Khabib bað Pútín um hjálp í beinni en vildi svo ekki þýða orð sín Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. apríl 2018 11:30 Khabib Nurmagomedov vantar hjálp. vísir/getty Dagestaninn Khabib Nurmagomedov varð aðfaranótt sunnudags léttvigtarmeistari í UFC þegar að hann bar sigurorð af Al Iaquinta í Brooklyn í New York.Gríðarlega mikið hefur verið fjallað um bardagann í ljósi afskipta Conors McGregors af bardagakvöldinu en Khabib sendi Íranum væna pillu í viðtölum eftir bardagann eins og Vísir fjallaði um í gær. Eins og alltaf eftir bardaga á UFC-bardagakvöldum var sigurvegarinn tekinn í viðtal af Joe Rogan inn í búrinu og þar var engin breyting á síðastliðna laugardagsnótt. Rogan mætti og spjallaði við Khabib. Algengt er að bardagakappar frá öðrum löndum en Bandaríkjunum eða Bretlandi nýti tækifærið og þakki fyrir sig á móðurtungunni og það gerði Nurmagomedov einmitt undir lokin á viðtalinu þegar að hann greip í míkrófóninn. En, Khabib fór aðra leið en flestir.Moldríkur vinur Þannig er nefnilega mál með vexti að góðvinur hans, milljarðamæringurinn og fjárglæframaðurinn Ziyavudin Magomedov, var handtekinn 31. mars í Rússland fyrir fjárdrátt upp á tvo milljarða rúblna eða 35 milljónir dollara. Þá er hann ásakaður um að vera hluti af skipulagðri glæpastarfsemi. Magomedov er metinn á 1,4 milljarða dollara og er mikill áhugamaður um blandaðar bardagalistir. Hann hefur dælt pening í MMA-senuna í Rússlandi og á hlut í liði Kahabibs Magomedovs. Hann borgaði fyrir hann bakaðgerð í fyrra og hefur hjálpað honum alla leið á toppinn. „Eldri bróðir okkar og meðeigandi liðsins, Ziyavudin Magomedov, er í erfiðri stöðu,“ sagði Khabib þegar að hann byrjaði að tala á rússnesku svo fæstir skildu í salnum.Plís, Pútín. „Hann hefur hjálpað mér og öðrum íþróttamönnum í Rússlandi mikið en nú er hann í vandræðum. Ég vil að hann viti að við, og aðrir íþróttamenn, biðjum fyrir honum.“ „Ég vonast til að þetta mál verði leyst. Ég vona að leiðtoginn okkar, Vladimír Pútín, hjálpi honum. Ég vil óska Pútín til hamingju með sigurinn í síðustu kosningum,“ sagði Khabib Nurmagomedov. Þegar Joe Rogan krafði hann svo um þýðingu var lítið að frétta. Khabib sagði aðeins að hann væri að tala um vin sinn og þakka honum fyrir allt. Hann lét það vera að tala um Pútín í beinni útsendingu í Bandaríkjunum og það á ensku. Atvikið má sjá í spilaranum hér að neðan en Khabib fer af stað á rússnesku eftir þrjár mínútur og 55 sekúndur. MMA Tengdar fréttir Khabib kallaði Conor aumingja og grætti vin hans: „Ætlarðu bara að slást við rútur?“ Khabib Nurmagomedov fór hamförum í viðtölum eftir að verða léttvigtarmeistari í UFC. 9. apríl 2018 10:00 Holloway: Hver veit hvað hefði gerst ef ég hefði barist? Fjaðurvigtarmeistari UFC, Max Holloway, er ekkert sár yfir því að læknar hafi ekki leyft honum að berjast gegn Khabib Nurmagomedov um nýliðna helgi. 9. apríl 2018 22:00 Khabib nýr léttvigtarmeistari UFC Khabib Nurmagomedov er nýr léttvigtarmeistari UFC eftir sigur á Al Iaquinta í nótt. Þar með hefur Conor McGregor formlega verið sviptur léttvigtartitli sínum. 8. apríl 2018 06:51 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjá meira
Dagestaninn Khabib Nurmagomedov varð aðfaranótt sunnudags léttvigtarmeistari í UFC þegar að hann bar sigurorð af Al Iaquinta í Brooklyn í New York.Gríðarlega mikið hefur verið fjallað um bardagann í ljósi afskipta Conors McGregors af bardagakvöldinu en Khabib sendi Íranum væna pillu í viðtölum eftir bardagann eins og Vísir fjallaði um í gær. Eins og alltaf eftir bardaga á UFC-bardagakvöldum var sigurvegarinn tekinn í viðtal af Joe Rogan inn í búrinu og þar var engin breyting á síðastliðna laugardagsnótt. Rogan mætti og spjallaði við Khabib. Algengt er að bardagakappar frá öðrum löndum en Bandaríkjunum eða Bretlandi nýti tækifærið og þakki fyrir sig á móðurtungunni og það gerði Nurmagomedov einmitt undir lokin á viðtalinu þegar að hann greip í míkrófóninn. En, Khabib fór aðra leið en flestir.Moldríkur vinur Þannig er nefnilega mál með vexti að góðvinur hans, milljarðamæringurinn og fjárglæframaðurinn Ziyavudin Magomedov, var handtekinn 31. mars í Rússland fyrir fjárdrátt upp á tvo milljarða rúblna eða 35 milljónir dollara. Þá er hann ásakaður um að vera hluti af skipulagðri glæpastarfsemi. Magomedov er metinn á 1,4 milljarða dollara og er mikill áhugamaður um blandaðar bardagalistir. Hann hefur dælt pening í MMA-senuna í Rússlandi og á hlut í liði Kahabibs Magomedovs. Hann borgaði fyrir hann bakaðgerð í fyrra og hefur hjálpað honum alla leið á toppinn. „Eldri bróðir okkar og meðeigandi liðsins, Ziyavudin Magomedov, er í erfiðri stöðu,“ sagði Khabib þegar að hann byrjaði að tala á rússnesku svo fæstir skildu í salnum.Plís, Pútín. „Hann hefur hjálpað mér og öðrum íþróttamönnum í Rússlandi mikið en nú er hann í vandræðum. Ég vil að hann viti að við, og aðrir íþróttamenn, biðjum fyrir honum.“ „Ég vonast til að þetta mál verði leyst. Ég vona að leiðtoginn okkar, Vladimír Pútín, hjálpi honum. Ég vil óska Pútín til hamingju með sigurinn í síðustu kosningum,“ sagði Khabib Nurmagomedov. Þegar Joe Rogan krafði hann svo um þýðingu var lítið að frétta. Khabib sagði aðeins að hann væri að tala um vin sinn og þakka honum fyrir allt. Hann lét það vera að tala um Pútín í beinni útsendingu í Bandaríkjunum og það á ensku. Atvikið má sjá í spilaranum hér að neðan en Khabib fer af stað á rússnesku eftir þrjár mínútur og 55 sekúndur.
MMA Tengdar fréttir Khabib kallaði Conor aumingja og grætti vin hans: „Ætlarðu bara að slást við rútur?“ Khabib Nurmagomedov fór hamförum í viðtölum eftir að verða léttvigtarmeistari í UFC. 9. apríl 2018 10:00 Holloway: Hver veit hvað hefði gerst ef ég hefði barist? Fjaðurvigtarmeistari UFC, Max Holloway, er ekkert sár yfir því að læknar hafi ekki leyft honum að berjast gegn Khabib Nurmagomedov um nýliðna helgi. 9. apríl 2018 22:00 Khabib nýr léttvigtarmeistari UFC Khabib Nurmagomedov er nýr léttvigtarmeistari UFC eftir sigur á Al Iaquinta í nótt. Þar með hefur Conor McGregor formlega verið sviptur léttvigtartitli sínum. 8. apríl 2018 06:51 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjá meira
Khabib kallaði Conor aumingja og grætti vin hans: „Ætlarðu bara að slást við rútur?“ Khabib Nurmagomedov fór hamförum í viðtölum eftir að verða léttvigtarmeistari í UFC. 9. apríl 2018 10:00
Holloway: Hver veit hvað hefði gerst ef ég hefði barist? Fjaðurvigtarmeistari UFC, Max Holloway, er ekkert sár yfir því að læknar hafi ekki leyft honum að berjast gegn Khabib Nurmagomedov um nýliðna helgi. 9. apríl 2018 22:00
Khabib nýr léttvigtarmeistari UFC Khabib Nurmagomedov er nýr léttvigtarmeistari UFC eftir sigur á Al Iaquinta í nótt. Þar með hefur Conor McGregor formlega verið sviptur léttvigtartitli sínum. 8. apríl 2018 06:51