Vítahringur heimilisleysis Valgerður Árnadóttir skrifar 17. maí 2018 19:02 Heimilisleysi í Reykjavík hefur tvöfaldast á fimm árum. Hér er ekki átt við þá sem búa í ótryggu húsnæði og flakkar milli vina og vandamanna. Yfir 350 manns í Reykjavík teljast heimlislaus. Talan er hærri því því hópur fólks er skráður með lögheimili þótt þau séu á vergangi. Fólk á götunni á ekki að vera ósýnilegt og við eigum ekki að láta eins og þau séu ekki til. Það eru grundvallar-mannréttindi að hafa skjól yfir höfuðið. Óttækt er að hér búi fólk á vergangi og í ótryggu húsnæði. Við verðum að bæta hér úr.Það þarf að opna heimili fyrir tvígreindar konur sem glíma við geðsjúkdóma og fíknivanda, bjóða upp á öruggt neyslurými fyrir fíkla og varanleg úrræði fyrir heimilislausa. Reynsla erlendis hefur sýnt að árangursríkasta leiðin til að leysa geð- og fíknivanda utangarðsfólks er að veita öruggt skjól og tækifæri til vinnu eða menntunar. Margir í þessum hópi velkjast inn og út af heilbrigðisstofnunum og fangelsum en þegar þau eru á bataleið og eru send út í heiminn þá er ekkert sem tekur við þeim. Það er ekki auðvelt að taka þátt í samfélaginu þegar allur tími og orka fer í að tryggja sér næturstað. Þetta er vítahringur sem ekki leysist af sjálfu sér. Ef ekkert er að gert þá mun vandinn halda áfram að vinda upp á sig. Sjálf kaus ég Besta flokkinn á sínum tíma því það var eitt af fáum kosningarloforðum þeirra að leysa vanda heimilislausra en það eru liðin 8 ár og vandinn hefur bara versnað. Píratar í Reykjavík komu á tveggja ára tilraunaverkefni “Housing first” árið 2016 með Velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Hugmyndafræði „Housing First“ er húsnæði fyrir utangarðsfólk án kvaða. Aðferðafræðin er í samræmi við stefnu okkar í velferðar- og forvarnamálum, en þar segir að þeir sem eigi hvergi höfði að halla skuli njóta þeirra mannréttinda að fá þak yfir höfuð án kvaða. Fyrst sýnum við fólki virðingu og samkennd því þannig sköpum við traust til næstu skrefa. Fólk gleymir því þegar það hrópar „Utangarðsmenn, hvað með fjölskyldufólk sem vantar húsnæði?” að eitt málefni útilokar ekki annað, húsnæðisvandi fjölskyldufólks er ekki leystur með þvi að hunsa utangarðsfólk. Það felst bæði samfélagslegur og efnahagslegur ávinningur af því að leysa vanda utangarðsfólks, það er dýrt að reka heilbrigðisstofnanir og fangelsi og öryggi fyrir utangarðsfólk þýðir einnig aukið öryggi fyrir fjölskyldur og samfélagið allt. Það er í forgangi hjá Pírötum að leysa húsnæðisvandann og byggja húsnæði á viðráðanlegu verði. Við viljum úthluta lóðum til óhagnaðardrifinna leigufélaga og stórbæta byggingareglugerðir svo unnt verði að byggja húsnæði á viðráðanlegu verði fyrir venjulegt fólk. Í velferðarsamfélagi á enginn að þurfa að búa við skort. Tími sérhagsmuna og græðgisgamma verður að enda.Höfundur skipar 5. sæti Pírata í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Valgerður Árnadóttir Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Heimilisleysi í Reykjavík hefur tvöfaldast á fimm árum. Hér er ekki átt við þá sem búa í ótryggu húsnæði og flakkar milli vina og vandamanna. Yfir 350 manns í Reykjavík teljast heimlislaus. Talan er hærri því því hópur fólks er skráður með lögheimili þótt þau séu á vergangi. Fólk á götunni á ekki að vera ósýnilegt og við eigum ekki að láta eins og þau séu ekki til. Það eru grundvallar-mannréttindi að hafa skjól yfir höfuðið. Óttækt er að hér búi fólk á vergangi og í ótryggu húsnæði. Við verðum að bæta hér úr.Það þarf að opna heimili fyrir tvígreindar konur sem glíma við geðsjúkdóma og fíknivanda, bjóða upp á öruggt neyslurými fyrir fíkla og varanleg úrræði fyrir heimilislausa. Reynsla erlendis hefur sýnt að árangursríkasta leiðin til að leysa geð- og fíknivanda utangarðsfólks er að veita öruggt skjól og tækifæri til vinnu eða menntunar. Margir í þessum hópi velkjast inn og út af heilbrigðisstofnunum og fangelsum en þegar þau eru á bataleið og eru send út í heiminn þá er ekkert sem tekur við þeim. Það er ekki auðvelt að taka þátt í samfélaginu þegar allur tími og orka fer í að tryggja sér næturstað. Þetta er vítahringur sem ekki leysist af sjálfu sér. Ef ekkert er að gert þá mun vandinn halda áfram að vinda upp á sig. Sjálf kaus ég Besta flokkinn á sínum tíma því það var eitt af fáum kosningarloforðum þeirra að leysa vanda heimilislausra en það eru liðin 8 ár og vandinn hefur bara versnað. Píratar í Reykjavík komu á tveggja ára tilraunaverkefni “Housing first” árið 2016 með Velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Hugmyndafræði „Housing First“ er húsnæði fyrir utangarðsfólk án kvaða. Aðferðafræðin er í samræmi við stefnu okkar í velferðar- og forvarnamálum, en þar segir að þeir sem eigi hvergi höfði að halla skuli njóta þeirra mannréttinda að fá þak yfir höfuð án kvaða. Fyrst sýnum við fólki virðingu og samkennd því þannig sköpum við traust til næstu skrefa. Fólk gleymir því þegar það hrópar „Utangarðsmenn, hvað með fjölskyldufólk sem vantar húsnæði?” að eitt málefni útilokar ekki annað, húsnæðisvandi fjölskyldufólks er ekki leystur með þvi að hunsa utangarðsfólk. Það felst bæði samfélagslegur og efnahagslegur ávinningur af því að leysa vanda utangarðsfólks, það er dýrt að reka heilbrigðisstofnanir og fangelsi og öryggi fyrir utangarðsfólk þýðir einnig aukið öryggi fyrir fjölskyldur og samfélagið allt. Það er í forgangi hjá Pírötum að leysa húsnæðisvandann og byggja húsnæði á viðráðanlegu verði. Við viljum úthluta lóðum til óhagnaðardrifinna leigufélaga og stórbæta byggingareglugerðir svo unnt verði að byggja húsnæði á viðráðanlegu verði fyrir venjulegt fólk. Í velferðarsamfélagi á enginn að þurfa að búa við skort. Tími sérhagsmuna og græðgisgamma verður að enda.Höfundur skipar 5. sæti Pírata í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun