Samstaða um netöryggi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar 19. apríl 2018 07:00 Þrátt fyrir að Ísland státi af toppeinkunn frá Alþjóðafjarskiptasambandinu í upplýsingatækni og fjarskiptum er enn langt í land með að við náum sömu stöðu í netöryggismálum. Þessu þarf að kippa í liðinn sem fyrst. Í skýrslu innanríkisráðherra frá 2015 eru nefnd fjögur meginmarkmið sem eiga að tryggja netöryggi: Meiri geta almennings, fyrirtækja og stjórnvalda til að verjast netógnum, aukið þol upplýsingakerfa til að bregðast við áföllum, löggjöf í samræmi við alþjóðlegar kröfur og skuldbindingar og hæfni lögreglu til að fást við glæpi tengda net- og upplýsingaöryggi. Á fundi Norðurlandaráðs á Akureyri í síðustu viku samþykkti forsætisnefnd ráðsins að beina þeim tilmælum til norrænna stjórnvalda að auka samstarf landanna á sviði netvarna og þá einnig samstarf við Eystrasaltsríkin. Þau ríki, sér í lagi Eistland, hafa náð hvað lengst á sviði netöryggis, en öndvegissetur NATO um netvarnir er staðsett í Tallinn. Þessi jákvæða tillaga var reyndar ekki samþykkt einróma því fulltrúar vinstriflokka í Norðurlandaráði, VG þar með talinn, studdu hana ekki. Vonandi hefur sú afstaða VG ekki áhrif á áherslur og áhuga ríkisstjórnar Íslands í þessum gríðarlega mikilvæga málaflokki. Það er þó ljóst að í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu ára er fátt bitastætt um netöryggi og þegar ég átti orðastað við Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra um málið á Alþingi í síðustu viku staðfesti hann að ekki væri tekið nægilega á netöryggismálum í fjármálaáætluninni. Til að gæta sannmælis er rétt að geta þess að samgönguráðherra sagði líka að það yrði að taka á málinu í næstu fjármálaáætlun. Það er grundvallarkrafa að ríkisstjórn Íslands sé samstiga í að leita bestu hugsanlegu leiða til að tryggja netöryggi þjóðarinnar. Annars vegar með því samstarfi sem býðst við þjóðir sem fremst standa og hins vegar með því að tryggja nauðsynlegt fjármagn í málaflokkinn. Misvísandi skilaboð og hik þegar kemur að því að taka af skarið er ekki í boði.Höfundur er þingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Hanna Katrín Friðriksson Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir að Ísland státi af toppeinkunn frá Alþjóðafjarskiptasambandinu í upplýsingatækni og fjarskiptum er enn langt í land með að við náum sömu stöðu í netöryggismálum. Þessu þarf að kippa í liðinn sem fyrst. Í skýrslu innanríkisráðherra frá 2015 eru nefnd fjögur meginmarkmið sem eiga að tryggja netöryggi: Meiri geta almennings, fyrirtækja og stjórnvalda til að verjast netógnum, aukið þol upplýsingakerfa til að bregðast við áföllum, löggjöf í samræmi við alþjóðlegar kröfur og skuldbindingar og hæfni lögreglu til að fást við glæpi tengda net- og upplýsingaöryggi. Á fundi Norðurlandaráðs á Akureyri í síðustu viku samþykkti forsætisnefnd ráðsins að beina þeim tilmælum til norrænna stjórnvalda að auka samstarf landanna á sviði netvarna og þá einnig samstarf við Eystrasaltsríkin. Þau ríki, sér í lagi Eistland, hafa náð hvað lengst á sviði netöryggis, en öndvegissetur NATO um netvarnir er staðsett í Tallinn. Þessi jákvæða tillaga var reyndar ekki samþykkt einróma því fulltrúar vinstriflokka í Norðurlandaráði, VG þar með talinn, studdu hana ekki. Vonandi hefur sú afstaða VG ekki áhrif á áherslur og áhuga ríkisstjórnar Íslands í þessum gríðarlega mikilvæga málaflokki. Það er þó ljóst að í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu ára er fátt bitastætt um netöryggi og þegar ég átti orðastað við Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra um málið á Alþingi í síðustu viku staðfesti hann að ekki væri tekið nægilega á netöryggismálum í fjármálaáætluninni. Til að gæta sannmælis er rétt að geta þess að samgönguráðherra sagði líka að það yrði að taka á málinu í næstu fjármálaáætlun. Það er grundvallarkrafa að ríkisstjórn Íslands sé samstiga í að leita bestu hugsanlegu leiða til að tryggja netöryggi þjóðarinnar. Annars vegar með því samstarfi sem býðst við þjóðir sem fremst standa og hins vegar með því að tryggja nauðsynlegt fjármagn í málaflokkinn. Misvísandi skilaboð og hik þegar kemur að því að taka af skarið er ekki í boði.Höfundur er þingmaður Viðreisnar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar