Höfum opið Orri Hauksson skrifar 17. maí 2018 07:00 Við viljum geta tengst netinu hvenær og hvar sem er. Ef okkur dettur í hug að koma myndefni til vina – eða verða okkur úti um sjónvarpsefni, upplýsingar eða tónlist – viljum að geta treyst á að komast samstundis í traust samband. Aðgangstækin okkar eru síminn, tölvan, sjónvarpið, úrið og alls konar búnaður. Á næstu árum munum við tala íslensku við tækin okkar. Þau munu auk þess sjálf eiga samskipti innbyrðis. Við erum þannig hreint ekki komin á neina endastöð þróunar, en erum þegar góðu vön. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum er Ísland nú með bestu tækniinnviði landa heims. Opinberir aðilar eiga hluta þeirra innviða sem lagðir eru í jörðu. Síðastliðna tvo áratugi hefur Reykjavíkurborg gegnum dótturfélög sín varið um 30 milljörðum á núvirði til að leggja ljósleiðara inn í hús á suðvesturhorninu. Nú eru að koma kosningar. Áhugavert er að vita skoðun frambjóðenda á því hvort megi opna þessar fjarskiptalagnir almennings. Það er skoðun undirritaðs að þessir innviðir ættu að vera opnir fyrir allar útgáfur af þjónustufyrirtækjum sem vilja keppa um hylli fólks fyrir stafrænar lausnir. Nú er staðan sú að þegar borgarfyrirtækið er beðið að opna á og leigja út þann óvirka aðgang að innviðum sem önnur sveitarfélaganet á Íslandi og í Evrópu veita, er komið að lokuðum dyrum. Einungis er veitt ein leið inn í kaplana, um þeirra eigin miðlægu heildaruppsetningu og endabúnað. Allt eða ekkert. Þessir afarkostir eru óvenjulegir og óhagkvæmir. Tvíverknaður, umhverfisrask og sóun eru meðal afleiðinganna. Lokunin heldur aftur af þróunarmöguleikum, sem opið fyrirkomulag leysir úr læðingi. Síminn á ekki kost á nýta þessa tugmilljarða fjárfestingu almennings á meðan þetta lokaða fyrirkomulag er við lýði. Í mörgum hverfum og bæjarfélögum kemur þetta ekki að sök, þar sem mun fleiri en Orkuveitan leggja fjarskiptanet og ljósleiðara á Íslandi. Hins vegar væri grátlegt að grafa aftur upp garða og götur þar sem þegar er búið að leggja. Það er vel hægt að nýta betur þær eignir, sem við eigum öll saman. Árið er 2018 – höfum opið.Höfundur er forstjóri Símans Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Við viljum geta tengst netinu hvenær og hvar sem er. Ef okkur dettur í hug að koma myndefni til vina – eða verða okkur úti um sjónvarpsefni, upplýsingar eða tónlist – viljum að geta treyst á að komast samstundis í traust samband. Aðgangstækin okkar eru síminn, tölvan, sjónvarpið, úrið og alls konar búnaður. Á næstu árum munum við tala íslensku við tækin okkar. Þau munu auk þess sjálf eiga samskipti innbyrðis. Við erum þannig hreint ekki komin á neina endastöð þróunar, en erum þegar góðu vön. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum er Ísland nú með bestu tækniinnviði landa heims. Opinberir aðilar eiga hluta þeirra innviða sem lagðir eru í jörðu. Síðastliðna tvo áratugi hefur Reykjavíkurborg gegnum dótturfélög sín varið um 30 milljörðum á núvirði til að leggja ljósleiðara inn í hús á suðvesturhorninu. Nú eru að koma kosningar. Áhugavert er að vita skoðun frambjóðenda á því hvort megi opna þessar fjarskiptalagnir almennings. Það er skoðun undirritaðs að þessir innviðir ættu að vera opnir fyrir allar útgáfur af þjónustufyrirtækjum sem vilja keppa um hylli fólks fyrir stafrænar lausnir. Nú er staðan sú að þegar borgarfyrirtækið er beðið að opna á og leigja út þann óvirka aðgang að innviðum sem önnur sveitarfélaganet á Íslandi og í Evrópu veita, er komið að lokuðum dyrum. Einungis er veitt ein leið inn í kaplana, um þeirra eigin miðlægu heildaruppsetningu og endabúnað. Allt eða ekkert. Þessir afarkostir eru óvenjulegir og óhagkvæmir. Tvíverknaður, umhverfisrask og sóun eru meðal afleiðinganna. Lokunin heldur aftur af þróunarmöguleikum, sem opið fyrirkomulag leysir úr læðingi. Síminn á ekki kost á nýta þessa tugmilljarða fjárfestingu almennings á meðan þetta lokaða fyrirkomulag er við lýði. Í mörgum hverfum og bæjarfélögum kemur þetta ekki að sök, þar sem mun fleiri en Orkuveitan leggja fjarskiptanet og ljósleiðara á Íslandi. Hins vegar væri grátlegt að grafa aftur upp garða og götur þar sem þegar er búið að leggja. Það er vel hægt að nýta betur þær eignir, sem við eigum öll saman. Árið er 2018 – höfum opið.Höfundur er forstjóri Símans
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar