Bjarni sagði kröfur ljósmæðra algerlega óaðgengilegar Birgir Olgeirsson skrifar 11. apríl 2018 18:08 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist á Alþingi í dag ekki ætla í keppni við Halldóru Mogensen, þingmann Pírata, um hvoru þeirra þyki vænna um ljósmæður. Halldóra hafði beint fyrirspurn til Bjarna vegna stöðunnar sem upp er komin vegna kjarabaráttu ljósmæðra sem Halldóra sagði að hefðu sagt upp í tugatali á síðastliðnum vikum. Sagði hún harðlínustefnu ríkisstjórnarinnar í kjaramálum bitna verulega á þessari mikilvægu stétt og þeim mikilvægu deildum Landspítalans sem þær vinna á. Halldóra sagði fjármálaráðherra bera ábyrgð á starfsmanna- og kjaramálum ríkisins og spurði hvort hann beri þá ekki endanlega ábyrgð á því neyðarástandi sem blasir við. Bjarni Benediktsson sagðist vera einn þeirra fjölmörgu Íslendinga sem hafa farið upp á fæðingardeild, alls fjórum sinnum, þar sem mjög hefur reynt á þá þjónustu sem hér er vísað til.Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm„Ég held að fari ekki vel á því að við förum í einhverja keppni um hvert okkar kunni best að meta þá sem hér eiga undir.“ Bjarni sagði að að í miðri kjaralotunni, þegar kjaraviðræður stóðu ágætlega og stutt á milli manna, hafi verið skipt um kúrs hjá viðmælendum samninganefndar ríkisins og færðar fram á samningaborðið allt aðrar og nýjar kröfur. Þess vegna hafi ekki tekist að ljúka samningalotunni. Halldóra sagðist ekki vera í einhverri keppni um hverjum þyki vænst um ljósmæður. Hún ítrekaði spurningu sína til Bjarna og vildi fá að vita hver ber ábyrgð á neikvæðum afleiðingum uppsagna ljósmæðra fyrir samfélagið. Bjarni sagði Alþingi skipa samninganefnd ríkisins sem hefur það ábyrgðarhlutverk að láta reyna á samninga. Um tvíeggjað sverð sé að ræða að mati Bjarna. Annars vegar þarf að láta reyna til fulls á að niðurstaða fáist sem báðir aðilar eru sáttir við. Ef það tekst ekki geti það verið mikill ábyrgðarhluti sömuleiðis að ganga engu að síður að kröfum sem setja aðra samninga í fullkomið uppnám. Bjarni sagði að þær kröfur sem settar hafa verið fram núna séu fyrir samninganefnd ríkisins algerlega óaðgengilegar vegna þess að þær myndu setja fordæmi sem settu allar aðrar kjaraviðræður í algert uppnám. Kjaramál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist á Alþingi í dag ekki ætla í keppni við Halldóru Mogensen, þingmann Pírata, um hvoru þeirra þyki vænna um ljósmæður. Halldóra hafði beint fyrirspurn til Bjarna vegna stöðunnar sem upp er komin vegna kjarabaráttu ljósmæðra sem Halldóra sagði að hefðu sagt upp í tugatali á síðastliðnum vikum. Sagði hún harðlínustefnu ríkisstjórnarinnar í kjaramálum bitna verulega á þessari mikilvægu stétt og þeim mikilvægu deildum Landspítalans sem þær vinna á. Halldóra sagði fjármálaráðherra bera ábyrgð á starfsmanna- og kjaramálum ríkisins og spurði hvort hann beri þá ekki endanlega ábyrgð á því neyðarástandi sem blasir við. Bjarni Benediktsson sagðist vera einn þeirra fjölmörgu Íslendinga sem hafa farið upp á fæðingardeild, alls fjórum sinnum, þar sem mjög hefur reynt á þá þjónustu sem hér er vísað til.Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm„Ég held að fari ekki vel á því að við förum í einhverja keppni um hvert okkar kunni best að meta þá sem hér eiga undir.“ Bjarni sagði að að í miðri kjaralotunni, þegar kjaraviðræður stóðu ágætlega og stutt á milli manna, hafi verið skipt um kúrs hjá viðmælendum samninganefndar ríkisins og færðar fram á samningaborðið allt aðrar og nýjar kröfur. Þess vegna hafi ekki tekist að ljúka samningalotunni. Halldóra sagðist ekki vera í einhverri keppni um hverjum þyki vænst um ljósmæður. Hún ítrekaði spurningu sína til Bjarna og vildi fá að vita hver ber ábyrgð á neikvæðum afleiðingum uppsagna ljósmæðra fyrir samfélagið. Bjarni sagði Alþingi skipa samninganefnd ríkisins sem hefur það ábyrgðarhlutverk að láta reyna á samninga. Um tvíeggjað sverð sé að ræða að mati Bjarna. Annars vegar þarf að láta reyna til fulls á að niðurstaða fáist sem báðir aðilar eru sáttir við. Ef það tekst ekki geti það verið mikill ábyrgðarhluti sömuleiðis að ganga engu að síður að kröfum sem setja aðra samninga í fullkomið uppnám. Bjarni sagði að þær kröfur sem settar hafa verið fram núna séu fyrir samninganefnd ríkisins algerlega óaðgengilegar vegna þess að þær myndu setja fordæmi sem settu allar aðrar kjaraviðræður í algert uppnám.
Kjaramál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira