Betra líf Sigurður Hannesson skrifar 17. maí 2018 07:00 Með auknum lífsgæðum lifir fólk lengur. Öldrun þjóða eykur eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu. Með fjórðu iðnbyltingunni opnast nýir möguleikar til þess að bæta líf okkar í gegnum líf- og heilbrigðistækni. Ísland á að taka þátt í þeirri þróun eins og önnur ríki. Í tengslum við opinbera heimsókn íslensku forsetahjónanna til Finnlands stóðu Samtök iðnaðarins ásamt sínum finnsku systursamtökum fyrir viðburði um líf- og heilbrigðistækni í Helsinki að viðstöddum forseta Íslands. Þar kynntu íslensk og finnsk fyrirtæki starfsemi sína og ræddu tækifærin sem framtíðin felur í sér ef rétt er á málum haldið. Samstarf Íslendinga og Finna á þessu sviði hefur verið gott í gegnum tíðina, meðal annars á sviði rannsókna. Með fjárfestingu í rannsóknum og þróun á þessu sviði og skilvirku umhverfi nýsköpunar verða til mikil verðmæti sem stuðla ekki einungis að betra lífi fólks með nýjum lausnum heldur að aukinni verðmætasköpun sem skilar sér í auknum lífsgæðum. Þannig verður hugvit drifkraftur framfara á 21. öldinni. Önnur ríki vilja taka þátt í þessari þróun og styðja við nýsköpun í líf- og heilbrigðistækni. Í atvinnustefnu breskra stjórnvalda sem nú er í mótun er lögð sérstök áhersla á að bregðast við öldrun þjóðarinnar, meðal annars með því að byggja upp þekkingu og fyrirtæki á sviði heilbrigðistækni. Norsk stjórnvöld hafa svipaðar áherslur. Atvinnustefna er skipulag og samhæfing aðgerða. Atvinnustefna fjallar ekki síst um það hvernig ríki geta skarað fram úr í samkeppni ríkja og á hvaða sviðum. Hér á landi vantar skýra atvinnustefnu sem yrði rauði þráðurinn í annarri stefnumótun, t.d. menntastefnu og nýsköpunarstefnu. Finnland er góð fyrirmynd. Með markvissri stefnumótun og skýrri sýn hafa Finnar náð miklum árangri á undanförnum áratugum á þessu sviði sem og öðrum. Með því að vinna markvisst að því að fjölga stoðum atvinnulífsins og þar með skapa aukin verðmæti hafa Finnar komist í fremstu röð. Íslendingar geta sannarlega lært af Finnum.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigurður Hannesson Mest lesið Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Með auknum lífsgæðum lifir fólk lengur. Öldrun þjóða eykur eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu. Með fjórðu iðnbyltingunni opnast nýir möguleikar til þess að bæta líf okkar í gegnum líf- og heilbrigðistækni. Ísland á að taka þátt í þeirri þróun eins og önnur ríki. Í tengslum við opinbera heimsókn íslensku forsetahjónanna til Finnlands stóðu Samtök iðnaðarins ásamt sínum finnsku systursamtökum fyrir viðburði um líf- og heilbrigðistækni í Helsinki að viðstöddum forseta Íslands. Þar kynntu íslensk og finnsk fyrirtæki starfsemi sína og ræddu tækifærin sem framtíðin felur í sér ef rétt er á málum haldið. Samstarf Íslendinga og Finna á þessu sviði hefur verið gott í gegnum tíðina, meðal annars á sviði rannsókna. Með fjárfestingu í rannsóknum og þróun á þessu sviði og skilvirku umhverfi nýsköpunar verða til mikil verðmæti sem stuðla ekki einungis að betra lífi fólks með nýjum lausnum heldur að aukinni verðmætasköpun sem skilar sér í auknum lífsgæðum. Þannig verður hugvit drifkraftur framfara á 21. öldinni. Önnur ríki vilja taka þátt í þessari þróun og styðja við nýsköpun í líf- og heilbrigðistækni. Í atvinnustefnu breskra stjórnvalda sem nú er í mótun er lögð sérstök áhersla á að bregðast við öldrun þjóðarinnar, meðal annars með því að byggja upp þekkingu og fyrirtæki á sviði heilbrigðistækni. Norsk stjórnvöld hafa svipaðar áherslur. Atvinnustefna er skipulag og samhæfing aðgerða. Atvinnustefna fjallar ekki síst um það hvernig ríki geta skarað fram úr í samkeppni ríkja og á hvaða sviðum. Hér á landi vantar skýra atvinnustefnu sem yrði rauði þráðurinn í annarri stefnumótun, t.d. menntastefnu og nýsköpunarstefnu. Finnland er góð fyrirmynd. Með markvissri stefnumótun og skýrri sýn hafa Finnar náð miklum árangri á undanförnum áratugum á þessu sviði sem og öðrum. Með því að vinna markvisst að því að fjölga stoðum atvinnulífsins og þar með skapa aukin verðmæti hafa Finnar komist í fremstu röð. Íslendingar geta sannarlega lært af Finnum.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun