Ekvador dregur úr öryggisgæslu vegna Assange Kjartan Kjartansson skrifar 18. maí 2018 10:33 Forseti Ekvadors hefur líkt Assange við steinvölum í skónum sínum. Ástralinn hefur dvalið í sendiráðinu í London frá árinu 2012. Vísir/AFP Forseti Ekvadors hefur gefið skipun um að viðbótaröryggisgæslu vegna veru Julians Assange, stofnanda Wikileaks, í sendiráði landsins í London verði hætt. Greint var frá því í vikunni að ríkisstjórn Ekvador hefði eytt milljónum dollara í öryggisgæslu fyrir Assange. Assange hefur hafst við í ekvadorska sendiráðinu í London í hátt í sex ár. Þangað leitaði hann upphaflega til að koma sér undan ákærum vegna kynferðisbrota í Svíþjóð. Eftir að sænskir saksóknarar létu málið niður falla hélt Assange áfram að dvelja í sendiráðinu til að forðast handtöku í Bretlandi. The Guardian greindi frá því í vikunni að ríkisstjórn Ekvadors hefði varið að minnsta kosti fimm milljónum dollara í ýmis konar öryggisgæslu fyrir Assange á laun frá árinu 2012. Alþjóðlegt öryggisfyrirtæki var ráðið og útsendarar þess gættu sendiráðsins allan sólahringinn og fylgdust með gestum. Á sama tíma hafði Assange hins vegar hakkað sig inn í fjarskiptakerfi sendiráðsins og gat fylgst með persónulegum og faglegum samskiptum starfsmanna sendiráðsins. Lenin Moreno, forseti Ekvadors, hefur nú ákveðið að öryggisgæslan við sendiráðið í London verði héðan í frá með hefðbundnu sniði, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hann hefur ekki verið eins handgenginn Assange og forverar hans í embætti. Þannig hefur Moreno lýst Ástralanum sem „steinvölu í skónum“. Sendiráðið lokaði fyrir aðgang Assange að netinu í mars vegna afskipta hans af stjórmálum og málefnum annarra ríkja á Twitter. Ekvador Suður-Ameríka Tengdar fréttir „Kominn tími til að þessi vesæli litli ormur komi úr sendiráðinu“ Aðstoðarutanríkisráðherra Bretlands sendir Julian Assange tóninn. 27. mars 2018 15:10 Assange njósnaði um gestgjafa sína sem greiddu fyrir að verja hann Stjórnvöld í Ekvador hafa eytt milljónum dollara í að vernda stofnanda Wikileaks. Á móti hakkaði hann sig inn í fjarskiptakerfi sendiráðsins í London. 15. maí 2018 16:52 Assange "meira en óþægindi“ fyrir ríkisstjórn Ekvadors Ríkisstjórn Ekvador reynir að losna við stofnanda Wikileaks úr sendiráði sínu í London en án þess þó að hann verði handtekinn og framseldur til Bandaríkjanna. 22. janúar 2018 19:34 Assange bauð röngum Hannity upplýsingar um Demókrata „Ég fékk samviskubit. Hann hélt í alvörunni að hann væri að tala við Sean Hannity.“ 30. janúar 2018 14:15 Assange ekki lengur með internetið Forráðamenn ekvadorska sendiráðsins í London hafa aftengt nettengingu Julian Assange, stofnanda Wikileaks, sem dvalið hefur í sendiráðinu undanfarin ár. 28. mars 2018 18:12 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Forseti Ekvadors hefur gefið skipun um að viðbótaröryggisgæslu vegna veru Julians Assange, stofnanda Wikileaks, í sendiráði landsins í London verði hætt. Greint var frá því í vikunni að ríkisstjórn Ekvador hefði eytt milljónum dollara í öryggisgæslu fyrir Assange. Assange hefur hafst við í ekvadorska sendiráðinu í London í hátt í sex ár. Þangað leitaði hann upphaflega til að koma sér undan ákærum vegna kynferðisbrota í Svíþjóð. Eftir að sænskir saksóknarar létu málið niður falla hélt Assange áfram að dvelja í sendiráðinu til að forðast handtöku í Bretlandi. The Guardian greindi frá því í vikunni að ríkisstjórn Ekvadors hefði varið að minnsta kosti fimm milljónum dollara í ýmis konar öryggisgæslu fyrir Assange á laun frá árinu 2012. Alþjóðlegt öryggisfyrirtæki var ráðið og útsendarar þess gættu sendiráðsins allan sólahringinn og fylgdust með gestum. Á sama tíma hafði Assange hins vegar hakkað sig inn í fjarskiptakerfi sendiráðsins og gat fylgst með persónulegum og faglegum samskiptum starfsmanna sendiráðsins. Lenin Moreno, forseti Ekvadors, hefur nú ákveðið að öryggisgæslan við sendiráðið í London verði héðan í frá með hefðbundnu sniði, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hann hefur ekki verið eins handgenginn Assange og forverar hans í embætti. Þannig hefur Moreno lýst Ástralanum sem „steinvölu í skónum“. Sendiráðið lokaði fyrir aðgang Assange að netinu í mars vegna afskipta hans af stjórmálum og málefnum annarra ríkja á Twitter.
Ekvador Suður-Ameríka Tengdar fréttir „Kominn tími til að þessi vesæli litli ormur komi úr sendiráðinu“ Aðstoðarutanríkisráðherra Bretlands sendir Julian Assange tóninn. 27. mars 2018 15:10 Assange njósnaði um gestgjafa sína sem greiddu fyrir að verja hann Stjórnvöld í Ekvador hafa eytt milljónum dollara í að vernda stofnanda Wikileaks. Á móti hakkaði hann sig inn í fjarskiptakerfi sendiráðsins í London. 15. maí 2018 16:52 Assange "meira en óþægindi“ fyrir ríkisstjórn Ekvadors Ríkisstjórn Ekvador reynir að losna við stofnanda Wikileaks úr sendiráði sínu í London en án þess þó að hann verði handtekinn og framseldur til Bandaríkjanna. 22. janúar 2018 19:34 Assange bauð röngum Hannity upplýsingar um Demókrata „Ég fékk samviskubit. Hann hélt í alvörunni að hann væri að tala við Sean Hannity.“ 30. janúar 2018 14:15 Assange ekki lengur með internetið Forráðamenn ekvadorska sendiráðsins í London hafa aftengt nettengingu Julian Assange, stofnanda Wikileaks, sem dvalið hefur í sendiráðinu undanfarin ár. 28. mars 2018 18:12 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
„Kominn tími til að þessi vesæli litli ormur komi úr sendiráðinu“ Aðstoðarutanríkisráðherra Bretlands sendir Julian Assange tóninn. 27. mars 2018 15:10
Assange njósnaði um gestgjafa sína sem greiddu fyrir að verja hann Stjórnvöld í Ekvador hafa eytt milljónum dollara í að vernda stofnanda Wikileaks. Á móti hakkaði hann sig inn í fjarskiptakerfi sendiráðsins í London. 15. maí 2018 16:52
Assange "meira en óþægindi“ fyrir ríkisstjórn Ekvadors Ríkisstjórn Ekvador reynir að losna við stofnanda Wikileaks úr sendiráði sínu í London en án þess þó að hann verði handtekinn og framseldur til Bandaríkjanna. 22. janúar 2018 19:34
Assange bauð röngum Hannity upplýsingar um Demókrata „Ég fékk samviskubit. Hann hélt í alvörunni að hann væri að tala við Sean Hannity.“ 30. janúar 2018 14:15
Assange ekki lengur með internetið Forráðamenn ekvadorska sendiráðsins í London hafa aftengt nettengingu Julian Assange, stofnanda Wikileaks, sem dvalið hefur í sendiráðinu undanfarin ár. 28. mars 2018 18:12