Þegar hin hliðin birtist og breytir öllu Guðmundur Steingrímsson skrifar 23. apríl 2018 07:00 Þegar ég las fyrst fréttirnar af Sindra sem strauk úr fangelsi í síðustu viku, skaust þessi mynd upp í hugann: Maður í röndóttum strigafötum með röndótta kassalaga húfu skríður út um glugga á steinsteyptu fangelsi um miðja nótt og lætur sig síga niður vegginn í lökum sem hann hefur bundið saman. Fyrir utan bíður vitorðsmaður á gömlum Bens og þeir bruna píreygðir suður til Keflavíkur. Maður sér semsagt fyrir sér einhvers konar atriði í kvikmynd eftir Cohen-bræður. Það er toppað með senunni í flugvélinni þar sem strokufanginn, kominn í jogginggalla og adidasskó, pantar sér glaðhlakkalegur bjór við hlið forsætisráðherra. Heilinn manns býr sífellt til myndir. Þær eru oft spaugilegar, oft klisjukenndar og ótrúlega oft fullkomlega rangar. Á hæpnum forsendum getur maður ítrekað staðið sjálfan sig að því að fella hina afdráttarlausustu dóma um menn og málefni, bara af því að maður hefur komið sér upp svona mynd í kollinum. Sindri þessi. Hann hlýtur nú að vera meiri jólasveinninn að strjúka úr fangelsi. Páll Winkel þessi. Fangelsismálastjóri. Hann hlýtur nú að vera meiri lúsablesinn að vera bara alltaf að leggja kapal í vinnunni á meðan fangar strjúka.Kapall er Trello Svo heyrir maður hina hliðina. Á tölvuskjánum í bakgrunni á fréttamyndinni af Páli var semsagt ekki kapall, heldur einhvers konar forsíða á innra neti stofnunarinnar. Margir kannast við þessa mynd úr verkefnisstjórnarforritinu Trello. Lítur út eins og kapall, en er ekki kapall. Ófáar athugasemdir á Twitter og Facebook um Pál misstu þar með marks. Og Sindri strokufangi lét svo í sér heyra í óborganlegri frétt á forsíðu þessa blaðs fyrir helgi. Þar heyrði maður hina hliðina á hans máli. Hún var svolítið áhugaverð. Sindri sagði að á þeim tímapunkti þegar hann strauk hafi í raun og veru enginn úrskurður um gæsluvarðhald verið í gildi. Hann var frjáls maður. Ég verð að viðurkenna að ég varð undrandi þegar ég las þetta. Var honum haldið í fangelsi án þess að fyrir því væri heimild? Er ekki eitthvað rangt við það? Maður skyldi ætla að þessir hlutir ættu að vera á hreinu, sérstaklega eftir alla umræðuna um Guðmundar- og Geirfinnsmálið. Ég ætla ekki að dæma um hver sannleikurinn er. Kannski er þriðja hliðin til, og sú fjórða. Punkturinn er bara þessi: Það er ótrúlega magnað hvað hin hliðin á jafnvel málum sem manni finnast vera algjörlega borðleggjandi – fangi strýkur, fangelsismálastjóri leggur kapal – getur verið ófyrirsjáanleg, afhjúpandi og athyglisverð. Og það er líka algjörlega magnað hvað jafnvel heilt þjóðfélag getur verið fullkomlega ákveðið í því, að í málum sem hneyksla, valda reiði, kveikja áfellisdóma eða valda jafnvel viðbjóði sé alveg örugglega ekki nein önnur hlið. Aldrei. Tvö dæmi Af þessum sökum var hún svo mikilvæg myndin sem var sýnd í sjónvarpinu um daginn, Mannasiðir. Harmleikur er sjaldan einhliða. Það getur verið ótrúlega erfitt að viðurkenna að á ofbeldismáli eins og þar er fjallað um kunni að vera önnur hlið. Hvarvetna er viljinn til að fella grunna dóma og benda fingri svo sterkur. Maður finnur hann í eigin brjósti. Viðureignin við dómhörkuna á sér stað úti um allt. Ég ætla að nefna tvö nýleg dæmi: Í Frakklandi hefur Emmanuel Macron orðið fyrir mikilli gagnrýni. Dómar almenningsálitsins hafa verið óvægnir. Hún er einmitt einna sterkust, held ég, dómharkan þegar kemur að pólitík. Fáir eiga í vandræðum með að úrskurða stjórnmálamenn fávita. Stjórnmál verða hins vegar svo miklu áhugaverðari þegar hinar mörgu hliðar pólitískra ákvarðana fá að koma upp á yfirborðið. Macron ákvað að gera þetta, sem er til eftirbreytni: Að fara í tveggja og hálfs tíma yfirheyrslu í franska sjónvarpinu þar sem tveir blaðamenn, hoknir af reynslu, saumuðu að forsetanum. Macron fékk nægan tíma til að svara. Ég skil ekki frönsku, en mér er sagt að þetta hafi verið gríðarlega upplýsandi. Þarf ekki meira svona? Hitt dæmið er þetta: Freyja Haraldsdóttir reynir fyrir héraðsdómi þessa dagana að sannfæra dómara um að hún sé víst hæf til að taka barn í fóstur. Barnaverndarstofa sér bara eina hlið: Freyja liggur í hjólastól. Allir sem þekkja Freyju geta hins vegar borið vitni um það að barn sem fengi að alast upp undir hennar handleiðslu og við hennar ástúð væri heppið barn. Freyja þurfti á föstudaginn að leiða urmul af vitnum inn í héraðsdóm til að fá kerfi, sem sér bara hjólastólinn, til að sjá á henni þessa augljósu hlið. Er þetta ekki ótrúlegt? Það er þetta sem ég segi: Hún er svo víða þessi harðneskja, þessi einstrengingslega afstaða, sem útilokar aðrar hliðar. Fangi er bara fangi í röndóttum svarthvítum fötum. Punktur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég las fyrst fréttirnar af Sindra sem strauk úr fangelsi í síðustu viku, skaust þessi mynd upp í hugann: Maður í röndóttum strigafötum með röndótta kassalaga húfu skríður út um glugga á steinsteyptu fangelsi um miðja nótt og lætur sig síga niður vegginn í lökum sem hann hefur bundið saman. Fyrir utan bíður vitorðsmaður á gömlum Bens og þeir bruna píreygðir suður til Keflavíkur. Maður sér semsagt fyrir sér einhvers konar atriði í kvikmynd eftir Cohen-bræður. Það er toppað með senunni í flugvélinni þar sem strokufanginn, kominn í jogginggalla og adidasskó, pantar sér glaðhlakkalegur bjór við hlið forsætisráðherra. Heilinn manns býr sífellt til myndir. Þær eru oft spaugilegar, oft klisjukenndar og ótrúlega oft fullkomlega rangar. Á hæpnum forsendum getur maður ítrekað staðið sjálfan sig að því að fella hina afdráttarlausustu dóma um menn og málefni, bara af því að maður hefur komið sér upp svona mynd í kollinum. Sindri þessi. Hann hlýtur nú að vera meiri jólasveinninn að strjúka úr fangelsi. Páll Winkel þessi. Fangelsismálastjóri. Hann hlýtur nú að vera meiri lúsablesinn að vera bara alltaf að leggja kapal í vinnunni á meðan fangar strjúka.Kapall er Trello Svo heyrir maður hina hliðina. Á tölvuskjánum í bakgrunni á fréttamyndinni af Páli var semsagt ekki kapall, heldur einhvers konar forsíða á innra neti stofnunarinnar. Margir kannast við þessa mynd úr verkefnisstjórnarforritinu Trello. Lítur út eins og kapall, en er ekki kapall. Ófáar athugasemdir á Twitter og Facebook um Pál misstu þar með marks. Og Sindri strokufangi lét svo í sér heyra í óborganlegri frétt á forsíðu þessa blaðs fyrir helgi. Þar heyrði maður hina hliðina á hans máli. Hún var svolítið áhugaverð. Sindri sagði að á þeim tímapunkti þegar hann strauk hafi í raun og veru enginn úrskurður um gæsluvarðhald verið í gildi. Hann var frjáls maður. Ég verð að viðurkenna að ég varð undrandi þegar ég las þetta. Var honum haldið í fangelsi án þess að fyrir því væri heimild? Er ekki eitthvað rangt við það? Maður skyldi ætla að þessir hlutir ættu að vera á hreinu, sérstaklega eftir alla umræðuna um Guðmundar- og Geirfinnsmálið. Ég ætla ekki að dæma um hver sannleikurinn er. Kannski er þriðja hliðin til, og sú fjórða. Punkturinn er bara þessi: Það er ótrúlega magnað hvað hin hliðin á jafnvel málum sem manni finnast vera algjörlega borðleggjandi – fangi strýkur, fangelsismálastjóri leggur kapal – getur verið ófyrirsjáanleg, afhjúpandi og athyglisverð. Og það er líka algjörlega magnað hvað jafnvel heilt þjóðfélag getur verið fullkomlega ákveðið í því, að í málum sem hneyksla, valda reiði, kveikja áfellisdóma eða valda jafnvel viðbjóði sé alveg örugglega ekki nein önnur hlið. Aldrei. Tvö dæmi Af þessum sökum var hún svo mikilvæg myndin sem var sýnd í sjónvarpinu um daginn, Mannasiðir. Harmleikur er sjaldan einhliða. Það getur verið ótrúlega erfitt að viðurkenna að á ofbeldismáli eins og þar er fjallað um kunni að vera önnur hlið. Hvarvetna er viljinn til að fella grunna dóma og benda fingri svo sterkur. Maður finnur hann í eigin brjósti. Viðureignin við dómhörkuna á sér stað úti um allt. Ég ætla að nefna tvö nýleg dæmi: Í Frakklandi hefur Emmanuel Macron orðið fyrir mikilli gagnrýni. Dómar almenningsálitsins hafa verið óvægnir. Hún er einmitt einna sterkust, held ég, dómharkan þegar kemur að pólitík. Fáir eiga í vandræðum með að úrskurða stjórnmálamenn fávita. Stjórnmál verða hins vegar svo miklu áhugaverðari þegar hinar mörgu hliðar pólitískra ákvarðana fá að koma upp á yfirborðið. Macron ákvað að gera þetta, sem er til eftirbreytni: Að fara í tveggja og hálfs tíma yfirheyrslu í franska sjónvarpinu þar sem tveir blaðamenn, hoknir af reynslu, saumuðu að forsetanum. Macron fékk nægan tíma til að svara. Ég skil ekki frönsku, en mér er sagt að þetta hafi verið gríðarlega upplýsandi. Þarf ekki meira svona? Hitt dæmið er þetta: Freyja Haraldsdóttir reynir fyrir héraðsdómi þessa dagana að sannfæra dómara um að hún sé víst hæf til að taka barn í fóstur. Barnaverndarstofa sér bara eina hlið: Freyja liggur í hjólastól. Allir sem þekkja Freyju geta hins vegar borið vitni um það að barn sem fengi að alast upp undir hennar handleiðslu og við hennar ástúð væri heppið barn. Freyja þurfti á föstudaginn að leiða urmul af vitnum inn í héraðsdóm til að fá kerfi, sem sér bara hjólastólinn, til að sjá á henni þessa augljósu hlið. Er þetta ekki ótrúlegt? Það er þetta sem ég segi: Hún er svo víða þessi harðneskja, þessi einstrengingslega afstaða, sem útilokar aðrar hliðar. Fangi er bara fangi í röndóttum svarthvítum fötum. Punktur.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar