Framsókn hafi herjað á samninginn Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. mars 2018 06:00 Ólafur Loftsson er formaður Félags grunnskólakennara. VÍSIR/STEFÁN Grunnskólakennarar felldu í gær kjarasamning sinn við Samband íslenskra sveitarfélaga. Rúm 68 prósent félagsmanna sögðu nei í atkvæðagreiðslunni. Alls voru 4.697 manns á kjörskrá og greiddu rúm 80 prósent þeirra atkvæði eða 3.973 félagsmenn. 2.599 greiddu atkvæði gegn samningnum. „Auðvitað eru það alltaf vonbrigði þegar það sem maður leggur fram nær ekki fram að ganga. Við hefðum ekki fallist á þennan kjarasamning hefðum við haldið að lengra yrði komist,“ segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara. Samningurinn kvað meðal annars á um breytingar á launum, að horfið yrði frá vinnumati, greitt yrði fyrir sértæk verkefni og að tími til annarra faglegra starfa yrði minnkaður. Ólafur segir að strax í upphafi hafi verið þung herferð gegn samningnum. Hún hafi átt rætur að rekja til Framsóknarflokksins í Reykjavík. Tveir verðandi stjórnarmenn í félaginu séu á lista hjá flokknum í borginni. Vísar Ólafur þar meðal annars til Ásthildar Lóu Þórsdóttur en hún skipar þriðja sæti á lista Framsóknarflokksins í borginni. Aðspurður um hvað taki nú við segir Ólafur að það muni skýrast á næstunni. „Við hittum samninganefnd sveitarfélaganna á morgun. Núverandi stjórn mun gera allt sem hún getur til að ný stjórn taki við slíku búi að hún geti náð hámarksárangri í því verkefni sem fram undan er,“ segir Ólafur. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Grunnskólakennarar felldu nýjan kjarasamning Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara hefur fellt nýgerðan kjarasamning FG og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nei sögðu 68,52 prósent en já sögðu 29,74 prósent. 21. mars 2018 15:50 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Grunnskólakennarar felldu í gær kjarasamning sinn við Samband íslenskra sveitarfélaga. Rúm 68 prósent félagsmanna sögðu nei í atkvæðagreiðslunni. Alls voru 4.697 manns á kjörskrá og greiddu rúm 80 prósent þeirra atkvæði eða 3.973 félagsmenn. 2.599 greiddu atkvæði gegn samningnum. „Auðvitað eru það alltaf vonbrigði þegar það sem maður leggur fram nær ekki fram að ganga. Við hefðum ekki fallist á þennan kjarasamning hefðum við haldið að lengra yrði komist,“ segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara. Samningurinn kvað meðal annars á um breytingar á launum, að horfið yrði frá vinnumati, greitt yrði fyrir sértæk verkefni og að tími til annarra faglegra starfa yrði minnkaður. Ólafur segir að strax í upphafi hafi verið þung herferð gegn samningnum. Hún hafi átt rætur að rekja til Framsóknarflokksins í Reykjavík. Tveir verðandi stjórnarmenn í félaginu séu á lista hjá flokknum í borginni. Vísar Ólafur þar meðal annars til Ásthildar Lóu Þórsdóttur en hún skipar þriðja sæti á lista Framsóknarflokksins í borginni. Aðspurður um hvað taki nú við segir Ólafur að það muni skýrast á næstunni. „Við hittum samninganefnd sveitarfélaganna á morgun. Núverandi stjórn mun gera allt sem hún getur til að ný stjórn taki við slíku búi að hún geti náð hámarksárangri í því verkefni sem fram undan er,“ segir Ólafur.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Grunnskólakennarar felldu nýjan kjarasamning Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara hefur fellt nýgerðan kjarasamning FG og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nei sögðu 68,52 prósent en já sögðu 29,74 prósent. 21. mars 2018 15:50 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Grunnskólakennarar felldu nýjan kjarasamning Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara hefur fellt nýgerðan kjarasamning FG og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nei sögðu 68,52 prósent en já sögðu 29,74 prósent. 21. mars 2018 15:50