Landfylling á Akranesi leggst ekki vel í íbúa Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 25. apríl 2018 21:52 Akranes. Vísir/GVA Fyrirhugaðar breytingar á aðalskipulagi við höfnina á Akranesi leggjast ekki vel í bæjarbúa. Breytingarnar felast í fyrirhugaðri stækkun landfyllingar til norðurs til að rýma fyrir stækkun athafnahúsnæðis sem þar er á svæðinu. Athafnahúsnæðið er í eigu Skaginn 3X. Kynningarfundur um málið er fyrirhugaður 2.maí næstkomandi og samhliða verður kynnt tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir reitinn.Vinsælt útivistarsvæði verður undir Anna Lára Steindal íbúi við Krókatún segir að útlits- og sjónmengun skipti ekki öllu máli, heldur snúist þetta um hvernig bæ þau vilja búa í. Hún og nágrannar hennar í Krókatúni hafi skilað inn athugasemdum á viðeigandi tíma. „Prinsippið og það hvernig stórfyrirtæki fara með skipulagsvöld á Akranesi er eitthvað sem vegur þyngra allavega hjá mér. Útivist og lífsgæðum fólks er einhvernveginn ýtt til hliðar ef að hagsmunir eins og þessa stóra fyrirtækis er í húfi. Í þessum gögnum sem ég las um þetta mál þá var þetta sagt hagsmunamál að stækka verksmiðjuna þar sem hún er. Þetta er vinsælt útivistarsvæði og þeir eru þegar búnir að fá einu sinni heimild til þess að stækka og þá fóru þeir fram úr sér. Þetta er líka bara prinsipp mál hvað skiptir okkur máli og í hvernig bæ við viljum búa hérna,“ segir Anna Lára. Anna segist ekki hafa hitt neinn sem finnist þetta góð hugmynd. „Ég hef ekki hitt neinn sem finnst þetta ekki bara algjörlega galið og ég held að almennt finnist fólki það.“Ekki náðist í Sævar Frey Þráinsson bæjarstjóra Akraneskaupstaðar við vinnslu fréttarinnar. Skipulag Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Fyrirhugaðar breytingar á aðalskipulagi við höfnina á Akranesi leggjast ekki vel í bæjarbúa. Breytingarnar felast í fyrirhugaðri stækkun landfyllingar til norðurs til að rýma fyrir stækkun athafnahúsnæðis sem þar er á svæðinu. Athafnahúsnæðið er í eigu Skaginn 3X. Kynningarfundur um málið er fyrirhugaður 2.maí næstkomandi og samhliða verður kynnt tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir reitinn.Vinsælt útivistarsvæði verður undir Anna Lára Steindal íbúi við Krókatún segir að útlits- og sjónmengun skipti ekki öllu máli, heldur snúist þetta um hvernig bæ þau vilja búa í. Hún og nágrannar hennar í Krókatúni hafi skilað inn athugasemdum á viðeigandi tíma. „Prinsippið og það hvernig stórfyrirtæki fara með skipulagsvöld á Akranesi er eitthvað sem vegur þyngra allavega hjá mér. Útivist og lífsgæðum fólks er einhvernveginn ýtt til hliðar ef að hagsmunir eins og þessa stóra fyrirtækis er í húfi. Í þessum gögnum sem ég las um þetta mál þá var þetta sagt hagsmunamál að stækka verksmiðjuna þar sem hún er. Þetta er vinsælt útivistarsvæði og þeir eru þegar búnir að fá einu sinni heimild til þess að stækka og þá fóru þeir fram úr sér. Þetta er líka bara prinsipp mál hvað skiptir okkur máli og í hvernig bæ við viljum búa hérna,“ segir Anna Lára. Anna segist ekki hafa hitt neinn sem finnist þetta góð hugmynd. „Ég hef ekki hitt neinn sem finnst þetta ekki bara algjörlega galið og ég held að almennt finnist fólki það.“Ekki náðist í Sævar Frey Þráinsson bæjarstjóra Akraneskaupstaðar við vinnslu fréttarinnar.
Skipulag Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira