BrewDog stefnir á að opna bar á Íslandi Benedikt Bóas skrifar 16. apríl 2018 06:00 James Watt, annar stofnenda BrewDog-brugghússins sem boðar komu sína til Íslands. Vísir/Getty Brugghúsið BrewDog hefur tilkynnt að það ætli að opna bari í Suður-Kóreu, á Spáni og Íslandi. Stofnendur BrewDog, James Watt og Martin Dickie, uppljóstruðu áætlunum fyrirtækisins á hinum árlega General Mayhem fundi í Aberdeen í Skotlandi fyrir framan 8.000 manns. Alls ætlar BrewDog að opna 17 nýja bari á árinu. Sex verða í Skotlandi, fjórir á Englandi og sjö víða um heim, meðal annars í Reykjavík. Auk þess að tilkynna útrás BrewDog um heiminn upplýstu þeir Watt og Dickie að salan hefði aukist um 78 prósent á milli ára og veltan um 55 prósent. Það er því von á risa inn á barmarkaðinn hér á landi.Sjá einnig: Brewdog vill opna Brewdog-bar í Reykjavík Guðfinnur Sölvi Karlsson, löngum þekktur sem Finni, sem á og rekur Prikið segist ekkert kvíða komu BrewDog á íslenskan bar- og bjórmarkað. „Þeir eru velkomnir á markaðinn og vonandi verða þeir bara í stuði. Einn BrewDog verður gott innlegg í barflóruna hér á landi. Hefur kannski áhrif á einhverja án þess að ég viti það. Kannski endar það þannig að við kaupum af þeim bjór og bjóðum upp á ódýran gæðabjór frá BrewDog,“ segir hann. Finni vill þó ekki taka svo djúpt í árinni að þetta jafnist á við komu Costco til landsins.BrewDog er gríðarlega stórt brugghús og einn fyrsti IPA-bjórinn sem Íslendingar gátu keypt í ÁTVR var einmitt frá fyrirtækinu. Jafnvel væri hægt að orða það sem svo að IPA-klikkunin sé þeim að kennaVísir/getty Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Tengdar fréttir Brewdog vill opna Brewdog-bar í Reykjavík Skoska bruggsmiðjan leitar nú að samstarfsaðilum til þess að opna bar í Reykjavík. 25. janúar 2016 13:15 Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Sjá meira
Brugghúsið BrewDog hefur tilkynnt að það ætli að opna bari í Suður-Kóreu, á Spáni og Íslandi. Stofnendur BrewDog, James Watt og Martin Dickie, uppljóstruðu áætlunum fyrirtækisins á hinum árlega General Mayhem fundi í Aberdeen í Skotlandi fyrir framan 8.000 manns. Alls ætlar BrewDog að opna 17 nýja bari á árinu. Sex verða í Skotlandi, fjórir á Englandi og sjö víða um heim, meðal annars í Reykjavík. Auk þess að tilkynna útrás BrewDog um heiminn upplýstu þeir Watt og Dickie að salan hefði aukist um 78 prósent á milli ára og veltan um 55 prósent. Það er því von á risa inn á barmarkaðinn hér á landi.Sjá einnig: Brewdog vill opna Brewdog-bar í Reykjavík Guðfinnur Sölvi Karlsson, löngum þekktur sem Finni, sem á og rekur Prikið segist ekkert kvíða komu BrewDog á íslenskan bar- og bjórmarkað. „Þeir eru velkomnir á markaðinn og vonandi verða þeir bara í stuði. Einn BrewDog verður gott innlegg í barflóruna hér á landi. Hefur kannski áhrif á einhverja án þess að ég viti það. Kannski endar það þannig að við kaupum af þeim bjór og bjóðum upp á ódýran gæðabjór frá BrewDog,“ segir hann. Finni vill þó ekki taka svo djúpt í árinni að þetta jafnist á við komu Costco til landsins.BrewDog er gríðarlega stórt brugghús og einn fyrsti IPA-bjórinn sem Íslendingar gátu keypt í ÁTVR var einmitt frá fyrirtækinu. Jafnvel væri hægt að orða það sem svo að IPA-klikkunin sé þeim að kennaVísir/getty
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Tengdar fréttir Brewdog vill opna Brewdog-bar í Reykjavík Skoska bruggsmiðjan leitar nú að samstarfsaðilum til þess að opna bar í Reykjavík. 25. janúar 2016 13:15 Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Sjá meira
Brewdog vill opna Brewdog-bar í Reykjavík Skoska bruggsmiðjan leitar nú að samstarfsaðilum til þess að opna bar í Reykjavík. 25. janúar 2016 13:15