Hundinum sem réðst á drenginn lógað Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 3. apríl 2018 16:59 Drengurinn slasaðist illa en það reyndist honum vel að vera með hjálm á höfðinu. Hann hafði verið á hjóli. vísir/heiða Tæplega tveggja ára gamall Alaska Malamute hundur sem beit fimm ára dreng í Kópavogi á föstudaginn langa verður aflífaður. Þetta staðfestir eigandi hundsins í samtali við Vísi en hann var mættur til dýralæknis þar sem aðgerðin fór fram þegar Vísir náði af honum tali. „Ég vona svo sannarlega að barnið nái sér að fullu og mun fylgjast með því enda í stöðugu sambandi við foreldra þess,“ segir Vilhelm Patrick Bernhöft eigandi hundsins sem var af tegundinni Alaska Malamute. Hann vildi ekki ræða málið nánar þar sem hann væri að syrgja hundinn sinn. Hundurinn var í keðju fyrir utan hús eigandans í Vatnsendahvefinu í Kópavogi þegar drengurinn fór að honum til að kjassa hann. Fór það svo að hundurinn beit drenginn illa sem var hraðað á sjúkrahús þar sem þurfti að sauma um áttatíu spor í andlit hans. Eigendur hundsins voru ekki heima en sonur Vilhelms á tvítugsaldri var heima. Nágrannar sem Vísir ræddi við í dag segja það hafa verið tímaspursmál hvenær eitthvað gerðist með hundinn sem væri langtímum saman í keðju fyrir utan húsið. Póstburðarmaður hafi verið bitinn en fyrir það þvertekur Vilhelm. Í 11. grein samþykktar um hundahald í Kópavogi segir að hafi eigandi ástæður til þess að ætla að hundur hans sé grimmur skuli hann sjá til þess að hundur hans sé ávallt mýldur utan heimilis. „Hafi hundur bitið mann og/eða er hættulegur getur eftirlitsaðili, tjónþoli eða forráðamaður hans krafist þess að hundurinn verði aflífaður. Óski hundaeigandi þess skal leita álits sérfróðs aðila, dýralæknis eða hundaþjálfara sem Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis viðurkennir áður en ákvörðun um aflífun er tekin.“ Dýr Tengdar fréttir Vilja lóga hundi eftir árás á fimm ára dreng í Kópavogi Eigendur hunds af tegundinni Alaska Malamute hafa beðið um að dýrið verði aflífað eftir að hann beit fimm ára dreng í Kópavogi á föstudaginn langa. 3. apríl 2018 11:22 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Tæplega tveggja ára gamall Alaska Malamute hundur sem beit fimm ára dreng í Kópavogi á föstudaginn langa verður aflífaður. Þetta staðfestir eigandi hundsins í samtali við Vísi en hann var mættur til dýralæknis þar sem aðgerðin fór fram þegar Vísir náði af honum tali. „Ég vona svo sannarlega að barnið nái sér að fullu og mun fylgjast með því enda í stöðugu sambandi við foreldra þess,“ segir Vilhelm Patrick Bernhöft eigandi hundsins sem var af tegundinni Alaska Malamute. Hann vildi ekki ræða málið nánar þar sem hann væri að syrgja hundinn sinn. Hundurinn var í keðju fyrir utan hús eigandans í Vatnsendahvefinu í Kópavogi þegar drengurinn fór að honum til að kjassa hann. Fór það svo að hundurinn beit drenginn illa sem var hraðað á sjúkrahús þar sem þurfti að sauma um áttatíu spor í andlit hans. Eigendur hundsins voru ekki heima en sonur Vilhelms á tvítugsaldri var heima. Nágrannar sem Vísir ræddi við í dag segja það hafa verið tímaspursmál hvenær eitthvað gerðist með hundinn sem væri langtímum saman í keðju fyrir utan húsið. Póstburðarmaður hafi verið bitinn en fyrir það þvertekur Vilhelm. Í 11. grein samþykktar um hundahald í Kópavogi segir að hafi eigandi ástæður til þess að ætla að hundur hans sé grimmur skuli hann sjá til þess að hundur hans sé ávallt mýldur utan heimilis. „Hafi hundur bitið mann og/eða er hættulegur getur eftirlitsaðili, tjónþoli eða forráðamaður hans krafist þess að hundurinn verði aflífaður. Óski hundaeigandi þess skal leita álits sérfróðs aðila, dýralæknis eða hundaþjálfara sem Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis viðurkennir áður en ákvörðun um aflífun er tekin.“
Dýr Tengdar fréttir Vilja lóga hundi eftir árás á fimm ára dreng í Kópavogi Eigendur hunds af tegundinni Alaska Malamute hafa beðið um að dýrið verði aflífað eftir að hann beit fimm ára dreng í Kópavogi á föstudaginn langa. 3. apríl 2018 11:22 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Vilja lóga hundi eftir árás á fimm ára dreng í Kópavogi Eigendur hunds af tegundinni Alaska Malamute hafa beðið um að dýrið verði aflífað eftir að hann beit fimm ára dreng í Kópavogi á föstudaginn langa. 3. apríl 2018 11:22