Skattar og jöfnuður Oddný G. Harðardóttir skrifar 3. maí 2018 07:00 Í stefnu stjórnmálaflokka í efnahags- og skattamálum má venjulega sjá hvað einkennir viðkomandi flokka og með því að rýna í þá stefnu má staðsetja stjórnmálaflokka á hinum pólitíska ási. Jafnaðarmenn vilja dreifa byrðum og jafna tekjur en hægri menn styðja auðsöfnun fárra. Við í Samfylkingunni viljum að tekjuskattur sé þrepaskiptur og gegni því tvíþætta hlutverki að vera tekjustofn fyrir ríkissjóð og stuðla að tekjujöfnun. Við viljum endurskoða bilin milli skattþrepa, fjölga skattþrepunum og tryggja sanngjarnt framlag tekjuhærri hópa og stóreignafólks til samfélagsins í gegnum skattkerfið. Við jafnaðarmenn viljum auka vægi barna- og húsnæðisbóta sem auk persónuafsláttarins eru mikilvægustu jöfnunartækin sem stjórnvöld geta beitt. Við viljum að heilbrigðisþjónustan verði öllum aðgengileg og ókeypis og á leiðinni að því marki verði gjaldtaka af notendum velferðarþjónustunnar aldrei til þess að mismuna fólki eða hindra að nokkur manneskja geti nýtt sér þjónustuna. Gjaldtakan nú er mun hærri á Íslandi en í nágrannalöndum okkar og er eitt form skattheimtu sem eykur ójöfnuð og dregur úr þrótti samfélagsins og almennri hagsæld.Stefna ríkisstjórnarinnar Skattastefna ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er því miður langt frá þeirri leið sem við jafnaðarmenn viljum fara. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára er talað um einfaldara skattkerfi og skattalækkanir rétt eins og Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf gert. Þak er sett á barnabætur og boðað að þær verði styrkur til fátækra en ekki leið til að jafna stöðu barnafólks við hina sem ekki eru með börn á framfæri. Fjölskyldum sem njóta barnabóta hefur fækkað um rúmlega 12 þúsund frá árinu 2013, þegar hægri menn komust aftur til valda. Á Norðurlöndum, og reyndar víða í Evrópu, hefur ríkt mikil sátt um gildi stuðnings við barnafjölskyldur en hér á landi hefur verið dregið úr vægi barnabóta jafnt og þétt. Þeirri stefnu Sjálfstæðisflokksins á að halda áfram. Barnabætur byrja að skerðast langt undir lágmarkslaunum samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Sama er uppi á teningnum hvað önnur klassísk mál jafnaðarmanna varðar. Hvergi er að sjá í fjármálaáætluninni að gert sé ráð fyrir fjármagni í lengra fæðingarorlof sem þó er talað um í stjórnarsáttmálanum. Draga á úr húsnæðisstuðningi og ekkert er nefnt í húsnæðismálum sem tekur á þeim stóra vanda sem snýr að efnahag en ekki síður að velferð fólksins sem á í erfiðleikum með að eignast eigið heimili. Svar við ákalli Verkalýðshreyfingin og stéttarfélögin hafa sett fram kröfur um byggingu fleiri almennra íbúða og betri húsnæðisstuðning við leigjendur, öflugra vaxtabótakerfi sem fleiri fá að njóta og stórauknar barnabætur og fæðingarorlof. Svar ríkisstjórnarinnar er alltaf hið sama við þessu ákalli: Samtal. Samtal um skattkerfið og samspil við bótakerfin. Samtal en ekki aðgerðir til að auka jöfnuð og hagsæld. Forystumenn ríkisstjórnarinnar velta vöngum um hvaðan ójöfnuðurinn kunni að spretta, þegar staðreyndirnar blasa við. Ríkustu 200 fjölskyldurnar hér á landi auka hratt við eignir sínar á meðan þær fátækustu eru í stórkostlegum vanda. Lausnin fundin Forsætisráðherrann velti því fyrir sér á ársfundi Seðlabanka Íslands sem haldinn var á dögunum hvaðan ójöfnuðurinn sprytti og hvernig ætti að taka á honum. Rétt eins og að það hafi vafist fyrir Vinstri grænum hingað til og að lausnina sé að finna í samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn!Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Sjá meira
Í stefnu stjórnmálaflokka í efnahags- og skattamálum má venjulega sjá hvað einkennir viðkomandi flokka og með því að rýna í þá stefnu má staðsetja stjórnmálaflokka á hinum pólitíska ási. Jafnaðarmenn vilja dreifa byrðum og jafna tekjur en hægri menn styðja auðsöfnun fárra. Við í Samfylkingunni viljum að tekjuskattur sé þrepaskiptur og gegni því tvíþætta hlutverki að vera tekjustofn fyrir ríkissjóð og stuðla að tekjujöfnun. Við viljum endurskoða bilin milli skattþrepa, fjölga skattþrepunum og tryggja sanngjarnt framlag tekjuhærri hópa og stóreignafólks til samfélagsins í gegnum skattkerfið. Við jafnaðarmenn viljum auka vægi barna- og húsnæðisbóta sem auk persónuafsláttarins eru mikilvægustu jöfnunartækin sem stjórnvöld geta beitt. Við viljum að heilbrigðisþjónustan verði öllum aðgengileg og ókeypis og á leiðinni að því marki verði gjaldtaka af notendum velferðarþjónustunnar aldrei til þess að mismuna fólki eða hindra að nokkur manneskja geti nýtt sér þjónustuna. Gjaldtakan nú er mun hærri á Íslandi en í nágrannalöndum okkar og er eitt form skattheimtu sem eykur ójöfnuð og dregur úr þrótti samfélagsins og almennri hagsæld.Stefna ríkisstjórnarinnar Skattastefna ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er því miður langt frá þeirri leið sem við jafnaðarmenn viljum fara. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára er talað um einfaldara skattkerfi og skattalækkanir rétt eins og Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf gert. Þak er sett á barnabætur og boðað að þær verði styrkur til fátækra en ekki leið til að jafna stöðu barnafólks við hina sem ekki eru með börn á framfæri. Fjölskyldum sem njóta barnabóta hefur fækkað um rúmlega 12 þúsund frá árinu 2013, þegar hægri menn komust aftur til valda. Á Norðurlöndum, og reyndar víða í Evrópu, hefur ríkt mikil sátt um gildi stuðnings við barnafjölskyldur en hér á landi hefur verið dregið úr vægi barnabóta jafnt og þétt. Þeirri stefnu Sjálfstæðisflokksins á að halda áfram. Barnabætur byrja að skerðast langt undir lágmarkslaunum samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Sama er uppi á teningnum hvað önnur klassísk mál jafnaðarmanna varðar. Hvergi er að sjá í fjármálaáætluninni að gert sé ráð fyrir fjármagni í lengra fæðingarorlof sem þó er talað um í stjórnarsáttmálanum. Draga á úr húsnæðisstuðningi og ekkert er nefnt í húsnæðismálum sem tekur á þeim stóra vanda sem snýr að efnahag en ekki síður að velferð fólksins sem á í erfiðleikum með að eignast eigið heimili. Svar við ákalli Verkalýðshreyfingin og stéttarfélögin hafa sett fram kröfur um byggingu fleiri almennra íbúða og betri húsnæðisstuðning við leigjendur, öflugra vaxtabótakerfi sem fleiri fá að njóta og stórauknar barnabætur og fæðingarorlof. Svar ríkisstjórnarinnar er alltaf hið sama við þessu ákalli: Samtal. Samtal um skattkerfið og samspil við bótakerfin. Samtal en ekki aðgerðir til að auka jöfnuð og hagsæld. Forystumenn ríkisstjórnarinnar velta vöngum um hvaðan ójöfnuðurinn kunni að spretta, þegar staðreyndirnar blasa við. Ríkustu 200 fjölskyldurnar hér á landi auka hratt við eignir sínar á meðan þær fátækustu eru í stórkostlegum vanda. Lausnin fundin Forsætisráðherrann velti því fyrir sér á ársfundi Seðlabanka Íslands sem haldinn var á dögunum hvaðan ójöfnuðurinn sprytti og hvernig ætti að taka á honum. Rétt eins og að það hafi vafist fyrir Vinstri grænum hingað til og að lausnina sé að finna í samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn!Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingarinnar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar