Síðustu „Bítlarnir“ í haldi Kúrda Samúel Karl Ólason skrifar 8. febrúar 2018 19:55 Mohammed Emwazi, eða Jihadi John, var leiðtogi hinna svokölluðu Bítla. Vísir/AFP Sýrlenskir Kúrdar hafa handsamað síðustu tvo meðlimi alræmds hóps erlendra vígamanna Íslamska ríkisins sem gengu undir nafninu „Bítlarnir“. Fjórmenningarnir pyntuðu vestræna gísla samtakanna og tóku þá af lífi. Mohammed Emwazi, eða Jihadi John, var leiðtogi hinna svokölluðu Bítla. Yfirvöld Bandaríkjanna segja þá fjóra hafa afhöfðað minnst 27 gísla ISIS. Emwazi gekk einnig undir nafninu „Böðull Íslamska ríkisins“ eftir að myndbönd voru birt af honum myrða James Foley, Steven Sotloff og fleiri. Emwazi var felldur í loftárás árið 2015. Aine Davis var handtekinn í Tyrklandi og nú hafa Kúrdar handsamað þá Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh. Allir fjórir voru frá Vestur-Lundúnum og voru þeir kallaðir „Bítlarnir“ vegna hreims þeirra.Samkvæmt frétt New York Times voru þeir Kotey og Elsheikh handsamaðir í síðasta mánuði af Syrian Democratic Forces í Efrat-dalnum, nærri landamærum Írak, þar sem samtökin berjast við Íslamska ríkið. Grunur lék á að þeir væru erlendir vígamenn og staðfestu sérsveitarmenn Bandaríkjanna það með fingraförum þeirra.Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir Kotey hafa pyntað fjölda fanga meðal annars með rafmagni og með því að drekkja þeim. Talið er að hann hafi fengið nokkra breska ríkisborgara til að ganga til liðs við ISIS. Elsheikh fór til Sýrlands og gekk til liðs við al-Qaeda áður en hann lýsti yfir hollustu við Íslamska ríkið. Hann var þekktur fyrir að krossfesta fanga samtakanna. New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna hafi haldið því leyndu að þeir hefðu verið handsamaðir. Það hefði verið gert á meðan verið væri að nýta það sem þeir hefðu gefið upp og aðrar upplýsingar sem öfluðust með handsömun þeirra. Sýrland Tengdar fréttir Gerðu misheppnaða tilraun til að bjarga Foley Bandarísk stjórnvöld hafa greint frá því að nýverið hafi verið skipulögð leynileg sendiför sérsveitamanna til Sýrlands til þess að freista þess að fresla bandaríska gísla sem eru í höndum íslamskra öfgamanna. 21. ágúst 2014 08:11 „Ég er kominn aftur Obama“ Hinn Breski rappari Abdel-Majed Abdel Bary er nú talinn hafa myrt tvo blaðamenn í nafni Íslamska ríkisins. 4. september 2014 11:01 Móðir bandarísks blaðamanns biðlar til leiðtoga IS Móðir Stevens Sotloff biður leiðtoga IS um að sleppa syni sínum í myndbandi sem birt var í dag. 27. ágúst 2014 16:50 IS birtir myndband af aftöku Sotloffs IS-samtökin hafa birt myndband af aftöku Stevens Sotloff, bandarísks blaðamanns sem var rænt í Sýrlandi á síðasta ári. 2. september 2014 17:25 Íslamistar í Írak birta myndband af aftöku blaðamanns Maðurinn sem er hálshöggvinn í myndbandinu er sagður vera bandaríski blaðamaðurinn James Foley. 19. ágúst 2014 22:28 Staðfesta dauða Jihadi John Íslamska ríkið birti langa minningargrein um Bretann Mohammed Emwazi, sem var böðull samtakanna. 19. janúar 2016 23:00 Drengurinn sem varð að hataðasta manni Bretlands Breskir fjölmiðlar hafa nú dregið upp mynd af hinum 27 ára Mohammed Emwazi, manninum sem birst hefur í aftökumyndböndum ISIS. 28. febrúar 2015 16:06 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Sýrlenskir Kúrdar hafa handsamað síðustu tvo meðlimi alræmds hóps erlendra vígamanna Íslamska ríkisins sem gengu undir nafninu „Bítlarnir“. Fjórmenningarnir pyntuðu vestræna gísla samtakanna og tóku þá af lífi. Mohammed Emwazi, eða Jihadi John, var leiðtogi hinna svokölluðu Bítla. Yfirvöld Bandaríkjanna segja þá fjóra hafa afhöfðað minnst 27 gísla ISIS. Emwazi gekk einnig undir nafninu „Böðull Íslamska ríkisins“ eftir að myndbönd voru birt af honum myrða James Foley, Steven Sotloff og fleiri. Emwazi var felldur í loftárás árið 2015. Aine Davis var handtekinn í Tyrklandi og nú hafa Kúrdar handsamað þá Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh. Allir fjórir voru frá Vestur-Lundúnum og voru þeir kallaðir „Bítlarnir“ vegna hreims þeirra.Samkvæmt frétt New York Times voru þeir Kotey og Elsheikh handsamaðir í síðasta mánuði af Syrian Democratic Forces í Efrat-dalnum, nærri landamærum Írak, þar sem samtökin berjast við Íslamska ríkið. Grunur lék á að þeir væru erlendir vígamenn og staðfestu sérsveitarmenn Bandaríkjanna það með fingraförum þeirra.Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir Kotey hafa pyntað fjölda fanga meðal annars með rafmagni og með því að drekkja þeim. Talið er að hann hafi fengið nokkra breska ríkisborgara til að ganga til liðs við ISIS. Elsheikh fór til Sýrlands og gekk til liðs við al-Qaeda áður en hann lýsti yfir hollustu við Íslamska ríkið. Hann var þekktur fyrir að krossfesta fanga samtakanna. New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna hafi haldið því leyndu að þeir hefðu verið handsamaðir. Það hefði verið gert á meðan verið væri að nýta það sem þeir hefðu gefið upp og aðrar upplýsingar sem öfluðust með handsömun þeirra.
Sýrland Tengdar fréttir Gerðu misheppnaða tilraun til að bjarga Foley Bandarísk stjórnvöld hafa greint frá því að nýverið hafi verið skipulögð leynileg sendiför sérsveitamanna til Sýrlands til þess að freista þess að fresla bandaríska gísla sem eru í höndum íslamskra öfgamanna. 21. ágúst 2014 08:11 „Ég er kominn aftur Obama“ Hinn Breski rappari Abdel-Majed Abdel Bary er nú talinn hafa myrt tvo blaðamenn í nafni Íslamska ríkisins. 4. september 2014 11:01 Móðir bandarísks blaðamanns biðlar til leiðtoga IS Móðir Stevens Sotloff biður leiðtoga IS um að sleppa syni sínum í myndbandi sem birt var í dag. 27. ágúst 2014 16:50 IS birtir myndband af aftöku Sotloffs IS-samtökin hafa birt myndband af aftöku Stevens Sotloff, bandarísks blaðamanns sem var rænt í Sýrlandi á síðasta ári. 2. september 2014 17:25 Íslamistar í Írak birta myndband af aftöku blaðamanns Maðurinn sem er hálshöggvinn í myndbandinu er sagður vera bandaríski blaðamaðurinn James Foley. 19. ágúst 2014 22:28 Staðfesta dauða Jihadi John Íslamska ríkið birti langa minningargrein um Bretann Mohammed Emwazi, sem var böðull samtakanna. 19. janúar 2016 23:00 Drengurinn sem varð að hataðasta manni Bretlands Breskir fjölmiðlar hafa nú dregið upp mynd af hinum 27 ára Mohammed Emwazi, manninum sem birst hefur í aftökumyndböndum ISIS. 28. febrúar 2015 16:06 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Gerðu misheppnaða tilraun til að bjarga Foley Bandarísk stjórnvöld hafa greint frá því að nýverið hafi verið skipulögð leynileg sendiför sérsveitamanna til Sýrlands til þess að freista þess að fresla bandaríska gísla sem eru í höndum íslamskra öfgamanna. 21. ágúst 2014 08:11
„Ég er kominn aftur Obama“ Hinn Breski rappari Abdel-Majed Abdel Bary er nú talinn hafa myrt tvo blaðamenn í nafni Íslamska ríkisins. 4. september 2014 11:01
Móðir bandarísks blaðamanns biðlar til leiðtoga IS Móðir Stevens Sotloff biður leiðtoga IS um að sleppa syni sínum í myndbandi sem birt var í dag. 27. ágúst 2014 16:50
IS birtir myndband af aftöku Sotloffs IS-samtökin hafa birt myndband af aftöku Stevens Sotloff, bandarísks blaðamanns sem var rænt í Sýrlandi á síðasta ári. 2. september 2014 17:25
Íslamistar í Írak birta myndband af aftöku blaðamanns Maðurinn sem er hálshöggvinn í myndbandinu er sagður vera bandaríski blaðamaðurinn James Foley. 19. ágúst 2014 22:28
Staðfesta dauða Jihadi John Íslamska ríkið birti langa minningargrein um Bretann Mohammed Emwazi, sem var böðull samtakanna. 19. janúar 2016 23:00
Drengurinn sem varð að hataðasta manni Bretlands Breskir fjölmiðlar hafa nú dregið upp mynd af hinum 27 ára Mohammed Emwazi, manninum sem birst hefur í aftökumyndböndum ISIS. 28. febrúar 2015 16:06