Staðan í borginni Guðmundur Steingrímsson skrifar 31. mars 2018 09:45 Ég get ekki sagt að ég sé brjálaður yfir neinu sérstöku í Reykjavík. Í aðdraganda borgarstjórnarkosninga hefur maður svolítið verið að skoða hug sinn og velta fyrir sér hvaða mál það eru sem brenna á manni. Það sem ég hef einkum komist að er það, að ég er alla vega ekki brjálaður yfir málum sem margir aðrir virðast brjálaðir yfir. Fínn veggur Ég segi kannski ekki að fólk sé snælduvitlaust. En það eru stór orð látin falla og ég er ekki alltaf að tengja. Kári Stefánsson er til dæmis reiður út af veggnum við Klambratún og skrifaði um það harðorða grein hér í blaðinu á dögunum. Mér er fyrirmunað að láta þennan vegg fara í taugarnar á mér. Mér finnst þetta fínn veggur. Hann aðskilur túnið, útivistarsvæðið, frá bílaumferðinni. Að líkja Degi við Donald Trump út af þessum vegg finnst mér hlægilega ofsafengið. Svo eru aðrir brjálaðir yfir ferðamönnunum í miðbænum. Ég er mjög ánægður með þá. Reykjavík er svo margfalt skemmtilegri borg að mínu mati eftir að ferðamenn fóru að setja svip sinn á miðbæinn. Að fara niður í miðbæ á laugardegi er nánast eins og að fara til útlanda. Mér finnst það frábært. Ódýr leið til að fara til útlanda. Stóru málin Þó nokkuð af fólki er brjálað yfir því að áformað skuli að spítalinn skuli vaxa og byggjast upp á þeim stað þar sem hann er núna. Það vill hafa hann annars staðar. Hér er ég ekki með á nótunum. Mér finnst fullt af góðum rökum mæla með núverandi staðsetningu. Almennt séð finnst mér það líka góð stefna að reyna að hafa stóra vinnustaði í nálægð við svæði þar sem flestir búa. Það er umhverfisvænt. Svo finnst mér líka auðveldara að treysta staðarvali sem er fengið með ígrundaðri skoðun margra kosta — eins og búið er að gera nokkrum sinnum — heldur en staðarvali sem virðist í mesta lagi byggt á kroti besserwissers á servíettu. Þétt byggð er minn bolli af te. Kem ég þá auðvitað að máli málanna, deiluefninu sem virðist gera fólk raunverulega snælduvitlaust. Ég hef orðið vitni að fundum leysast upp í skæting og dólgslæti út af því máli. Fólk froðufellir. Hér á ég að sjálfsögðu við Reykjavíkurflugvöll. Mér finnst það sallafín hugmynd að byggja frekar íbúðir og hafa fagurt mannlíf með alls konar atvinnulífi og afþreyingu á þeim stað þar sem hann er núna. Ég er því ekki brjálaður yfir því að hann eigi að fara. Eitt og annað Er ég þá bara sáttur? Nei, ekki alveg. Eitt og annað myndi ég vilja sjá lagað. Mér finnst að þjónusta við fólk sem vill endurvinna meira og flokka rusl megi vera betri. Mér finnst fjölbreytni í tómstundastarfi fyrir börn og unglinga mega vera mun meiri. Það mætti koma með fleiri valkosti við allar þessar keppnisíþróttir. Mér finnst líka sorglegt að bernska barna líði hjá án þess að þau komist lengra en á biðlista eftir listnámi, eins og tónlist og myndlist. Svo fannst mér ekki ánægjulegt að eiga viðskipti við skrifstofu Skipulagssviðs þegar við hjónin fórum í endurbætur á húsinu okkar. Þjónustulundin og sveigjanleikinn gagnvart íbúum borgarinnar, sem vilja leggja vinnu á sig við að gera húsin sín fallegri eða jafnvel byggja ný, mætti vera töluvert meiri. Svo fannst mér það líka arfaslakt þegar lítill, sætur veitingastaður í hverfinu okkar fékk ekki leyfi frá borginni til að selja rautt og hvítt til klukkan ellefu á kvöldin. Það fer í taugarnar á mér. Að öðru leyti er ég bara nokkuð góður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Ég get ekki sagt að ég sé brjálaður yfir neinu sérstöku í Reykjavík. Í aðdraganda borgarstjórnarkosninga hefur maður svolítið verið að skoða hug sinn og velta fyrir sér hvaða mál það eru sem brenna á manni. Það sem ég hef einkum komist að er það, að ég er alla vega ekki brjálaður yfir málum sem margir aðrir virðast brjálaðir yfir. Fínn veggur Ég segi kannski ekki að fólk sé snælduvitlaust. En það eru stór orð látin falla og ég er ekki alltaf að tengja. Kári Stefánsson er til dæmis reiður út af veggnum við Klambratún og skrifaði um það harðorða grein hér í blaðinu á dögunum. Mér er fyrirmunað að láta þennan vegg fara í taugarnar á mér. Mér finnst þetta fínn veggur. Hann aðskilur túnið, útivistarsvæðið, frá bílaumferðinni. Að líkja Degi við Donald Trump út af þessum vegg finnst mér hlægilega ofsafengið. Svo eru aðrir brjálaðir yfir ferðamönnunum í miðbænum. Ég er mjög ánægður með þá. Reykjavík er svo margfalt skemmtilegri borg að mínu mati eftir að ferðamenn fóru að setja svip sinn á miðbæinn. Að fara niður í miðbæ á laugardegi er nánast eins og að fara til útlanda. Mér finnst það frábært. Ódýr leið til að fara til útlanda. Stóru málin Þó nokkuð af fólki er brjálað yfir því að áformað skuli að spítalinn skuli vaxa og byggjast upp á þeim stað þar sem hann er núna. Það vill hafa hann annars staðar. Hér er ég ekki með á nótunum. Mér finnst fullt af góðum rökum mæla með núverandi staðsetningu. Almennt séð finnst mér það líka góð stefna að reyna að hafa stóra vinnustaði í nálægð við svæði þar sem flestir búa. Það er umhverfisvænt. Svo finnst mér líka auðveldara að treysta staðarvali sem er fengið með ígrundaðri skoðun margra kosta — eins og búið er að gera nokkrum sinnum — heldur en staðarvali sem virðist í mesta lagi byggt á kroti besserwissers á servíettu. Þétt byggð er minn bolli af te. Kem ég þá auðvitað að máli málanna, deiluefninu sem virðist gera fólk raunverulega snælduvitlaust. Ég hef orðið vitni að fundum leysast upp í skæting og dólgslæti út af því máli. Fólk froðufellir. Hér á ég að sjálfsögðu við Reykjavíkurflugvöll. Mér finnst það sallafín hugmynd að byggja frekar íbúðir og hafa fagurt mannlíf með alls konar atvinnulífi og afþreyingu á þeim stað þar sem hann er núna. Ég er því ekki brjálaður yfir því að hann eigi að fara. Eitt og annað Er ég þá bara sáttur? Nei, ekki alveg. Eitt og annað myndi ég vilja sjá lagað. Mér finnst að þjónusta við fólk sem vill endurvinna meira og flokka rusl megi vera betri. Mér finnst fjölbreytni í tómstundastarfi fyrir börn og unglinga mega vera mun meiri. Það mætti koma með fleiri valkosti við allar þessar keppnisíþróttir. Mér finnst líka sorglegt að bernska barna líði hjá án þess að þau komist lengra en á biðlista eftir listnámi, eins og tónlist og myndlist. Svo fannst mér ekki ánægjulegt að eiga viðskipti við skrifstofu Skipulagssviðs þegar við hjónin fórum í endurbætur á húsinu okkar. Þjónustulundin og sveigjanleikinn gagnvart íbúum borgarinnar, sem vilja leggja vinnu á sig við að gera húsin sín fallegri eða jafnvel byggja ný, mætti vera töluvert meiri. Svo fannst mér það líka arfaslakt þegar lítill, sætur veitingastaður í hverfinu okkar fékk ekki leyfi frá borginni til að selja rautt og hvítt til klukkan ellefu á kvöldin. Það fer í taugarnar á mér. Að öðru leyti er ég bara nokkuð góður.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun