Ellen ætlar að sniðganga Hörpu Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. maí 2018 09:00 Ellen Kristjánsdóttir mun ekki stíga fæti á svið í Hörpu fyrr en laun þjónustufulltrúa hafa verið leiðrétt. Söngkonan Ellen Kristjánsdóttir er ein fjölmargra sem lýsa yfir stuðningi við þjónustufulltrúana í Hörpu, sem sögðu upp störfum í gær eftir fund með forstjóranum Svandhildi KonráðsdótturBoðað var til fundarins af forstjóranum eftir að fréttir bárust af því að einn þjónustufulltrúi í húsinu sagði upp störfum þar sem honum ofbuðu fregnir af launahækkun forstjórans, ekki síst í ljósi þess að þjónustufulltrúum var gert að taka á sig launalækkun um síðustu áramót.Sjá einnig: Tuttugu þjónustufulltrúar Hörpu sögðu upp störfum eftir fund með forstjóraEftir fundinn sögðu þeir upp störfum, eins og Vísir greindi frá í gærkvöldi og hafa netverjar keppst við að lýsa yfir stuðningi við þjónustufulltrúana. Þeirra á meðal er fyrrnefnd Ellen, sem skrifaði á Facebook í nótt að hún muni ekki syngja aftur í Hörpu fyrr en „leiðrétting hefur farið fram.“ Meðal annarra sem styðja baráttuna eru Lára Hanna Einarsdóttir, stjórnarmaður Ríkisútvarpsins, Gunnar Smári Egilsson, formaður Sósíalistaflokksins og Þór Saari, fyrrverandi alþingismaður. Þá hefur Greipur Gíslason, fyrrverandi verkefnastjóri hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands sem hefur aðsetur í Hörpu, sömuleiðis vakið athygli á hlutverki þjónustufulltrúanna. Í samtali við RÚV segist Svanhildur ekki ætla að tjá sig frekar um málið fyrr en hún er búin að ræða við stjórnarformann Hörpu og aðra starfsmenn fyrir hádegi.'Það að segja upp starfinu hjá Hörpu er mjög stór ákvörðun enda þykir okkur öllum mjög vænt um starfið okkar, húsið og gesti þess.“ Þjónustufulltrúar í Hörpu eru eru oft einu starfsmenn hússins sem eiga samskipti við gesti þess. #Harpa https://t.co/ad41aady70— Greipur Gíslason (@GreipurGisla) May 7, 2018 Kjaramál Tengdar fréttir Starfsmönnum Hörpu var gert að samþykkja launalækkun Reiði er meðal starfsmanna Hörpu vegna launahækkunar forstjóra í fyrra. Þjónustufulltrúar þurftu að taka á sig verulega launalækkun í lok síðasta árs vegna slæmrar stöðu félagsins. Leituðu til lögfræðinga VR vegna þessa. Þjónustufulltrúinn Örvar Blær Guðmundsson sagði upp í gær eftir að hafa lesið frétt Fréttablaðsins. 3. maí 2018 06:00 Tuttugu þjónustufulltrúar Hörpu sögðu upp störfum eftir fund með forstjóra Tuttugu þjónustufulltrúar sem starfa í tónlistar-og menningarhúsinu Hörpu í Reykjavík sögðu upp störfum í dag eftir að hafa átt fund með Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra hússins. 7. maí 2018 22:16 Stjórn Hörpu svarar fyrir sig Segja laun forstjóra Hörpu ekki hafa hækkað um tuttugu prósent á tveimur mánuðum heldur 16,8 prósent á fjórum árum. 3. maí 2018 18:03 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Söngkonan Ellen Kristjánsdóttir er ein fjölmargra sem lýsa yfir stuðningi við þjónustufulltrúana í Hörpu, sem sögðu upp störfum í gær eftir fund með forstjóranum Svandhildi KonráðsdótturBoðað var til fundarins af forstjóranum eftir að fréttir bárust af því að einn þjónustufulltrúi í húsinu sagði upp störfum þar sem honum ofbuðu fregnir af launahækkun forstjórans, ekki síst í ljósi þess að þjónustufulltrúum var gert að taka á sig launalækkun um síðustu áramót.Sjá einnig: Tuttugu þjónustufulltrúar Hörpu sögðu upp störfum eftir fund með forstjóraEftir fundinn sögðu þeir upp störfum, eins og Vísir greindi frá í gærkvöldi og hafa netverjar keppst við að lýsa yfir stuðningi við þjónustufulltrúana. Þeirra á meðal er fyrrnefnd Ellen, sem skrifaði á Facebook í nótt að hún muni ekki syngja aftur í Hörpu fyrr en „leiðrétting hefur farið fram.“ Meðal annarra sem styðja baráttuna eru Lára Hanna Einarsdóttir, stjórnarmaður Ríkisútvarpsins, Gunnar Smári Egilsson, formaður Sósíalistaflokksins og Þór Saari, fyrrverandi alþingismaður. Þá hefur Greipur Gíslason, fyrrverandi verkefnastjóri hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands sem hefur aðsetur í Hörpu, sömuleiðis vakið athygli á hlutverki þjónustufulltrúanna. Í samtali við RÚV segist Svanhildur ekki ætla að tjá sig frekar um málið fyrr en hún er búin að ræða við stjórnarformann Hörpu og aðra starfsmenn fyrir hádegi.'Það að segja upp starfinu hjá Hörpu er mjög stór ákvörðun enda þykir okkur öllum mjög vænt um starfið okkar, húsið og gesti þess.“ Þjónustufulltrúar í Hörpu eru eru oft einu starfsmenn hússins sem eiga samskipti við gesti þess. #Harpa https://t.co/ad41aady70— Greipur Gíslason (@GreipurGisla) May 7, 2018
Kjaramál Tengdar fréttir Starfsmönnum Hörpu var gert að samþykkja launalækkun Reiði er meðal starfsmanna Hörpu vegna launahækkunar forstjóra í fyrra. Þjónustufulltrúar þurftu að taka á sig verulega launalækkun í lok síðasta árs vegna slæmrar stöðu félagsins. Leituðu til lögfræðinga VR vegna þessa. Þjónustufulltrúinn Örvar Blær Guðmundsson sagði upp í gær eftir að hafa lesið frétt Fréttablaðsins. 3. maí 2018 06:00 Tuttugu þjónustufulltrúar Hörpu sögðu upp störfum eftir fund með forstjóra Tuttugu þjónustufulltrúar sem starfa í tónlistar-og menningarhúsinu Hörpu í Reykjavík sögðu upp störfum í dag eftir að hafa átt fund með Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra hússins. 7. maí 2018 22:16 Stjórn Hörpu svarar fyrir sig Segja laun forstjóra Hörpu ekki hafa hækkað um tuttugu prósent á tveimur mánuðum heldur 16,8 prósent á fjórum árum. 3. maí 2018 18:03 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Starfsmönnum Hörpu var gert að samþykkja launalækkun Reiði er meðal starfsmanna Hörpu vegna launahækkunar forstjóra í fyrra. Þjónustufulltrúar þurftu að taka á sig verulega launalækkun í lok síðasta árs vegna slæmrar stöðu félagsins. Leituðu til lögfræðinga VR vegna þessa. Þjónustufulltrúinn Örvar Blær Guðmundsson sagði upp í gær eftir að hafa lesið frétt Fréttablaðsins. 3. maí 2018 06:00
Tuttugu þjónustufulltrúar Hörpu sögðu upp störfum eftir fund með forstjóra Tuttugu þjónustufulltrúar sem starfa í tónlistar-og menningarhúsinu Hörpu í Reykjavík sögðu upp störfum í dag eftir að hafa átt fund með Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra hússins. 7. maí 2018 22:16
Stjórn Hörpu svarar fyrir sig Segja laun forstjóra Hörpu ekki hafa hækkað um tuttugu prósent á tveimur mánuðum heldur 16,8 prósent á fjórum árum. 3. maí 2018 18:03