Á móti umferðarsektum en lofar þrælahald Samúel Karl Ólason skrifar 9. apríl 2018 10:45 El Shafee Elsheikh (til hægri) og Alexanda Kotey (til vinstri). Ekki er vitað hvenær myndirnar voru teknar en þær voru teknar eftir að þeir voru handsamaðir í janúar. Vísir/AFP El Shafee El Sheikh, vígamaður Íslamska ríkisins, sem var einn af „Bítlum“ ISIS, sér ekki eftir neinu og segir að hann myndi taka sömu ákvarðanir aftur. El Sheikh er nú í haldi Kúrda í Sýrlandi þar sem hann ræddi við blaðakonuna Jenan Moussa. Hún segir frá viðtalinu á Twitter og tekur sérstaklega fram hvernig hann virtist vorkenna sjálfum sér.Bítlarnir svokölluðu voru alræmdur hópur erlendra vígamanna ISIS sem fengu nafnið vegna hreims þeirra. Allir voru frá vesturhluta London og pyntuðu fjórmenningarnir vestræna gísla samtakanna og tóku þá af lífi. El Sheikh er sakaður um að hafa aflífað blaðamenn sem voru í haldi ISIS. Vitað er að þeir myrtu minnst sjö gísla en talið er að þeir hafi verið fleiri. ElSheikh og Alexanda Kotey voru handsamaðir í Sýrlandi í byrjun ársins. Mohammed Emwazi, sem gekk undir nafninu Jihadi John, var felldur í loftárás árið 2015 og Aine Davis var handtekinn í Tyrklandi.Sjá einnig: Síðustu „Bítlarnir“ í haldi KúrdaElSheikh viðurkenndi að hafa meðlimur ISIS en vildi ekki segja hvað hann hefði gert fyrir samtökin og sagði að það gæti beðið þar til réttarhöld yfir honum byrjuðu. Það liggur þó ekki fyrir hvar eða hvort réttað verður yfir honum. Bretar hafa til dæmis fellt niður ríkisborgararétt ElSheikh. Kúrdar halda hundruðum erlendra vígamanna ISIS sem heimaríki þeirra vilja ekkert með hafa og vilja ekki fá heim aftur. ElSheikh vildi einnig ekki segja hvar hann hefði verið handsamaður, en sýrlenskir Kúrdar sögðu það hafa verið nærri Deir Ezzor og hann hafi þá verið á leið til Idlib. Þegar Moussa spurði hann hvort hann hefði verið ósammála einhverju innan Íslamska ríkisins sagðist hann hafa verið á móti umferðarsektum. Skömmu seinna sagðist hann styðja þrælahald. „Þú verður að skilja, að þó Bandaríkin hafi ákveðið að fella eitthvað niður, ég veit ekki hvaða ár það var, þá þýðir það ekki að hver einasta manneskja verði að fylgja þeim. Segja að þetta sé nú hræðilegur hlutur sem enginn megi gera. Staðreyndin er sú að þrælahald hefur verið til staðar eins lengi og mannkynið.“ ElSheikh virtist ekki hafa verið sáttur við Bítlanafnið. Hann sagðist ekki hlusta á tónlist og vildi ekki tjá sig um það að öðru leyti en að hann þóttist viss um að John Lennon hefði ekki verið ánægður með það.Vildi engu svara um gíslana Moussa reyndi einnig að spyrja ElSheikh út í örlög James Foley, Kayla Mueller, John Cantlie, Samir Kassab, Ishaq Mukhtar, gísla ISIS. Hann vildi þó ekki tjá sig um það og neitaði að svara spurningum hennar. Hann sagðist þó ekki hafa horft á aftökumyndbönd Íslamska ríkisins og að hann vildi ekki gera það og þætti ekki gaman að horfa á slíkt. ElSheikh vildi ekki senda skilaboð til fjölskyldu sinnar í Bretlandi, sem hefur afneitað honum, og brást reiður við þegar Moussa sagðist mögulega ætla að heimsækja móður hans. Sömuleiðis neitaði hann þegar Kúrdar buðu honum að senda bréf til fjölskyldu sinnar. Moussa hefur áður rætt við meðlimi ISIS og segir hún að ElSheikh hafi verið svipaður og aðrir að því leyti að hann virtist einungis vorkenna sjálfum sér og sýndi engar tilfinningar gagnvart fórnarlömbum grimmdarverka Íslamska ríkisins. Eftir að hann varð reiður og slökkt var á myndavélunum ræddu þau saman um stund og þá sagði ElSheikh að ef hann gæti farið aftur til ársins 2012 myndi hann taka sömu ákvarðanir aftur.1/ EXCLUSIVE: I had first TV interview with notorious ISIS member from UK, part of group dubbed "The Beatles".Accused of beheading reporters, he was caught by Kurds.I met him face to face. He got angry at me. Interview in English for @akhbar. Part1:pic.twitter.com/CaAV81towQ— Jenan Moussa (@jenanmoussa) April 8, 2018 2/ I just tweeted 1st part of my exclusive TV interview with El Shafee Elsheikh, ISIS member from UK. He's suspected member of notorious ISIS group "The Beatles".Find below final part of interview for @akhbar. Nope, he didn't like my set of questions.pic.twitter.com/h6dKMTDnCL— Jenan Moussa (@jenanmoussa) April 8, 2018 11/ Notorious #ISIS-fighter El Shafee Elsheikh told me in interview he was in Raqqa when he read reports that UK media dubbed him and 3 other ISIS-men "The Beatles".Said to me: "I think John Lennon wouldn't have liked it much."From 1 min 55 sec: pic.twitter.com/CaAV81towQ— Jenan Moussa (@jenanmoussa) April 8, 2018 Sýrland Tengdar fréttir Al-Baghdadi „átti“ Kayla Mueller „Þeir sögðu okkur að hann hefði gifst henni og við vitum öll hvað það þýðir,“ segir faðir Mueller. 15. ágúst 2015 15:06 Morðingjar Foleys kröfðust 132 milljóna dollara lausnargjalds Vinnuveitandi bandaríska blaðamannsins James Foleys hefur upplýst að samtökin hafi krafist 132 milljóna dollara lausnargjalds fyrir Foley á síðasta ári. Fyrirtækið tók lausnargjaldskröfuna ekki alvarlega sökum þess hversu há hún var. 21. ágúst 2014 18:33 „Ég er kominn aftur Obama“ Hinn Breski rappari Abdel-Majed Abdel Bary er nú talinn hafa myrt tvo blaðamenn í nafni Íslamska ríkisins. 4. september 2014 11:01 IS birtir myndband af aftöku Sotloffs IS-samtökin hafa birt myndband af aftöku Stevens Sotloff, bandarísks blaðamanns sem var rænt í Sýrlandi á síðasta ári. 2. september 2014 17:25 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Sjá meira
El Shafee El Sheikh, vígamaður Íslamska ríkisins, sem var einn af „Bítlum“ ISIS, sér ekki eftir neinu og segir að hann myndi taka sömu ákvarðanir aftur. El Sheikh er nú í haldi Kúrda í Sýrlandi þar sem hann ræddi við blaðakonuna Jenan Moussa. Hún segir frá viðtalinu á Twitter og tekur sérstaklega fram hvernig hann virtist vorkenna sjálfum sér.Bítlarnir svokölluðu voru alræmdur hópur erlendra vígamanna ISIS sem fengu nafnið vegna hreims þeirra. Allir voru frá vesturhluta London og pyntuðu fjórmenningarnir vestræna gísla samtakanna og tóku þá af lífi. El Sheikh er sakaður um að hafa aflífað blaðamenn sem voru í haldi ISIS. Vitað er að þeir myrtu minnst sjö gísla en talið er að þeir hafi verið fleiri. ElSheikh og Alexanda Kotey voru handsamaðir í Sýrlandi í byrjun ársins. Mohammed Emwazi, sem gekk undir nafninu Jihadi John, var felldur í loftárás árið 2015 og Aine Davis var handtekinn í Tyrklandi.Sjá einnig: Síðustu „Bítlarnir“ í haldi KúrdaElSheikh viðurkenndi að hafa meðlimur ISIS en vildi ekki segja hvað hann hefði gert fyrir samtökin og sagði að það gæti beðið þar til réttarhöld yfir honum byrjuðu. Það liggur þó ekki fyrir hvar eða hvort réttað verður yfir honum. Bretar hafa til dæmis fellt niður ríkisborgararétt ElSheikh. Kúrdar halda hundruðum erlendra vígamanna ISIS sem heimaríki þeirra vilja ekkert með hafa og vilja ekki fá heim aftur. ElSheikh vildi einnig ekki segja hvar hann hefði verið handsamaður, en sýrlenskir Kúrdar sögðu það hafa verið nærri Deir Ezzor og hann hafi þá verið á leið til Idlib. Þegar Moussa spurði hann hvort hann hefði verið ósammála einhverju innan Íslamska ríkisins sagðist hann hafa verið á móti umferðarsektum. Skömmu seinna sagðist hann styðja þrælahald. „Þú verður að skilja, að þó Bandaríkin hafi ákveðið að fella eitthvað niður, ég veit ekki hvaða ár það var, þá þýðir það ekki að hver einasta manneskja verði að fylgja þeim. Segja að þetta sé nú hræðilegur hlutur sem enginn megi gera. Staðreyndin er sú að þrælahald hefur verið til staðar eins lengi og mannkynið.“ ElSheikh virtist ekki hafa verið sáttur við Bítlanafnið. Hann sagðist ekki hlusta á tónlist og vildi ekki tjá sig um það að öðru leyti en að hann þóttist viss um að John Lennon hefði ekki verið ánægður með það.Vildi engu svara um gíslana Moussa reyndi einnig að spyrja ElSheikh út í örlög James Foley, Kayla Mueller, John Cantlie, Samir Kassab, Ishaq Mukhtar, gísla ISIS. Hann vildi þó ekki tjá sig um það og neitaði að svara spurningum hennar. Hann sagðist þó ekki hafa horft á aftökumyndbönd Íslamska ríkisins og að hann vildi ekki gera það og þætti ekki gaman að horfa á slíkt. ElSheikh vildi ekki senda skilaboð til fjölskyldu sinnar í Bretlandi, sem hefur afneitað honum, og brást reiður við þegar Moussa sagðist mögulega ætla að heimsækja móður hans. Sömuleiðis neitaði hann þegar Kúrdar buðu honum að senda bréf til fjölskyldu sinnar. Moussa hefur áður rætt við meðlimi ISIS og segir hún að ElSheikh hafi verið svipaður og aðrir að því leyti að hann virtist einungis vorkenna sjálfum sér og sýndi engar tilfinningar gagnvart fórnarlömbum grimmdarverka Íslamska ríkisins. Eftir að hann varð reiður og slökkt var á myndavélunum ræddu þau saman um stund og þá sagði ElSheikh að ef hann gæti farið aftur til ársins 2012 myndi hann taka sömu ákvarðanir aftur.1/ EXCLUSIVE: I had first TV interview with notorious ISIS member from UK, part of group dubbed "The Beatles".Accused of beheading reporters, he was caught by Kurds.I met him face to face. He got angry at me. Interview in English for @akhbar. Part1:pic.twitter.com/CaAV81towQ— Jenan Moussa (@jenanmoussa) April 8, 2018 2/ I just tweeted 1st part of my exclusive TV interview with El Shafee Elsheikh, ISIS member from UK. He's suspected member of notorious ISIS group "The Beatles".Find below final part of interview for @akhbar. Nope, he didn't like my set of questions.pic.twitter.com/h6dKMTDnCL— Jenan Moussa (@jenanmoussa) April 8, 2018 11/ Notorious #ISIS-fighter El Shafee Elsheikh told me in interview he was in Raqqa when he read reports that UK media dubbed him and 3 other ISIS-men "The Beatles".Said to me: "I think John Lennon wouldn't have liked it much."From 1 min 55 sec: pic.twitter.com/CaAV81towQ— Jenan Moussa (@jenanmoussa) April 8, 2018
Sýrland Tengdar fréttir Al-Baghdadi „átti“ Kayla Mueller „Þeir sögðu okkur að hann hefði gifst henni og við vitum öll hvað það þýðir,“ segir faðir Mueller. 15. ágúst 2015 15:06 Morðingjar Foleys kröfðust 132 milljóna dollara lausnargjalds Vinnuveitandi bandaríska blaðamannsins James Foleys hefur upplýst að samtökin hafi krafist 132 milljóna dollara lausnargjalds fyrir Foley á síðasta ári. Fyrirtækið tók lausnargjaldskröfuna ekki alvarlega sökum þess hversu há hún var. 21. ágúst 2014 18:33 „Ég er kominn aftur Obama“ Hinn Breski rappari Abdel-Majed Abdel Bary er nú talinn hafa myrt tvo blaðamenn í nafni Íslamska ríkisins. 4. september 2014 11:01 IS birtir myndband af aftöku Sotloffs IS-samtökin hafa birt myndband af aftöku Stevens Sotloff, bandarísks blaðamanns sem var rænt í Sýrlandi á síðasta ári. 2. september 2014 17:25 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Sjá meira
Al-Baghdadi „átti“ Kayla Mueller „Þeir sögðu okkur að hann hefði gifst henni og við vitum öll hvað það þýðir,“ segir faðir Mueller. 15. ágúst 2015 15:06
Morðingjar Foleys kröfðust 132 milljóna dollara lausnargjalds Vinnuveitandi bandaríska blaðamannsins James Foleys hefur upplýst að samtökin hafi krafist 132 milljóna dollara lausnargjalds fyrir Foley á síðasta ári. Fyrirtækið tók lausnargjaldskröfuna ekki alvarlega sökum þess hversu há hún var. 21. ágúst 2014 18:33
„Ég er kominn aftur Obama“ Hinn Breski rappari Abdel-Majed Abdel Bary er nú talinn hafa myrt tvo blaðamenn í nafni Íslamska ríkisins. 4. september 2014 11:01
IS birtir myndband af aftöku Sotloffs IS-samtökin hafa birt myndband af aftöku Stevens Sotloff, bandarísks blaðamanns sem var rænt í Sýrlandi á síðasta ári. 2. september 2014 17:25