Bein leið og gatan liggur greið – eða hvað? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 13. apríl 2018 07:00 Það hefur verið áhugavert að fylgjast með stefnu, eða öllu heldur stefnuleysi, ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur síðustu vikurnar. Nýjasta plaggið sem þingið hefur til umfjöllunar er fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára. Þar er margt ágætt, annað ekki. Til að mynda finnst mér með öllu óljóst hver áform ríkisstjórnarinnar eru um „stóreflingu fjárframlaga til vegaframkvæmda“ eins og hún var kynnt í stjórnarsáttmála fyrir fáeinum mánuðum. Ég viðurkenni að ég batt vonir við að áform stjórnarinnar myndu skýrast með tilkomu áætlunarinnar. En reyndin er sú að ég er mun ringlaðri. Stórsóknin felst sem sagt í því að ríkistjórnin ætlar að auka fjárframlög til vegaframkvæmda á næstu árum um það sem jafngildir um það bil einum jarðgöngum. Eða 5,5 milljörðum á ári í þrjú ár sem nemur 0,2 prósentum af landsframleiðslu. Ljóst er að það mun lítt duga til að stórefla samgöngur enda er verkefnið ærið og löngu tímabært. Væntingar verða því að brostnum vonum í einn eitt skiptið, þrátt fyrir eindregnar yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um innviðauppbyggingu.Orðin tóm Ég spurði forsætisráðherra í vikunni hvort hún væri með þessu að boða það að veggjöld yrðu sett á til þess að fjármagna vegakerfið. Sjónarmið forsætisráðherra hafa hingað til verið nokkuð skýr og voru það fram eftir árinu 2017. En það var þá og enn og aftur virðast hugsjónir vera lagðar á hilluna. Katrín Jakobsdóttir hélt til að mynda ræðu á Alþingi í júní í fyrra í umræðu um fjármálaáætlun og beindi þá spjótum sínum að Jóni Gunnarssyni, ráðherra og núverandi samherja hennar í ríkisstjórnarsamstarfinu, um að það væri „athyglisvert að hlusta á hæstv. samgönguráðherra sem talar eins og honum sé nauðugur einn kostur að fara að setja á veggjöld. Honum er það ekkert nauðugur kostur. Það eru pólitískar ákvarðanir á bak við það sem birtast í fjármálaáætluninni þar sem ekki má hækka skatta, það á meira að segja að lækka þá inn í þensluna. Í staðinn á að fara að skattleggja þá sem keyra um vegina með gjaldtöku“. Í október sama ár kallaði Katrín tillögur stjórnvalda í samgöngumálum gervilausnir og sagði „...það á bara helst að koma þeim í einkaframkvæmd og leggja á vegatolla einungis vegna þess að stjórnvöld treysta sér ekki til þess að byggja upp innviðina eins og vera ber.“ Það er nefnilega það. Það sama má segja um Sigurð Inga Jóhannesson sem tók við embætti samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Fyrst útilokaði hann veggjöld og sagði ekki stafkrók vera um veggjöld í stjórnarsáttmálanum og engar áætlanir um slíkar aðgerðir og lagði þar með áform forvera hans Jóns Gunnarssonar rakleiðis til hliðar. Nú kemur á daginn að ráðherrann fær ekki nóg til að geta sinnt stóru loforðunum og þá lýsir hann yfir vilja til að skoða leiðir til að byggja upp án aðkomu ríkisins og útilokar ekki vegtolla. Ráðherrann snýst eins og vindhani en eftir stendur ófjármagnað vegakerfi, sem vanrækt hefur verið of lengi. Hringavitleysa og feluleikur Því vaknar upp spurningin um það hvort veggjöld verði sett á eða ekki og hvernig nauðsynleg viðbótarframlög til vegamála verði fjármögnuð, þar sem umrædd fjármálaáætlun stendur ekki undir brýnustu samgönguframkvæmdum. Ófyrirsjáanleikinn er hrópandi. Allt á að gera fyrir alla en ekki er sagt berum orðum hvernig það verður gert. Almenningur fær ekki að heyra alla söguna vegna augljóss ágreinings ríkisstjórnarflokkanna um forgangsröðun verkefna. Þessi umræða þarf hins vegar að eiga sér stað. Því hlýt ég að spyrja. Hvert verður framhaldið? Hvernig endar þessi farsi? Hver gefur eftir og hver fær hvað í staðinn? Þetta fer að verða eins og gamli góði Fóstbræðrasketsinn um bílastæðaverðina. Ráðherrar snúast í hringi og benda í allar áttir. Líklega þurfum við að bíða óþreyjufull til næsta þáttar og sjá til hvaða snúning ríkisstjórnarflokkarnir þrír taka næst. Tími á popp og kók?Höfundur er þingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bílar Samgöngur Vegtollar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Sjá meira
Það hefur verið áhugavert að fylgjast með stefnu, eða öllu heldur stefnuleysi, ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur síðustu vikurnar. Nýjasta plaggið sem þingið hefur til umfjöllunar er fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára. Þar er margt ágætt, annað ekki. Til að mynda finnst mér með öllu óljóst hver áform ríkisstjórnarinnar eru um „stóreflingu fjárframlaga til vegaframkvæmda“ eins og hún var kynnt í stjórnarsáttmála fyrir fáeinum mánuðum. Ég viðurkenni að ég batt vonir við að áform stjórnarinnar myndu skýrast með tilkomu áætlunarinnar. En reyndin er sú að ég er mun ringlaðri. Stórsóknin felst sem sagt í því að ríkistjórnin ætlar að auka fjárframlög til vegaframkvæmda á næstu árum um það sem jafngildir um það bil einum jarðgöngum. Eða 5,5 milljörðum á ári í þrjú ár sem nemur 0,2 prósentum af landsframleiðslu. Ljóst er að það mun lítt duga til að stórefla samgöngur enda er verkefnið ærið og löngu tímabært. Væntingar verða því að brostnum vonum í einn eitt skiptið, þrátt fyrir eindregnar yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um innviðauppbyggingu.Orðin tóm Ég spurði forsætisráðherra í vikunni hvort hún væri með þessu að boða það að veggjöld yrðu sett á til þess að fjármagna vegakerfið. Sjónarmið forsætisráðherra hafa hingað til verið nokkuð skýr og voru það fram eftir árinu 2017. En það var þá og enn og aftur virðast hugsjónir vera lagðar á hilluna. Katrín Jakobsdóttir hélt til að mynda ræðu á Alþingi í júní í fyrra í umræðu um fjármálaáætlun og beindi þá spjótum sínum að Jóni Gunnarssyni, ráðherra og núverandi samherja hennar í ríkisstjórnarsamstarfinu, um að það væri „athyglisvert að hlusta á hæstv. samgönguráðherra sem talar eins og honum sé nauðugur einn kostur að fara að setja á veggjöld. Honum er það ekkert nauðugur kostur. Það eru pólitískar ákvarðanir á bak við það sem birtast í fjármálaáætluninni þar sem ekki má hækka skatta, það á meira að segja að lækka þá inn í þensluna. Í staðinn á að fara að skattleggja þá sem keyra um vegina með gjaldtöku“. Í október sama ár kallaði Katrín tillögur stjórnvalda í samgöngumálum gervilausnir og sagði „...það á bara helst að koma þeim í einkaframkvæmd og leggja á vegatolla einungis vegna þess að stjórnvöld treysta sér ekki til þess að byggja upp innviðina eins og vera ber.“ Það er nefnilega það. Það sama má segja um Sigurð Inga Jóhannesson sem tók við embætti samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Fyrst útilokaði hann veggjöld og sagði ekki stafkrók vera um veggjöld í stjórnarsáttmálanum og engar áætlanir um slíkar aðgerðir og lagði þar með áform forvera hans Jóns Gunnarssonar rakleiðis til hliðar. Nú kemur á daginn að ráðherrann fær ekki nóg til að geta sinnt stóru loforðunum og þá lýsir hann yfir vilja til að skoða leiðir til að byggja upp án aðkomu ríkisins og útilokar ekki vegtolla. Ráðherrann snýst eins og vindhani en eftir stendur ófjármagnað vegakerfi, sem vanrækt hefur verið of lengi. Hringavitleysa og feluleikur Því vaknar upp spurningin um það hvort veggjöld verði sett á eða ekki og hvernig nauðsynleg viðbótarframlög til vegamála verði fjármögnuð, þar sem umrædd fjármálaáætlun stendur ekki undir brýnustu samgönguframkvæmdum. Ófyrirsjáanleikinn er hrópandi. Allt á að gera fyrir alla en ekki er sagt berum orðum hvernig það verður gert. Almenningur fær ekki að heyra alla söguna vegna augljóss ágreinings ríkisstjórnarflokkanna um forgangsröðun verkefna. Þessi umræða þarf hins vegar að eiga sér stað. Því hlýt ég að spyrja. Hvert verður framhaldið? Hvernig endar þessi farsi? Hver gefur eftir og hver fær hvað í staðinn? Þetta fer að verða eins og gamli góði Fóstbræðrasketsinn um bílastæðaverðina. Ráðherrar snúast í hringi og benda í allar áttir. Líklega þurfum við að bíða óþreyjufull til næsta þáttar og sjá til hvaða snúning ríkisstjórnarflokkarnir þrír taka næst. Tími á popp og kók?Höfundur er þingmaður Viðreisnar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun