Staðan í borginni Guðmundur Steingrímsson skrifar 31. mars 2018 09:45 Ég get ekki sagt að ég sé brjálaður yfir neinu sérstöku í Reykjavík. Í aðdraganda borgarstjórnarkosninga hefur maður svolítið verið að skoða hug sinn og velta fyrir sér hvaða mál það eru sem brenna á manni. Það sem ég hef einkum komist að er það, að ég er alla vega ekki brjálaður yfir málum sem margir aðrir virðast brjálaðir yfir. Fínn veggur Ég segi kannski ekki að fólk sé snælduvitlaust. En það eru stór orð látin falla og ég er ekki alltaf að tengja. Kári Stefánsson er til dæmis reiður út af veggnum við Klambratún og skrifaði um það harðorða grein hér í blaðinu á dögunum. Mér er fyrirmunað að láta þennan vegg fara í taugarnar á mér. Mér finnst þetta fínn veggur. Hann aðskilur túnið, útivistarsvæðið, frá bílaumferðinni. Að líkja Degi við Donald Trump út af þessum vegg finnst mér hlægilega ofsafengið. Svo eru aðrir brjálaðir yfir ferðamönnunum í miðbænum. Ég er mjög ánægður með þá. Reykjavík er svo margfalt skemmtilegri borg að mínu mati eftir að ferðamenn fóru að setja svip sinn á miðbæinn. Að fara niður í miðbæ á laugardegi er nánast eins og að fara til útlanda. Mér finnst það frábært. Ódýr leið til að fara til útlanda. Stóru málin Þó nokkuð af fólki er brjálað yfir því að áformað skuli að spítalinn skuli vaxa og byggjast upp á þeim stað þar sem hann er núna. Það vill hafa hann annars staðar. Hér er ég ekki með á nótunum. Mér finnst fullt af góðum rökum mæla með núverandi staðsetningu. Almennt séð finnst mér það líka góð stefna að reyna að hafa stóra vinnustaði í nálægð við svæði þar sem flestir búa. Það er umhverfisvænt. Svo finnst mér líka auðveldara að treysta staðarvali sem er fengið með ígrundaðri skoðun margra kosta — eins og búið er að gera nokkrum sinnum — heldur en staðarvali sem virðist í mesta lagi byggt á kroti besserwissers á servíettu. Þétt byggð er minn bolli af te. Kem ég þá auðvitað að máli málanna, deiluefninu sem virðist gera fólk raunverulega snælduvitlaust. Ég hef orðið vitni að fundum leysast upp í skæting og dólgslæti út af því máli. Fólk froðufellir. Hér á ég að sjálfsögðu við Reykjavíkurflugvöll. Mér finnst það sallafín hugmynd að byggja frekar íbúðir og hafa fagurt mannlíf með alls konar atvinnulífi og afþreyingu á þeim stað þar sem hann er núna. Ég er því ekki brjálaður yfir því að hann eigi að fara. Eitt og annað Er ég þá bara sáttur? Nei, ekki alveg. Eitt og annað myndi ég vilja sjá lagað. Mér finnst að þjónusta við fólk sem vill endurvinna meira og flokka rusl megi vera betri. Mér finnst fjölbreytni í tómstundastarfi fyrir börn og unglinga mega vera mun meiri. Það mætti koma með fleiri valkosti við allar þessar keppnisíþróttir. Mér finnst líka sorglegt að bernska barna líði hjá án þess að þau komist lengra en á biðlista eftir listnámi, eins og tónlist og myndlist. Svo fannst mér ekki ánægjulegt að eiga viðskipti við skrifstofu Skipulagssviðs þegar við hjónin fórum í endurbætur á húsinu okkar. Þjónustulundin og sveigjanleikinn gagnvart íbúum borgarinnar, sem vilja leggja vinnu á sig við að gera húsin sín fallegri eða jafnvel byggja ný, mætti vera töluvert meiri. Svo fannst mér það líka arfaslakt þegar lítill, sætur veitingastaður í hverfinu okkar fékk ekki leyfi frá borginni til að selja rautt og hvítt til klukkan ellefu á kvöldin. Það fer í taugarnar á mér. Að öðru leyti er ég bara nokkuð góður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Ég get ekki sagt að ég sé brjálaður yfir neinu sérstöku í Reykjavík. Í aðdraganda borgarstjórnarkosninga hefur maður svolítið verið að skoða hug sinn og velta fyrir sér hvaða mál það eru sem brenna á manni. Það sem ég hef einkum komist að er það, að ég er alla vega ekki brjálaður yfir málum sem margir aðrir virðast brjálaðir yfir. Fínn veggur Ég segi kannski ekki að fólk sé snælduvitlaust. En það eru stór orð látin falla og ég er ekki alltaf að tengja. Kári Stefánsson er til dæmis reiður út af veggnum við Klambratún og skrifaði um það harðorða grein hér í blaðinu á dögunum. Mér er fyrirmunað að láta þennan vegg fara í taugarnar á mér. Mér finnst þetta fínn veggur. Hann aðskilur túnið, útivistarsvæðið, frá bílaumferðinni. Að líkja Degi við Donald Trump út af þessum vegg finnst mér hlægilega ofsafengið. Svo eru aðrir brjálaðir yfir ferðamönnunum í miðbænum. Ég er mjög ánægður með þá. Reykjavík er svo margfalt skemmtilegri borg að mínu mati eftir að ferðamenn fóru að setja svip sinn á miðbæinn. Að fara niður í miðbæ á laugardegi er nánast eins og að fara til útlanda. Mér finnst það frábært. Ódýr leið til að fara til útlanda. Stóru málin Þó nokkuð af fólki er brjálað yfir því að áformað skuli að spítalinn skuli vaxa og byggjast upp á þeim stað þar sem hann er núna. Það vill hafa hann annars staðar. Hér er ég ekki með á nótunum. Mér finnst fullt af góðum rökum mæla með núverandi staðsetningu. Almennt séð finnst mér það líka góð stefna að reyna að hafa stóra vinnustaði í nálægð við svæði þar sem flestir búa. Það er umhverfisvænt. Svo finnst mér líka auðveldara að treysta staðarvali sem er fengið með ígrundaðri skoðun margra kosta — eins og búið er að gera nokkrum sinnum — heldur en staðarvali sem virðist í mesta lagi byggt á kroti besserwissers á servíettu. Þétt byggð er minn bolli af te. Kem ég þá auðvitað að máli málanna, deiluefninu sem virðist gera fólk raunverulega snælduvitlaust. Ég hef orðið vitni að fundum leysast upp í skæting og dólgslæti út af því máli. Fólk froðufellir. Hér á ég að sjálfsögðu við Reykjavíkurflugvöll. Mér finnst það sallafín hugmynd að byggja frekar íbúðir og hafa fagurt mannlíf með alls konar atvinnulífi og afþreyingu á þeim stað þar sem hann er núna. Ég er því ekki brjálaður yfir því að hann eigi að fara. Eitt og annað Er ég þá bara sáttur? Nei, ekki alveg. Eitt og annað myndi ég vilja sjá lagað. Mér finnst að þjónusta við fólk sem vill endurvinna meira og flokka rusl megi vera betri. Mér finnst fjölbreytni í tómstundastarfi fyrir börn og unglinga mega vera mun meiri. Það mætti koma með fleiri valkosti við allar þessar keppnisíþróttir. Mér finnst líka sorglegt að bernska barna líði hjá án þess að þau komist lengra en á biðlista eftir listnámi, eins og tónlist og myndlist. Svo fannst mér ekki ánægjulegt að eiga viðskipti við skrifstofu Skipulagssviðs þegar við hjónin fórum í endurbætur á húsinu okkar. Þjónustulundin og sveigjanleikinn gagnvart íbúum borgarinnar, sem vilja leggja vinnu á sig við að gera húsin sín fallegri eða jafnvel byggja ný, mætti vera töluvert meiri. Svo fannst mér það líka arfaslakt þegar lítill, sætur veitingastaður í hverfinu okkar fékk ekki leyfi frá borginni til að selja rautt og hvítt til klukkan ellefu á kvöldin. Það fer í taugarnar á mér. Að öðru leyti er ég bara nokkuð góður.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun