Skattar og jöfnuður Oddný G. Harðardóttir skrifar 3. maí 2018 07:00 Í stefnu stjórnmálaflokka í efnahags- og skattamálum má venjulega sjá hvað einkennir viðkomandi flokka og með því að rýna í þá stefnu má staðsetja stjórnmálaflokka á hinum pólitíska ási. Jafnaðarmenn vilja dreifa byrðum og jafna tekjur en hægri menn styðja auðsöfnun fárra. Við í Samfylkingunni viljum að tekjuskattur sé þrepaskiptur og gegni því tvíþætta hlutverki að vera tekjustofn fyrir ríkissjóð og stuðla að tekjujöfnun. Við viljum endurskoða bilin milli skattþrepa, fjölga skattþrepunum og tryggja sanngjarnt framlag tekjuhærri hópa og stóreignafólks til samfélagsins í gegnum skattkerfið. Við jafnaðarmenn viljum auka vægi barna- og húsnæðisbóta sem auk persónuafsláttarins eru mikilvægustu jöfnunartækin sem stjórnvöld geta beitt. Við viljum að heilbrigðisþjónustan verði öllum aðgengileg og ókeypis og á leiðinni að því marki verði gjaldtaka af notendum velferðarþjónustunnar aldrei til þess að mismuna fólki eða hindra að nokkur manneskja geti nýtt sér þjónustuna. Gjaldtakan nú er mun hærri á Íslandi en í nágrannalöndum okkar og er eitt form skattheimtu sem eykur ójöfnuð og dregur úr þrótti samfélagsins og almennri hagsæld.Stefna ríkisstjórnarinnar Skattastefna ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er því miður langt frá þeirri leið sem við jafnaðarmenn viljum fara. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára er talað um einfaldara skattkerfi og skattalækkanir rétt eins og Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf gert. Þak er sett á barnabætur og boðað að þær verði styrkur til fátækra en ekki leið til að jafna stöðu barnafólks við hina sem ekki eru með börn á framfæri. Fjölskyldum sem njóta barnabóta hefur fækkað um rúmlega 12 þúsund frá árinu 2013, þegar hægri menn komust aftur til valda. Á Norðurlöndum, og reyndar víða í Evrópu, hefur ríkt mikil sátt um gildi stuðnings við barnafjölskyldur en hér á landi hefur verið dregið úr vægi barnabóta jafnt og þétt. Þeirri stefnu Sjálfstæðisflokksins á að halda áfram. Barnabætur byrja að skerðast langt undir lágmarkslaunum samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Sama er uppi á teningnum hvað önnur klassísk mál jafnaðarmanna varðar. Hvergi er að sjá í fjármálaáætluninni að gert sé ráð fyrir fjármagni í lengra fæðingarorlof sem þó er talað um í stjórnarsáttmálanum. Draga á úr húsnæðisstuðningi og ekkert er nefnt í húsnæðismálum sem tekur á þeim stóra vanda sem snýr að efnahag en ekki síður að velferð fólksins sem á í erfiðleikum með að eignast eigið heimili. Svar við ákalli Verkalýðshreyfingin og stéttarfélögin hafa sett fram kröfur um byggingu fleiri almennra íbúða og betri húsnæðisstuðning við leigjendur, öflugra vaxtabótakerfi sem fleiri fá að njóta og stórauknar barnabætur og fæðingarorlof. Svar ríkisstjórnarinnar er alltaf hið sama við þessu ákalli: Samtal. Samtal um skattkerfið og samspil við bótakerfin. Samtal en ekki aðgerðir til að auka jöfnuð og hagsæld. Forystumenn ríkisstjórnarinnar velta vöngum um hvaðan ójöfnuðurinn kunni að spretta, þegar staðreyndirnar blasa við. Ríkustu 200 fjölskyldurnar hér á landi auka hratt við eignir sínar á meðan þær fátækustu eru í stórkostlegum vanda. Lausnin fundin Forsætisráðherrann velti því fyrir sér á ársfundi Seðlabanka Íslands sem haldinn var á dögunum hvaðan ójöfnuðurinn sprytti og hvernig ætti að taka á honum. Rétt eins og að það hafi vafist fyrir Vinstri grænum hingað til og að lausnina sé að finna í samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn!Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í stefnu stjórnmálaflokka í efnahags- og skattamálum má venjulega sjá hvað einkennir viðkomandi flokka og með því að rýna í þá stefnu má staðsetja stjórnmálaflokka á hinum pólitíska ási. Jafnaðarmenn vilja dreifa byrðum og jafna tekjur en hægri menn styðja auðsöfnun fárra. Við í Samfylkingunni viljum að tekjuskattur sé þrepaskiptur og gegni því tvíþætta hlutverki að vera tekjustofn fyrir ríkissjóð og stuðla að tekjujöfnun. Við viljum endurskoða bilin milli skattþrepa, fjölga skattþrepunum og tryggja sanngjarnt framlag tekjuhærri hópa og stóreignafólks til samfélagsins í gegnum skattkerfið. Við jafnaðarmenn viljum auka vægi barna- og húsnæðisbóta sem auk persónuafsláttarins eru mikilvægustu jöfnunartækin sem stjórnvöld geta beitt. Við viljum að heilbrigðisþjónustan verði öllum aðgengileg og ókeypis og á leiðinni að því marki verði gjaldtaka af notendum velferðarþjónustunnar aldrei til þess að mismuna fólki eða hindra að nokkur manneskja geti nýtt sér þjónustuna. Gjaldtakan nú er mun hærri á Íslandi en í nágrannalöndum okkar og er eitt form skattheimtu sem eykur ójöfnuð og dregur úr þrótti samfélagsins og almennri hagsæld.Stefna ríkisstjórnarinnar Skattastefna ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er því miður langt frá þeirri leið sem við jafnaðarmenn viljum fara. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára er talað um einfaldara skattkerfi og skattalækkanir rétt eins og Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf gert. Þak er sett á barnabætur og boðað að þær verði styrkur til fátækra en ekki leið til að jafna stöðu barnafólks við hina sem ekki eru með börn á framfæri. Fjölskyldum sem njóta barnabóta hefur fækkað um rúmlega 12 þúsund frá árinu 2013, þegar hægri menn komust aftur til valda. Á Norðurlöndum, og reyndar víða í Evrópu, hefur ríkt mikil sátt um gildi stuðnings við barnafjölskyldur en hér á landi hefur verið dregið úr vægi barnabóta jafnt og þétt. Þeirri stefnu Sjálfstæðisflokksins á að halda áfram. Barnabætur byrja að skerðast langt undir lágmarkslaunum samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Sama er uppi á teningnum hvað önnur klassísk mál jafnaðarmanna varðar. Hvergi er að sjá í fjármálaáætluninni að gert sé ráð fyrir fjármagni í lengra fæðingarorlof sem þó er talað um í stjórnarsáttmálanum. Draga á úr húsnæðisstuðningi og ekkert er nefnt í húsnæðismálum sem tekur á þeim stóra vanda sem snýr að efnahag en ekki síður að velferð fólksins sem á í erfiðleikum með að eignast eigið heimili. Svar við ákalli Verkalýðshreyfingin og stéttarfélögin hafa sett fram kröfur um byggingu fleiri almennra íbúða og betri húsnæðisstuðning við leigjendur, öflugra vaxtabótakerfi sem fleiri fá að njóta og stórauknar barnabætur og fæðingarorlof. Svar ríkisstjórnarinnar er alltaf hið sama við þessu ákalli: Samtal. Samtal um skattkerfið og samspil við bótakerfin. Samtal en ekki aðgerðir til að auka jöfnuð og hagsæld. Forystumenn ríkisstjórnarinnar velta vöngum um hvaðan ójöfnuðurinn kunni að spretta, þegar staðreyndirnar blasa við. Ríkustu 200 fjölskyldurnar hér á landi auka hratt við eignir sínar á meðan þær fátækustu eru í stórkostlegum vanda. Lausnin fundin Forsætisráðherrann velti því fyrir sér á ársfundi Seðlabanka Íslands sem haldinn var á dögunum hvaðan ójöfnuðurinn sprytti og hvernig ætti að taka á honum. Rétt eins og að það hafi vafist fyrir Vinstri grænum hingað til og að lausnina sé að finna í samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn!Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingarinnar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun