Bubbi og Gylfi takast á um Séra Davíð Jakob Bjarnar skrifar 9. apríl 2018 11:03 Meðan Gylfi finnur Séra Davíð flest til foráttu vill Bubbi koma presti til varnar. Kveðskapur Séra Davíðs Þórs Jónssonar, sóknarprests í Laugarneskirkju, sem væntanlegur er á plötu austfirsku pönkhljómsveitarinnar Austurvígstöðvarnar, ætla heldur betur að draga dilk á eftir sér. En, einkum er það kvæðið „Arnþrúður er full“ þar sem spjótum er beint að Arnþrúði Karlsdóttur og Útvarpi Sögu, sem ýfir öldur.Kæra á borði biskupsFyrir liggur að á annan tug kvartana vegna kvæðisins hafa borist Biskupsstofu auk kæru, að sögn Þorvaldar Víðissonar biskupsritara. „Biskup er þessa dagana að uppfylla rannsóknarskyldu sína samkvæmt stjórnsýslulögum, varðandi innkomið erindi er varðar séra Davíð Þór Jónsson sóknarprest í Laugarneskirkju og Arnþrúði Karlsdóttur útvarpsstjóra. Í því ljósi verður síðan metið hvert framhald málsins verður,“ segir Þorvaldur. Víst er að kirkjunni er nokkur vandi á höndum.Frumstæð skrumskæld mynd af Séra DavíðDeilurnar hafa teygt anga sína inn í hið íslenska tónlistarlíf og takast þeir á um séra Davíð þeir Gylfi Ægisson og Bubbi Morthens.Hin frumstæða mynd Gylfa Ægissonar. Séra Satan Satan.Víst er að Gylfi, sem er mikill aðdáandi Útvarps Sögu og þeirra sjónarmiða sem þar hafa verið viðruð, sjónarmiða sem eru einmitt eitur í beinum Séra Davíðs Þórs og snúa að málefnum innflytjenda, er enginn aðdáandi prests nema síður sé. Hann, eða einhver vinur hans, hefur dundað sér við að skrumskæla mynd Vísis af Davíð á fremur frumstæðan hátt. Búið er að teikna tungu snáks í andlit Séra Davíðs, eiga við augu hans og setja á hann vígtennur. Auk þess er búið að skrifa inná myndina: „Séra Satan Satan“. Þessa mynd birtir Gylfi og segir: „Séra Satan í stuði plata á leiðinni“.Bubbi til varnarVinir Gylfi úthúða Séra Davíð með athugasemdum sem vart er hafandi eftir. Og bent á að bloggsíða Séra Davíðs heiti Silfurgeitin, en geitin sé einmitt merki Kölska. Nema, Bubbi Morthens hættir sér inná þennan vígvöll og reynir að verja Davíð með orðunum: „Davíð Þór Jónson er kjarkaður með hjartað á réttum stað og flottur Prestur“. Þessi orð Bubba hitta menn misvel fyrir, eftir því hvar þeir standa í þessari sérkennilegu deilu. Þannig er víst að hvergi nærri er fyrir endann á þessari deilu séð. Hins vegar hefur hún vakið athygli á fyrirhugaðri plötu Austurvígstöðvarinnar, en tekist hefur að safna fyrir upptökukostnaði á Karlolina Fund. Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Útvarp Satan mun koma út Austurvígstöðvunum tókst að safna fyrir upptökum. 6. apríl 2018 14:50 Hlustendur Útvarps Sögu vilja ekki reka séra Davíð Þór Niðurstöður skoðanakönnunar liggja fyrir. 13. mars 2018 12:30 „Er búið að breyta þjóðkirkjunni í kirkju Satans?“ Pétur Gunnlaugsson krefst þess að biskup reki séra Davíð Þór Jónsson. 12. mars 2018 12:09 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Fleiri fréttir Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Sjá meira
Kveðskapur Séra Davíðs Þórs Jónssonar, sóknarprests í Laugarneskirkju, sem væntanlegur er á plötu austfirsku pönkhljómsveitarinnar Austurvígstöðvarnar, ætla heldur betur að draga dilk á eftir sér. En, einkum er það kvæðið „Arnþrúður er full“ þar sem spjótum er beint að Arnþrúði Karlsdóttur og Útvarpi Sögu, sem ýfir öldur.Kæra á borði biskupsFyrir liggur að á annan tug kvartana vegna kvæðisins hafa borist Biskupsstofu auk kæru, að sögn Þorvaldar Víðissonar biskupsritara. „Biskup er þessa dagana að uppfylla rannsóknarskyldu sína samkvæmt stjórnsýslulögum, varðandi innkomið erindi er varðar séra Davíð Þór Jónsson sóknarprest í Laugarneskirkju og Arnþrúði Karlsdóttur útvarpsstjóra. Í því ljósi verður síðan metið hvert framhald málsins verður,“ segir Þorvaldur. Víst er að kirkjunni er nokkur vandi á höndum.Frumstæð skrumskæld mynd af Séra DavíðDeilurnar hafa teygt anga sína inn í hið íslenska tónlistarlíf og takast þeir á um séra Davíð þeir Gylfi Ægisson og Bubbi Morthens.Hin frumstæða mynd Gylfa Ægissonar. Séra Satan Satan.Víst er að Gylfi, sem er mikill aðdáandi Útvarps Sögu og þeirra sjónarmiða sem þar hafa verið viðruð, sjónarmiða sem eru einmitt eitur í beinum Séra Davíðs Þórs og snúa að málefnum innflytjenda, er enginn aðdáandi prests nema síður sé. Hann, eða einhver vinur hans, hefur dundað sér við að skrumskæla mynd Vísis af Davíð á fremur frumstæðan hátt. Búið er að teikna tungu snáks í andlit Séra Davíðs, eiga við augu hans og setja á hann vígtennur. Auk þess er búið að skrifa inná myndina: „Séra Satan Satan“. Þessa mynd birtir Gylfi og segir: „Séra Satan í stuði plata á leiðinni“.Bubbi til varnarVinir Gylfi úthúða Séra Davíð með athugasemdum sem vart er hafandi eftir. Og bent á að bloggsíða Séra Davíðs heiti Silfurgeitin, en geitin sé einmitt merki Kölska. Nema, Bubbi Morthens hættir sér inná þennan vígvöll og reynir að verja Davíð með orðunum: „Davíð Þór Jónson er kjarkaður með hjartað á réttum stað og flottur Prestur“. Þessi orð Bubba hitta menn misvel fyrir, eftir því hvar þeir standa í þessari sérkennilegu deilu. Þannig er víst að hvergi nærri er fyrir endann á þessari deilu séð. Hins vegar hefur hún vakið athygli á fyrirhugaðri plötu Austurvígstöðvarinnar, en tekist hefur að safna fyrir upptökukostnaði á Karlolina Fund.
Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Útvarp Satan mun koma út Austurvígstöðvunum tókst að safna fyrir upptökum. 6. apríl 2018 14:50 Hlustendur Útvarps Sögu vilja ekki reka séra Davíð Þór Niðurstöður skoðanakönnunar liggja fyrir. 13. mars 2018 12:30 „Er búið að breyta þjóðkirkjunni í kirkju Satans?“ Pétur Gunnlaugsson krefst þess að biskup reki séra Davíð Þór Jónsson. 12. mars 2018 12:09 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Fleiri fréttir Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Sjá meira
Hlustendur Útvarps Sögu vilja ekki reka séra Davíð Þór Niðurstöður skoðanakönnunar liggja fyrir. 13. mars 2018 12:30
„Er búið að breyta þjóðkirkjunni í kirkju Satans?“ Pétur Gunnlaugsson krefst þess að biskup reki séra Davíð Þór Jónsson. 12. mars 2018 12:09