Telur mikilvægt að börn geti sagt frá án afleiðinga Hersir Aron Ólafsson skrifar 11. apríl 2018 21:00 Talskona Stígamóta segir nauðsynlegt að koma á úrræði þar sem ungmenni geti sagt frá kynferðisofbeldi án þess að tilkynningarskylda sé til staðar. Mikil aukning varð í fjölda mála á borði samtakanna í fyrra, en meirihluti þolenda varð fyrir ofbeldinu á barnsaldri. Þrátt fyrir að mikill meirihluti þolenda kynferðisofbeldis verði fyrir brotum yngri en átján ára er algengt að þeir greini ekki frá raunum sínum fyrr en árum eða áratugum síðar. Þetta er meðal þess sem fram kom í ársskýrslu Stígamóta fyrir 2017, en málum sem komu á borð samtakanna fjölgaði um 30% milli ára. „Við teljum að hluti af ástæðum þess að þau hafa ekki leitað hjálpar sé hræðslan við að opna málin,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta.Ber að tilkynna mál lögum samkvæmt Þannig sé algengt að brotamaðurinn tengist þolandanum ættar- eða vinaböndum og hann óttist því að sundra fjölskyldunni með einhverjum hætti komist málið til foreldra eða yfirvalda. „Ég man eftir stúlku sem hringdi í mig og spurði: „Ertu með númerabirti? Hvað gerist ef ég segi þér eitthvað?“ og þegar ég sagði henni það sagði hún bara að það kæmi ekki til greina að mamma og pabbi fái að vita eða í ljós komi hver hafi gert þetta. Á sama tíma var hún hins vegar í örvinglan að leita að hjálp,“ segir Guðrún. Í dag ber samtökum á borð við Stígamót lögum samkvæmt að tilkynna yfirvöldum ef barn kveðst hafa orðið fyrir slíku ofbeldi. Þetta telur Guðrún að valdi því gjarnan að þolendur burðist frekar með raunir sínar, einir með sjálfum sér. „Að sérfræðingar eins og annað hvort Barnahús eða við ef okkur væri treyst fyrir því opnuðum hreinlega síma einhverja tíma í viku þar sem börnum væri gert kleift að segja frá alvarlegum hlutum án þess að nokkuð gerist. Þar sem ekki er númerabirtir heldur höfum við bara það hlutverk að mæta barninu og vinna leiðir til að það geti opnað málið sitt.“Mikið um unga brotamenn Hún segir jafnframt áhyggjuefni hversu stórt hlutfall gerenda er ungt fólk. Nauðsynlegt sé að nálgast muninn á heilbrigðu og óheilbrigðri kynhegðun í fræðslu, strax á grunnskólastigi. „Kynfræðsla hefur til margra ára snúist um einhverja tæknilega hluti eins og þunganir eða eitthvað slíkt. Fyrst og fremst finnst okkur að það eigi að vera siðfræðilegur hluti þarna og virkileg fræðsla til krakka á öllum aldri,“ segir Guðrún að lokum. Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Aldrei fleiri mál á borð Stígamóta Talskona Stígamóta segir fjölgunina í takt við samfélagsumræðuna. 11. apríl 2018 13:30 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Talskona Stígamóta segir nauðsynlegt að koma á úrræði þar sem ungmenni geti sagt frá kynferðisofbeldi án þess að tilkynningarskylda sé til staðar. Mikil aukning varð í fjölda mála á borði samtakanna í fyrra, en meirihluti þolenda varð fyrir ofbeldinu á barnsaldri. Þrátt fyrir að mikill meirihluti þolenda kynferðisofbeldis verði fyrir brotum yngri en átján ára er algengt að þeir greini ekki frá raunum sínum fyrr en árum eða áratugum síðar. Þetta er meðal þess sem fram kom í ársskýrslu Stígamóta fyrir 2017, en málum sem komu á borð samtakanna fjölgaði um 30% milli ára. „Við teljum að hluti af ástæðum þess að þau hafa ekki leitað hjálpar sé hræðslan við að opna málin,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta.Ber að tilkynna mál lögum samkvæmt Þannig sé algengt að brotamaðurinn tengist þolandanum ættar- eða vinaböndum og hann óttist því að sundra fjölskyldunni með einhverjum hætti komist málið til foreldra eða yfirvalda. „Ég man eftir stúlku sem hringdi í mig og spurði: „Ertu með númerabirti? Hvað gerist ef ég segi þér eitthvað?“ og þegar ég sagði henni það sagði hún bara að það kæmi ekki til greina að mamma og pabbi fái að vita eða í ljós komi hver hafi gert þetta. Á sama tíma var hún hins vegar í örvinglan að leita að hjálp,“ segir Guðrún. Í dag ber samtökum á borð við Stígamót lögum samkvæmt að tilkynna yfirvöldum ef barn kveðst hafa orðið fyrir slíku ofbeldi. Þetta telur Guðrún að valdi því gjarnan að þolendur burðist frekar með raunir sínar, einir með sjálfum sér. „Að sérfræðingar eins og annað hvort Barnahús eða við ef okkur væri treyst fyrir því opnuðum hreinlega síma einhverja tíma í viku þar sem börnum væri gert kleift að segja frá alvarlegum hlutum án þess að nokkuð gerist. Þar sem ekki er númerabirtir heldur höfum við bara það hlutverk að mæta barninu og vinna leiðir til að það geti opnað málið sitt.“Mikið um unga brotamenn Hún segir jafnframt áhyggjuefni hversu stórt hlutfall gerenda er ungt fólk. Nauðsynlegt sé að nálgast muninn á heilbrigðu og óheilbrigðri kynhegðun í fræðslu, strax á grunnskólastigi. „Kynfræðsla hefur til margra ára snúist um einhverja tæknilega hluti eins og þunganir eða eitthvað slíkt. Fyrst og fremst finnst okkur að það eigi að vera siðfræðilegur hluti þarna og virkileg fræðsla til krakka á öllum aldri,“ segir Guðrún að lokum.
Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Aldrei fleiri mál á borð Stígamóta Talskona Stígamóta segir fjölgunina í takt við samfélagsumræðuna. 11. apríl 2018 13:30 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Aldrei fleiri mál á borð Stígamóta Talskona Stígamóta segir fjölgunina í takt við samfélagsumræðuna. 11. apríl 2018 13:30