Þvílíkir drullusokkar
Það er trymbill hljómsveitarinnar, Jón Knútur Ásmundsson, sem tilkynnti þetta nú um hádegisbil á Faceboosíðu sinni.„Okkur tókst að klára þetta í gær og það er á stundum sem þessum sem maður kemst að því hverjir vinir manns eru. Þannig á ég slatta af "vinum" sem studdu þetta ekki. Þvílíkir fokkings drullusokkar og...

Neinei. Takk öll sömul. Ég lofa góðri hljómplötu. Það er enn hægt að kaupa á KF og tryggja veru sína á kreditlista plötu er öðlast mun hérumbil goðsögulegan sess í annálum pönksins. Allavega austfirska pönksins.“
Kæra liggur fyrir á biskupsstofu
Þannig hljómaði það, svo mörg voru þau orð. En Vísir ræddi einmitt við Jón Knút um hljómsveitina og þessa fyrirhuguðu plötu en kveðskapur forsprakka sveitarinnar, Séra Davíðs Þórs Jónssonar, sóknarprests í Laugarneskirkju, hefur fyrir brjóstið á margri sómakærri sálinni.Einkum er það textinn „Arnþrúður er full“, þar sem spjótum er beint að Arnþrúði Karlsdóttur útvarpsstjóra og Útvarpi Sögu almennt sem hefur gert þeim þar gramt í geði. Á biskupsstofu liggur fyrir kæra á hendur Séra Davíð Þór sem Agnes M. Sigurðardóttir biskup yfir Íslandi er nú að taka afstöðu til. En, þau Arnþrúður og Pétur Gunnlaugsson, helsta rödd Útvarps Sögu, telja fyrir neðan allar hellur að maður á borð við Séra Davíð þjóni fyrir altari.