Vilt þú gera framúrskarandi Skaup fyrir RÚV? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. apríl 2018 11:27 Dóri DNA og Dóra Jóhannsdóttir í einum af mörgum hlutverkum sínum í Skaupinu í ár. Skjáskot af vef RÚV Ríkisútvarpið auglýsir eftir áhugasömu fólki til að taka að sér Áramótaskaupið þetta árið. Sá framleiðandi sem fær verkefnið í hendur hefur til umráða 32 milljónir króna til að standa straum af kostnaði við vekrefnið. RÚV auglýsti einnig eftir fólki til þess að taka verkið að sér í fyrra en þá voru 30 milljónir króna sem framleiðandi hafði úr að spila. Krafa er gerð um „framúrskarandi gæði og hugmyndaauðgi“, Skaupið skal vera 50-55 mínútur að lengd, innihald skal vera í samræmi við gildandi lög og reglur um efni sem sýnt er á RÚV og þá verður framleiðandi að fara eftir leikarasamningi RÚV við Félag íslenskra leikara við framleiðslu efnisins. Farið verður fram á reglulegt samtal við dagskrárstjóra og aðkomu hans að lykilákvörðunum sem snerta framleiðsluna, þ.m.t. samþykkt handrits, starfsfólks og á endanlegu klippi. Grófklipptri útgáfu Skaupsins skal skila eigi síðar en 14. desember. Fullkláraðri útgáfu til útsendingar skal skila eigi síðar en 27. desember. Í tillögunum þarf að koma fram heildræn sýn á verkefnið; á aðferð innihald og nálgun við framleiðslu. Sömuleiðis ítarleg lýsing á efnistökum og nálgun í handriti, útfærslu á umgjörð, heildarsvip, uppbyggingu eða sérstöku þema auk upplýsinga um lykilstarfsmenn eða tillögur að þeim. Er átt við leikstjóra, handritshöfunda og helstu leikara. Arnór Pálmi Arnarson leikstýrði Skaupinu í fyrra en Skaupið vann til verðlauna á Edduverðlaununum sem skemmtiþáttur ársins. Að handritinu komu Anna Svava Knútsdóttir, Arnór Pálmi Arnarson, Bergur Ebbi Benediktsson, Dóra Jóhannsdóttir, Dóri DNA og Saga Garðarsdóttir en leikstjóri er Arnór Pálmi Arnarson. Umsóknarfrestur er til og með 22. maí en sótt er um á vef RÚV. Fjölmiðlar Tengdar fréttir „Það eina sem þessi þjóð þurfti var Daða í skaupið“ Daði Freyr sló í gegn í lokaatriði Áramótaskaupsins. 1. janúar 2018 16:38 Skaupið kallaði fram mismunandi viðbrögð netverja Áramótaskaupið fékk misgóðar móttökur eins og jafnan en áhorfendur voru duglegir að setja inn færslur á Twitter. 31. desember 2017 23:15 Mikill meirihluti ánægður með Skaupið Mikil ánægja var á meðal landsmanna með Áramótaskaupið en heil 76% sögðu Skaupið hafa verið gott en einungis 10% slakt. 26. janúar 2018 15:48 Mest lesið Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Ríkisútvarpið auglýsir eftir áhugasömu fólki til að taka að sér Áramótaskaupið þetta árið. Sá framleiðandi sem fær verkefnið í hendur hefur til umráða 32 milljónir króna til að standa straum af kostnaði við vekrefnið. RÚV auglýsti einnig eftir fólki til þess að taka verkið að sér í fyrra en þá voru 30 milljónir króna sem framleiðandi hafði úr að spila. Krafa er gerð um „framúrskarandi gæði og hugmyndaauðgi“, Skaupið skal vera 50-55 mínútur að lengd, innihald skal vera í samræmi við gildandi lög og reglur um efni sem sýnt er á RÚV og þá verður framleiðandi að fara eftir leikarasamningi RÚV við Félag íslenskra leikara við framleiðslu efnisins. Farið verður fram á reglulegt samtal við dagskrárstjóra og aðkomu hans að lykilákvörðunum sem snerta framleiðsluna, þ.m.t. samþykkt handrits, starfsfólks og á endanlegu klippi. Grófklipptri útgáfu Skaupsins skal skila eigi síðar en 14. desember. Fullkláraðri útgáfu til útsendingar skal skila eigi síðar en 27. desember. Í tillögunum þarf að koma fram heildræn sýn á verkefnið; á aðferð innihald og nálgun við framleiðslu. Sömuleiðis ítarleg lýsing á efnistökum og nálgun í handriti, útfærslu á umgjörð, heildarsvip, uppbyggingu eða sérstöku þema auk upplýsinga um lykilstarfsmenn eða tillögur að þeim. Er átt við leikstjóra, handritshöfunda og helstu leikara. Arnór Pálmi Arnarson leikstýrði Skaupinu í fyrra en Skaupið vann til verðlauna á Edduverðlaununum sem skemmtiþáttur ársins. Að handritinu komu Anna Svava Knútsdóttir, Arnór Pálmi Arnarson, Bergur Ebbi Benediktsson, Dóra Jóhannsdóttir, Dóri DNA og Saga Garðarsdóttir en leikstjóri er Arnór Pálmi Arnarson. Umsóknarfrestur er til og með 22. maí en sótt er um á vef RÚV.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir „Það eina sem þessi þjóð þurfti var Daða í skaupið“ Daði Freyr sló í gegn í lokaatriði Áramótaskaupsins. 1. janúar 2018 16:38 Skaupið kallaði fram mismunandi viðbrögð netverja Áramótaskaupið fékk misgóðar móttökur eins og jafnan en áhorfendur voru duglegir að setja inn færslur á Twitter. 31. desember 2017 23:15 Mikill meirihluti ánægður með Skaupið Mikil ánægja var á meðal landsmanna með Áramótaskaupið en heil 76% sögðu Skaupið hafa verið gott en einungis 10% slakt. 26. janúar 2018 15:48 Mest lesið Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
„Það eina sem þessi þjóð þurfti var Daða í skaupið“ Daði Freyr sló í gegn í lokaatriði Áramótaskaupsins. 1. janúar 2018 16:38
Skaupið kallaði fram mismunandi viðbrögð netverja Áramótaskaupið fékk misgóðar móttökur eins og jafnan en áhorfendur voru duglegir að setja inn færslur á Twitter. 31. desember 2017 23:15
Mikill meirihluti ánægður með Skaupið Mikil ánægja var á meðal landsmanna með Áramótaskaupið en heil 76% sögðu Skaupið hafa verið gott en einungis 10% slakt. 26. janúar 2018 15:48