Skrefið áfram í umhverfismálum Kristinn Logi Auðunsson skrifar 3. maí 2018 06:15 Sem Íslendingur í námi, tengdu umhverfi, auðlyndum og nýtingu þeirra, í Bandaríkjunum, er fátt skemmtilegra en að vera spurður af samnemendum mínum út í umhverfismál hér á landi. Klassísk spurning er til dæmis hvað hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa sé á Íslandi, viðbrögðin, þegar ég svara að það sé u.þ.b. 99.9%, keyra svo duglega upp í mér föðurlandshrokann. En þó að við séum nógu framarlega í umhverfismálum til að ég geti montað mig af því af og til, er helling sem gera mætti mun betur. Það stærsta sem ég trúi að þurfi að gerast í umhverfismálum hér á landi, er grundavallar hugarfarsbreyting. Eftir að hafa búið í vesturríkjum Bandaríkjana í tvo vetur, hef ég tekið eftir því að hugarfar flestra í umhverfismálum, hérlendis, þótt ótrúlegt megi virðast, er töluvert öflugra heldur en stórs hluta Íslendinga. Þetta gæti haft mikið með það að gera, hve lítið hinn venjulegi Íslendingur finni fyrir áhrifum loftlagsbreytinga og annara afleiðinga neyslusamfélagsins, og erfitt sé að fá fólk til að breyta hegðunn sinni vegna einhvers sem er utan reynslu þeirra. Þökk heppilegrar legu landsins og náttúruskilyrða, þurfa Íslendingar lítið að hafa áhyggjur af þurrkum, skógareldum, og uppskerubrest, sem hrjáir stóra hluta heimsins. En þeir kunningjar mínir hér sem hafa, til dæmis, alist upp við þurrka Kaliforníu, eða skógarelda Colorado eru mun meðvitaðari um umhverfismál. Því má segja að það sé ákveðið lúxusvandamál fólgið í heppni íslendinga. Á dögunum hlýddi ég á stefnuræðu fyrrverandi forsætisráðherra, Sigmundar Davíðs, á landsfundi Miðflokksins. Þar talaði hann fyrir breyttri hugsun í umhverfismálun, lausnamiðaðri en ekki kerfismiðaðri. Hann tók sem dæmi að nýta þyrfti taupoka 173 sinnum til þess að umhverfisvænna væri að nýta hann heldur enn plastpoka. Því væri lausnin ekki fólgin í að banna notkun plastpoka, heldur fara hinn gullna milliveg. Ég tel þó að lausnin sé ekki að finna leiðir til þess að hægt sé að halda áfram núverandi hugarfari, skammtímahugsunar og neysluhyggju, sem byggð er á neyslu einnota og lífsskammra vara. Þvert á móti þurfum við að gangast undir alsherjar hugarfarsbreytingu. Ekki þarf að líta langt aftur í tímann til að sjá að Íslendingar hafa almennt nýtt flesta hluti til hins ýtrasta, og hugsað um hvað við eyðum fjármagni í út frá nytsemi. Til að mynda notaði langamma mín sama burðarpokann til innkaupa á meðan ég man eftir mér. Þótt við lifum við allt aðrar efnahagsaðstæður í dag, en þegar hún var að alast upp, og eigum efnahagslega séð efni á að hugsa öðruvís, þá eigum við lífeðlislega ekki efni á þeirri neyslu sem við stundum. Ef allar þjóðir myndu ganga á auðlyndir og farmleiðslu jarðarinna jafnt og við Íslendingar, myndi jörðin þrufa að vera 6.5 sinnum afkastameiri. Við þurfum að nýta tæki og tól lengur, hætta þeim vana að nýta einnota hluti og almennt hugsa betur um það hvað við þurfum og þurfum ekki. Það er ekki aðeins umhverfisvænna, heldur einnig hagkvæmara. Það getur oft verið erfitt að sjá fyrir sér afleiðingar aðgerða sinna á Íslandi, þar sem við finnum vart fyrir þeim. En samt sem áður ættum við að hafa fulla ástæðu til að hafa áhyggjur. Til að mynda er magn örplasts í höfum heimsin, mest í Norður-Atlantshafi. Þó svo að Íslendingar séu lítil þjóð og hafi kannski ekki mikil bein áhrif á loftlagsbreytingar og önnur umhverfisvandamál, erum við fyrirmynd fyrir margar aðrar þjóðir. Við eigum að vera leiðandi í þessum efnum, og því tel ég að næsta skref sé að tileinka okkur nýtt hugarfar, byggt á minni sóun og betri nýtingu. Samfélag framtíðarinnar er sjálfbært og sóunarlaust, og Ísland hefur alla burði til að leiða þróun heimsins í þá átt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Sjá meira
Sem Íslendingur í námi, tengdu umhverfi, auðlyndum og nýtingu þeirra, í Bandaríkjunum, er fátt skemmtilegra en að vera spurður af samnemendum mínum út í umhverfismál hér á landi. Klassísk spurning er til dæmis hvað hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa sé á Íslandi, viðbrögðin, þegar ég svara að það sé u.þ.b. 99.9%, keyra svo duglega upp í mér föðurlandshrokann. En þó að við séum nógu framarlega í umhverfismálum til að ég geti montað mig af því af og til, er helling sem gera mætti mun betur. Það stærsta sem ég trúi að þurfi að gerast í umhverfismálum hér á landi, er grundavallar hugarfarsbreyting. Eftir að hafa búið í vesturríkjum Bandaríkjana í tvo vetur, hef ég tekið eftir því að hugarfar flestra í umhverfismálum, hérlendis, þótt ótrúlegt megi virðast, er töluvert öflugra heldur en stórs hluta Íslendinga. Þetta gæti haft mikið með það að gera, hve lítið hinn venjulegi Íslendingur finni fyrir áhrifum loftlagsbreytinga og annara afleiðinga neyslusamfélagsins, og erfitt sé að fá fólk til að breyta hegðunn sinni vegna einhvers sem er utan reynslu þeirra. Þökk heppilegrar legu landsins og náttúruskilyrða, þurfa Íslendingar lítið að hafa áhyggjur af þurrkum, skógareldum, og uppskerubrest, sem hrjáir stóra hluta heimsins. En þeir kunningjar mínir hér sem hafa, til dæmis, alist upp við þurrka Kaliforníu, eða skógarelda Colorado eru mun meðvitaðari um umhverfismál. Því má segja að það sé ákveðið lúxusvandamál fólgið í heppni íslendinga. Á dögunum hlýddi ég á stefnuræðu fyrrverandi forsætisráðherra, Sigmundar Davíðs, á landsfundi Miðflokksins. Þar talaði hann fyrir breyttri hugsun í umhverfismálun, lausnamiðaðri en ekki kerfismiðaðri. Hann tók sem dæmi að nýta þyrfti taupoka 173 sinnum til þess að umhverfisvænna væri að nýta hann heldur enn plastpoka. Því væri lausnin ekki fólgin í að banna notkun plastpoka, heldur fara hinn gullna milliveg. Ég tel þó að lausnin sé ekki að finna leiðir til þess að hægt sé að halda áfram núverandi hugarfari, skammtímahugsunar og neysluhyggju, sem byggð er á neyslu einnota og lífsskammra vara. Þvert á móti þurfum við að gangast undir alsherjar hugarfarsbreytingu. Ekki þarf að líta langt aftur í tímann til að sjá að Íslendingar hafa almennt nýtt flesta hluti til hins ýtrasta, og hugsað um hvað við eyðum fjármagni í út frá nytsemi. Til að mynda notaði langamma mín sama burðarpokann til innkaupa á meðan ég man eftir mér. Þótt við lifum við allt aðrar efnahagsaðstæður í dag, en þegar hún var að alast upp, og eigum efnahagslega séð efni á að hugsa öðruvís, þá eigum við lífeðlislega ekki efni á þeirri neyslu sem við stundum. Ef allar þjóðir myndu ganga á auðlyndir og farmleiðslu jarðarinna jafnt og við Íslendingar, myndi jörðin þrufa að vera 6.5 sinnum afkastameiri. Við þurfum að nýta tæki og tól lengur, hætta þeim vana að nýta einnota hluti og almennt hugsa betur um það hvað við þurfum og þurfum ekki. Það er ekki aðeins umhverfisvænna, heldur einnig hagkvæmara. Það getur oft verið erfitt að sjá fyrir sér afleiðingar aðgerða sinna á Íslandi, þar sem við finnum vart fyrir þeim. En samt sem áður ættum við að hafa fulla ástæðu til að hafa áhyggjur. Til að mynda er magn örplasts í höfum heimsin, mest í Norður-Atlantshafi. Þó svo að Íslendingar séu lítil þjóð og hafi kannski ekki mikil bein áhrif á loftlagsbreytingar og önnur umhverfisvandamál, erum við fyrirmynd fyrir margar aðrar þjóðir. Við eigum að vera leiðandi í þessum efnum, og því tel ég að næsta skref sé að tileinka okkur nýtt hugarfar, byggt á minni sóun og betri nýtingu. Samfélag framtíðarinnar er sjálfbært og sóunarlaust, og Ísland hefur alla burði til að leiða þróun heimsins í þá átt.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun