Ljósmæður að bugast Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. apríl 2018 18:45 Vísir/Sigurjón Ólason Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins virðist vera í algjörum hnút og sér formaður Ljósmæðrafélagsins enga lausn í deilunni og segir að ástandið í stéttinni sé orðið grafalvarlegt. Mikið álag hefur verið á fæðingardeild Landspítalans um páskana en á fjórða tug barna hefur fæðst frá því á Skírdag. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sögðum við frá því að ljósmæðranemar sem útskrifast í vor hyggjast ekki sækja um starf sem ljósmæður á Landspítalanum vegna lélegra kjara. Á síðustu dögum hafa á annan tug ljósmæðra sagt upp störfum bæði vegna lélegra kjara og álags á fæðingardeildinni. Mikið álag hefur verið á fæðingardeild Landspítalans frá því á fimmtudag, en síðan þá hafa þrjátíu og níu börn fæðst. Alla dagana hefur þurft að kalla út aðstoð á fæðingardeildina. Lágmarksmönnun hefur verið á fæðingardeildinni yfir páskanna, sex ljósmæður á hverri vakt sem er þrískipt yfir sólarhringinn. Aðeins var bakvakt aðfaranótt Föstudagsins langa, en hina dagana var reitt sig á góðvild ljósmæðra í vaktafríi, þegar aðstoðar var þörf á fæðingardeildinni.„Ef það vantar fólk þá er það erfitt á þessum tíma þegar margir eru í burtu eða vilja vera í fríi. En við höfum samt þurft að kalla út fólk sem var ekki á bakvakt,“ segir Stella Ingigerður Steinþórsdóttir, ljósmóðir og vaktstjóri á fæðingardeild Landspítalans. Stella hefur starfað sem ljósmóðir frá árinu 2008 og segir að síðastliðið ár hafa verið mjög þungt. „Ég vinn vaktavinnu. Ég vinn fimmtíu prósent næturvinnu til þess að halda upp fjölskyldunni, það er rosalega lýjandi og það er líka lýjandi þegar það er alltaf rosalega mikið að gera og maður er alltaf á hlaupum og alltaf í fimmta gír,“ segir Stella. Kjaraviðræður hafa átt sér stað síðastliðið eitt og hálft ár en síðasti samningafundur ljósmæðra við ríkið var 22. mars síðastliðinn og sagði formaður Ljósmæðrafélagsins sorglega lítið hafa borið í milli. „Ég hef ekki á tilfinningunni að það sé að fara nást lending í þessu máli og á meðan versnar bara ástandið,“ segir Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands. Áslaug segir ástandið innan stéttarinnar sé orðið grafalvarlegt en gagnslaust sér fyrir ljósmæður að fara í verkfall. „Verkfall er eiginlega gagnslaust vopn í okkar höndum vegna þess að það er alltaf ákveðin neyðarmönnun, þannig að það finnur engin fyrir neinu nema ljósmæðurnar sjálfar,“ segir Álaug. Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu ljósmæðra og á morgun klukkan eitt en sama tíma hefur verið boðað til samstöðufundar fyrir utan hús Ríkissáttasemjara. Kjaramál Tengdar fréttir „Ég hef ekki efni á að starfa sem ljósmóðir“ Ella Björg Rögnvaldsdóttir sagði upp starfi sínu sem ljósmóðir og segir viðhorfið í kjaradeilunni vera vonbrigði. 29. mars 2018 16:00 Útskriftarnemar sækja ekki um ljósmæðrastörf Ljósmæðranemar sem útskrifast í vor hyggjast ekki sækja um starf sem ljósmæður á Landspítalanum vegna lélegra kjara. Þær geti ekki tekið á sig launalækkun eftir launalausa vaktavinnu í námi og hyggjast því leita á önnur mið. 1. apríl 2018 19:30 Næsti fundur í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins eftir páska Samninganefndir Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins hittust á fundi hjá Ríkissáttasemjara í dag vegna kjaradeilu ljósmæðra. 22. mars 2018 18:16 Ljósmæður í tvenns konar kjarabaráttu Ljósmæður telja sig hafa dregist verulega aftur úr í almennri launaþróun og krefjast leiðréttingar. Í baráttu sinni hafa þær minnkað heimaþjónustu umtalsvert sem er farið að hafa áhrif á fæðingardeild Landspítalans. 21. mars 2018 20:00 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins virðist vera í algjörum hnút og sér formaður Ljósmæðrafélagsins enga lausn í deilunni og segir að ástandið í stéttinni sé orðið grafalvarlegt. Mikið álag hefur verið á fæðingardeild Landspítalans um páskana en á fjórða tug barna hefur fæðst frá því á Skírdag. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sögðum við frá því að ljósmæðranemar sem útskrifast í vor hyggjast ekki sækja um starf sem ljósmæður á Landspítalanum vegna lélegra kjara. Á síðustu dögum hafa á annan tug ljósmæðra sagt upp störfum bæði vegna lélegra kjara og álags á fæðingardeildinni. Mikið álag hefur verið á fæðingardeild Landspítalans frá því á fimmtudag, en síðan þá hafa þrjátíu og níu börn fæðst. Alla dagana hefur þurft að kalla út aðstoð á fæðingardeildina. Lágmarksmönnun hefur verið á fæðingardeildinni yfir páskanna, sex ljósmæður á hverri vakt sem er þrískipt yfir sólarhringinn. Aðeins var bakvakt aðfaranótt Föstudagsins langa, en hina dagana var reitt sig á góðvild ljósmæðra í vaktafríi, þegar aðstoðar var þörf á fæðingardeildinni.„Ef það vantar fólk þá er það erfitt á þessum tíma þegar margir eru í burtu eða vilja vera í fríi. En við höfum samt þurft að kalla út fólk sem var ekki á bakvakt,“ segir Stella Ingigerður Steinþórsdóttir, ljósmóðir og vaktstjóri á fæðingardeild Landspítalans. Stella hefur starfað sem ljósmóðir frá árinu 2008 og segir að síðastliðið ár hafa verið mjög þungt. „Ég vinn vaktavinnu. Ég vinn fimmtíu prósent næturvinnu til þess að halda upp fjölskyldunni, það er rosalega lýjandi og það er líka lýjandi þegar það er alltaf rosalega mikið að gera og maður er alltaf á hlaupum og alltaf í fimmta gír,“ segir Stella. Kjaraviðræður hafa átt sér stað síðastliðið eitt og hálft ár en síðasti samningafundur ljósmæðra við ríkið var 22. mars síðastliðinn og sagði formaður Ljósmæðrafélagsins sorglega lítið hafa borið í milli. „Ég hef ekki á tilfinningunni að það sé að fara nást lending í þessu máli og á meðan versnar bara ástandið,“ segir Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands. Áslaug segir ástandið innan stéttarinnar sé orðið grafalvarlegt en gagnslaust sér fyrir ljósmæður að fara í verkfall. „Verkfall er eiginlega gagnslaust vopn í okkar höndum vegna þess að það er alltaf ákveðin neyðarmönnun, þannig að það finnur engin fyrir neinu nema ljósmæðurnar sjálfar,“ segir Álaug. Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu ljósmæðra og á morgun klukkan eitt en sama tíma hefur verið boðað til samstöðufundar fyrir utan hús Ríkissáttasemjara.
Kjaramál Tengdar fréttir „Ég hef ekki efni á að starfa sem ljósmóðir“ Ella Björg Rögnvaldsdóttir sagði upp starfi sínu sem ljósmóðir og segir viðhorfið í kjaradeilunni vera vonbrigði. 29. mars 2018 16:00 Útskriftarnemar sækja ekki um ljósmæðrastörf Ljósmæðranemar sem útskrifast í vor hyggjast ekki sækja um starf sem ljósmæður á Landspítalanum vegna lélegra kjara. Þær geti ekki tekið á sig launalækkun eftir launalausa vaktavinnu í námi og hyggjast því leita á önnur mið. 1. apríl 2018 19:30 Næsti fundur í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins eftir páska Samninganefndir Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins hittust á fundi hjá Ríkissáttasemjara í dag vegna kjaradeilu ljósmæðra. 22. mars 2018 18:16 Ljósmæður í tvenns konar kjarabaráttu Ljósmæður telja sig hafa dregist verulega aftur úr í almennri launaþróun og krefjast leiðréttingar. Í baráttu sinni hafa þær minnkað heimaþjónustu umtalsvert sem er farið að hafa áhrif á fæðingardeild Landspítalans. 21. mars 2018 20:00 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
„Ég hef ekki efni á að starfa sem ljósmóðir“ Ella Björg Rögnvaldsdóttir sagði upp starfi sínu sem ljósmóðir og segir viðhorfið í kjaradeilunni vera vonbrigði. 29. mars 2018 16:00
Útskriftarnemar sækja ekki um ljósmæðrastörf Ljósmæðranemar sem útskrifast í vor hyggjast ekki sækja um starf sem ljósmæður á Landspítalanum vegna lélegra kjara. Þær geti ekki tekið á sig launalækkun eftir launalausa vaktavinnu í námi og hyggjast því leita á önnur mið. 1. apríl 2018 19:30
Næsti fundur í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins eftir páska Samninganefndir Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins hittust á fundi hjá Ríkissáttasemjara í dag vegna kjaradeilu ljósmæðra. 22. mars 2018 18:16
Ljósmæður í tvenns konar kjarabaráttu Ljósmæður telja sig hafa dregist verulega aftur úr í almennri launaþróun og krefjast leiðréttingar. Í baráttu sinni hafa þær minnkað heimaþjónustu umtalsvert sem er farið að hafa áhrif á fæðingardeild Landspítalans. 21. mars 2018 20:00
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?