Khabib bað Pútín um hjálp í beinni en vildi svo ekki þýða orð sín Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. apríl 2018 11:30 Khabib Nurmagomedov vantar hjálp. vísir/getty Dagestaninn Khabib Nurmagomedov varð aðfaranótt sunnudags léttvigtarmeistari í UFC þegar að hann bar sigurorð af Al Iaquinta í Brooklyn í New York.Gríðarlega mikið hefur verið fjallað um bardagann í ljósi afskipta Conors McGregors af bardagakvöldinu en Khabib sendi Íranum væna pillu í viðtölum eftir bardagann eins og Vísir fjallaði um í gær. Eins og alltaf eftir bardaga á UFC-bardagakvöldum var sigurvegarinn tekinn í viðtal af Joe Rogan inn í búrinu og þar var engin breyting á síðastliðna laugardagsnótt. Rogan mætti og spjallaði við Khabib. Algengt er að bardagakappar frá öðrum löndum en Bandaríkjunum eða Bretlandi nýti tækifærið og þakki fyrir sig á móðurtungunni og það gerði Nurmagomedov einmitt undir lokin á viðtalinu þegar að hann greip í míkrófóninn. En, Khabib fór aðra leið en flestir.Moldríkur vinur Þannig er nefnilega mál með vexti að góðvinur hans, milljarðamæringurinn og fjárglæframaðurinn Ziyavudin Magomedov, var handtekinn 31. mars í Rússland fyrir fjárdrátt upp á tvo milljarða rúblna eða 35 milljónir dollara. Þá er hann ásakaður um að vera hluti af skipulagðri glæpastarfsemi. Magomedov er metinn á 1,4 milljarða dollara og er mikill áhugamaður um blandaðar bardagalistir. Hann hefur dælt pening í MMA-senuna í Rússlandi og á hlut í liði Kahabibs Magomedovs. Hann borgaði fyrir hann bakaðgerð í fyrra og hefur hjálpað honum alla leið á toppinn. „Eldri bróðir okkar og meðeigandi liðsins, Ziyavudin Magomedov, er í erfiðri stöðu,“ sagði Khabib þegar að hann byrjaði að tala á rússnesku svo fæstir skildu í salnum.Plís, Pútín. „Hann hefur hjálpað mér og öðrum íþróttamönnum í Rússlandi mikið en nú er hann í vandræðum. Ég vil að hann viti að við, og aðrir íþróttamenn, biðjum fyrir honum.“ „Ég vonast til að þetta mál verði leyst. Ég vona að leiðtoginn okkar, Vladimír Pútín, hjálpi honum. Ég vil óska Pútín til hamingju með sigurinn í síðustu kosningum,“ sagði Khabib Nurmagomedov. Þegar Joe Rogan krafði hann svo um þýðingu var lítið að frétta. Khabib sagði aðeins að hann væri að tala um vin sinn og þakka honum fyrir allt. Hann lét það vera að tala um Pútín í beinni útsendingu í Bandaríkjunum og það á ensku. Atvikið má sjá í spilaranum hér að neðan en Khabib fer af stað á rússnesku eftir þrjár mínútur og 55 sekúndur. MMA Tengdar fréttir Khabib kallaði Conor aumingja og grætti vin hans: „Ætlarðu bara að slást við rútur?“ Khabib Nurmagomedov fór hamförum í viðtölum eftir að verða léttvigtarmeistari í UFC. 9. apríl 2018 10:00 Holloway: Hver veit hvað hefði gerst ef ég hefði barist? Fjaðurvigtarmeistari UFC, Max Holloway, er ekkert sár yfir því að læknar hafi ekki leyft honum að berjast gegn Khabib Nurmagomedov um nýliðna helgi. 9. apríl 2018 22:00 Khabib nýr léttvigtarmeistari UFC Khabib Nurmagomedov er nýr léttvigtarmeistari UFC eftir sigur á Al Iaquinta í nótt. Þar með hefur Conor McGregor formlega verið sviptur léttvigtartitli sínum. 8. apríl 2018 06:51 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Sjá meira
Dagestaninn Khabib Nurmagomedov varð aðfaranótt sunnudags léttvigtarmeistari í UFC þegar að hann bar sigurorð af Al Iaquinta í Brooklyn í New York.Gríðarlega mikið hefur verið fjallað um bardagann í ljósi afskipta Conors McGregors af bardagakvöldinu en Khabib sendi Íranum væna pillu í viðtölum eftir bardagann eins og Vísir fjallaði um í gær. Eins og alltaf eftir bardaga á UFC-bardagakvöldum var sigurvegarinn tekinn í viðtal af Joe Rogan inn í búrinu og þar var engin breyting á síðastliðna laugardagsnótt. Rogan mætti og spjallaði við Khabib. Algengt er að bardagakappar frá öðrum löndum en Bandaríkjunum eða Bretlandi nýti tækifærið og þakki fyrir sig á móðurtungunni og það gerði Nurmagomedov einmitt undir lokin á viðtalinu þegar að hann greip í míkrófóninn. En, Khabib fór aðra leið en flestir.Moldríkur vinur Þannig er nefnilega mál með vexti að góðvinur hans, milljarðamæringurinn og fjárglæframaðurinn Ziyavudin Magomedov, var handtekinn 31. mars í Rússland fyrir fjárdrátt upp á tvo milljarða rúblna eða 35 milljónir dollara. Þá er hann ásakaður um að vera hluti af skipulagðri glæpastarfsemi. Magomedov er metinn á 1,4 milljarða dollara og er mikill áhugamaður um blandaðar bardagalistir. Hann hefur dælt pening í MMA-senuna í Rússlandi og á hlut í liði Kahabibs Magomedovs. Hann borgaði fyrir hann bakaðgerð í fyrra og hefur hjálpað honum alla leið á toppinn. „Eldri bróðir okkar og meðeigandi liðsins, Ziyavudin Magomedov, er í erfiðri stöðu,“ sagði Khabib þegar að hann byrjaði að tala á rússnesku svo fæstir skildu í salnum.Plís, Pútín. „Hann hefur hjálpað mér og öðrum íþróttamönnum í Rússlandi mikið en nú er hann í vandræðum. Ég vil að hann viti að við, og aðrir íþróttamenn, biðjum fyrir honum.“ „Ég vonast til að þetta mál verði leyst. Ég vona að leiðtoginn okkar, Vladimír Pútín, hjálpi honum. Ég vil óska Pútín til hamingju með sigurinn í síðustu kosningum,“ sagði Khabib Nurmagomedov. Þegar Joe Rogan krafði hann svo um þýðingu var lítið að frétta. Khabib sagði aðeins að hann væri að tala um vin sinn og þakka honum fyrir allt. Hann lét það vera að tala um Pútín í beinni útsendingu í Bandaríkjunum og það á ensku. Atvikið má sjá í spilaranum hér að neðan en Khabib fer af stað á rússnesku eftir þrjár mínútur og 55 sekúndur.
MMA Tengdar fréttir Khabib kallaði Conor aumingja og grætti vin hans: „Ætlarðu bara að slást við rútur?“ Khabib Nurmagomedov fór hamförum í viðtölum eftir að verða léttvigtarmeistari í UFC. 9. apríl 2018 10:00 Holloway: Hver veit hvað hefði gerst ef ég hefði barist? Fjaðurvigtarmeistari UFC, Max Holloway, er ekkert sár yfir því að læknar hafi ekki leyft honum að berjast gegn Khabib Nurmagomedov um nýliðna helgi. 9. apríl 2018 22:00 Khabib nýr léttvigtarmeistari UFC Khabib Nurmagomedov er nýr léttvigtarmeistari UFC eftir sigur á Al Iaquinta í nótt. Þar með hefur Conor McGregor formlega verið sviptur léttvigtartitli sínum. 8. apríl 2018 06:51 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Sjá meira
Khabib kallaði Conor aumingja og grætti vin hans: „Ætlarðu bara að slást við rútur?“ Khabib Nurmagomedov fór hamförum í viðtölum eftir að verða léttvigtarmeistari í UFC. 9. apríl 2018 10:00
Holloway: Hver veit hvað hefði gerst ef ég hefði barist? Fjaðurvigtarmeistari UFC, Max Holloway, er ekkert sár yfir því að læknar hafi ekki leyft honum að berjast gegn Khabib Nurmagomedov um nýliðna helgi. 9. apríl 2018 22:00
Khabib nýr léttvigtarmeistari UFC Khabib Nurmagomedov er nýr léttvigtarmeistari UFC eftir sigur á Al Iaquinta í nótt. Þar með hefur Conor McGregor formlega verið sviptur léttvigtartitli sínum. 8. apríl 2018 06:51