Boðar skæruverkföll sem munu bíta fast Sigurður Mikael Jónsson skrifar 2. maí 2018 06:00 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, boðar nýja nálgun og aðferðir í komandi baráttu. Vísir/Sigtryggur „Við sendum smærri hópa í verkföll á fullum launum fyrir fjármagnstekjur af sjóðunum okkar og við munum gera það þar sem það bítur mest,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í 1. maí ræðu sinni í gær, á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins. Verkalýðsforingjar um land allt kynntu baráttumál sín og boðuðu hörð átök í komandi kjarasamningum. Formaður stærsta verkalýðsfélags landsins, Ragnar Þór, boðar baráttu sem ekki hefur sést í áratugi. Í félagi við Eflingu, Verkalýðsfélag Akraness og Framsýn verði teiknaður upp samfélagssáttmáli til þriggja til fjögurra ára. En sú sátt verði stjórnvöldum og atvinnulífinu ekki gefins. Ragnar Þór boðar skærur, kerfisbundin verkföll minni hópa í stað úreltra allsherjarverkfalla. „Það þarf að loka stofnunum ef þær eru ekki ræstar í þrjá daga. Það er hægt að loka uppskipun með því einu að senda nokkra tugi manns í verkfall á fullum launum. Það eru fleiri en flugmenn og flugvirkjar sem geta lamað hér flugsamgöngur,“ sagði Ragnar Þór vígreifur. Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, ávarpaði baráttufund verkalýðsfélaga í Reykjanesbæ, þar sem hún talaði fyrir styttri vinnuviku, útrýmingu kynbundins launamunar og að samtök launafólks tækju afstöðu gegn auknum ójöfnuði. Elín Björg sagði einnig að þolinmæði gagnvart ofurlaunum væri þrotin og gagnrýndi hræsnina sem felist í því að alltaf skuli vera hægt að hækka hæstu laun stjórnenda meðan svigrúm til að hækka lægstu launin finnist aldrei.Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM.Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, tók undir með styttingu vinnuvikunnar í ræðu sinni á Ingólfstorgi í gær en lagði áherslu á kjör kvennastétta. Barátta ljósmæðra undanfarið hefur verið hörð og sagði Þórunn almenning forviða á deilunni. „Við viljum að kvennastéttunum sem bera uppi menntun og heilbrigði landsmanna séu greidd laun sem endurspegla raunverulegt virði starfanna. Þjóðarátak til að lyfta kvennastéttum kann að vera það eina sem dugar í stöðunni.“ Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, varaði við því að horfið yrði aftur til gömlu byltingaleiðarinnar sem sögulega hefði leitt kjarabaráttuna í ógöngur. Í ávarpi sínu talaði Gylfi fyrir umbótaleiðinni sem unnið hefði verið eftir frá tíunda áratug síðustu aldar. „Gömlu aðferðirnar voru ekki að skila neinum varanlegum árangri,“ sagði Gylfi og sagði lífskjör Íslendinga hafa batnað umtalsvert meira á seinna tímabilinu. Hins vegar hafi stjórnvöld stolið þeim árangri af þeim lægst launuðu. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Formaður VR: Blekkingarleikur að tala um góðæri og fordæmalausan kaupmátt Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, flutti ræðu á útifundi nú fyrir skömmu eftir kröfugöngu í tilefni verkalýðsdagsins. Hann sagði okkur hafa brugðist sem samfélag á mörgum stöðum. 1. maí 2018 14:45 Segir almenning fylgjast forviða með kjaradeilu ljósmæðra við ríkið Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, gerði meðal annars kjör kvennastéttu og styttingu vinnuvikunnar að umtalsefni í ræðu sinni sem hún flutti á baráttufundi á Ingólfstorgi í dag í tilefni 1. maí. 1. maí 2018 15:17 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Sjá meira
„Við sendum smærri hópa í verkföll á fullum launum fyrir fjármagnstekjur af sjóðunum okkar og við munum gera það þar sem það bítur mest,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í 1. maí ræðu sinni í gær, á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins. Verkalýðsforingjar um land allt kynntu baráttumál sín og boðuðu hörð átök í komandi kjarasamningum. Formaður stærsta verkalýðsfélags landsins, Ragnar Þór, boðar baráttu sem ekki hefur sést í áratugi. Í félagi við Eflingu, Verkalýðsfélag Akraness og Framsýn verði teiknaður upp samfélagssáttmáli til þriggja til fjögurra ára. En sú sátt verði stjórnvöldum og atvinnulífinu ekki gefins. Ragnar Þór boðar skærur, kerfisbundin verkföll minni hópa í stað úreltra allsherjarverkfalla. „Það þarf að loka stofnunum ef þær eru ekki ræstar í þrjá daga. Það er hægt að loka uppskipun með því einu að senda nokkra tugi manns í verkfall á fullum launum. Það eru fleiri en flugmenn og flugvirkjar sem geta lamað hér flugsamgöngur,“ sagði Ragnar Þór vígreifur. Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, ávarpaði baráttufund verkalýðsfélaga í Reykjanesbæ, þar sem hún talaði fyrir styttri vinnuviku, útrýmingu kynbundins launamunar og að samtök launafólks tækju afstöðu gegn auknum ójöfnuði. Elín Björg sagði einnig að þolinmæði gagnvart ofurlaunum væri þrotin og gagnrýndi hræsnina sem felist í því að alltaf skuli vera hægt að hækka hæstu laun stjórnenda meðan svigrúm til að hækka lægstu launin finnist aldrei.Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM.Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, tók undir með styttingu vinnuvikunnar í ræðu sinni á Ingólfstorgi í gær en lagði áherslu á kjör kvennastétta. Barátta ljósmæðra undanfarið hefur verið hörð og sagði Þórunn almenning forviða á deilunni. „Við viljum að kvennastéttunum sem bera uppi menntun og heilbrigði landsmanna séu greidd laun sem endurspegla raunverulegt virði starfanna. Þjóðarátak til að lyfta kvennastéttum kann að vera það eina sem dugar í stöðunni.“ Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, varaði við því að horfið yrði aftur til gömlu byltingaleiðarinnar sem sögulega hefði leitt kjarabaráttuna í ógöngur. Í ávarpi sínu talaði Gylfi fyrir umbótaleiðinni sem unnið hefði verið eftir frá tíunda áratug síðustu aldar. „Gömlu aðferðirnar voru ekki að skila neinum varanlegum árangri,“ sagði Gylfi og sagði lífskjör Íslendinga hafa batnað umtalsvert meira á seinna tímabilinu. Hins vegar hafi stjórnvöld stolið þeim árangri af þeim lægst launuðu.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Formaður VR: Blekkingarleikur að tala um góðæri og fordæmalausan kaupmátt Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, flutti ræðu á útifundi nú fyrir skömmu eftir kröfugöngu í tilefni verkalýðsdagsins. Hann sagði okkur hafa brugðist sem samfélag á mörgum stöðum. 1. maí 2018 14:45 Segir almenning fylgjast forviða með kjaradeilu ljósmæðra við ríkið Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, gerði meðal annars kjör kvennastéttu og styttingu vinnuvikunnar að umtalsefni í ræðu sinni sem hún flutti á baráttufundi á Ingólfstorgi í dag í tilefni 1. maí. 1. maí 2018 15:17 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Sjá meira
Formaður VR: Blekkingarleikur að tala um góðæri og fordæmalausan kaupmátt Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, flutti ræðu á útifundi nú fyrir skömmu eftir kröfugöngu í tilefni verkalýðsdagsins. Hann sagði okkur hafa brugðist sem samfélag á mörgum stöðum. 1. maí 2018 14:45
Segir almenning fylgjast forviða með kjaradeilu ljósmæðra við ríkið Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, gerði meðal annars kjör kvennastéttu og styttingu vinnuvikunnar að umtalsefni í ræðu sinni sem hún flutti á baráttufundi á Ingólfstorgi í dag í tilefni 1. maí. 1. maí 2018 15:17
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?