögregla kölluð til vegna ölvaðs manns sem gekk berserksgang með tveggja tonna gröfu við heimili sitt Maðurinn lagði á flótta neyddist lögreglan til að stöðva för hans sem varð til þess að bíllinn hans valt. 13. maí 2018 20:57 Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Berserkurinn í Biskupstungum í framboði Maðurinn sem gekk berserksgang á gröfu við heimili sitt í Biskupstungum í gær heitir Ingvar Örn Karlsson og er hann annar maður á lista Nýs afls í Bláskógabyggð. 14. maí 2018 14:45
Lögregla kölluð til vegna ölvaðs manns sem gekk berserksgang með tveggja tonna gröfu við heimili sitt Maðurinn lagði á flótta neyddist lögreglan til að stöðva för hans sem varð til þess að bíllinn hans valt. 13. maí 2018 20:57
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent