Fjarskipti verða Sýn Birgir Olgeirsson skrifar 22. mars 2018 16:42 Stefán Sigurðsson, forstjóri Sýnar. Fjarskipti hf., sem var nafn á sameinuðu félagi Vodafone, heita nú Sýn hf. Þetta var ákveðið á aðalfundi Fjarskipta hf. í dag og er Sýn hf því nú heiti á sameinuðu félagi Vodafone og sameinaðrar fjölmiðlastarfsemi sem innihelur meðal annars Stöð 2, Stöð2 Sport, Vísi, Bylgjuna, FM957 og Xið 977. Aðalástæðan fyrir nafnabreytingunni, úr Fjarskipti hf., er sú að starfsemi félagsins hefur breikkað og því er gamla nafnið ekki nógu lýsandi fyrir sameinað félag. Sýn verður þannig regnhlífavörumerki yfir 20 núverandi vörumerkja og framtíðar vörumerkja.Sýn verður regnhlífavörumerki yfir 20 núverandi vörumerkja og framtíðar vörumerkja.Í tilkynningu um þessa breytingu kemur fram að hún hafi engin áhrif á notkun eða starfsemi vörumerkjanna heldur er einungis ætlað að sameina mörg sterkustu vörumerki landsins í eina heild. Vörumerkið mun til að mynda vera notað í tengslum við reikningagerð sameinaðs félags og í tengslum við skráningu félagsins á verðbréfamarkaði og aðra almenna þætti félagsins, á sama hátt og Fjarskipti hf. var notað áður. Sýn er gamalt vörumerki sem margir muna eftir í tengslum við fjölmiðlastarfsemi. Nafnið er þó ekki síður valið með tilliti til mikilvægi þess að horfa til framtíðar á þeim mörkuðum sem fyrirtækið starfar. „Á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar er skýr stefna og framtíðarsýn fyrirtækja nauðsynleg til árangurs. Sýn starfar á spennandi mörkuðum sem munu halda áfram í hröðu breytingaferli. Við hræðumst ekki þær breytingar heldur sjáum í þeim mikil tækifæri. Nafnið mun stöðugt minna okkur á að við þurfum að halda áfram að sýna frumkvæði og sköpun í okkar rekstri til að skila árangri fyrir okkar viðskiptavini og samfélagið allt. Við ætlum okkur ekkert minna en að vera leiðtogi á sviði fjarskipta og fjölmiðlunar á Íslandi og til þess þarf bæði skýra og nýja sýn,“ segir Stefán Sigurðsson forstjóri Sýnar í tilkynningu um breytinguna.Vísir er í eigu Sýnar hf. Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Fjarskipti hf., sem var nafn á sameinuðu félagi Vodafone, heita nú Sýn hf. Þetta var ákveðið á aðalfundi Fjarskipta hf. í dag og er Sýn hf því nú heiti á sameinuðu félagi Vodafone og sameinaðrar fjölmiðlastarfsemi sem innihelur meðal annars Stöð 2, Stöð2 Sport, Vísi, Bylgjuna, FM957 og Xið 977. Aðalástæðan fyrir nafnabreytingunni, úr Fjarskipti hf., er sú að starfsemi félagsins hefur breikkað og því er gamla nafnið ekki nógu lýsandi fyrir sameinað félag. Sýn verður þannig regnhlífavörumerki yfir 20 núverandi vörumerkja og framtíðar vörumerkja.Sýn verður regnhlífavörumerki yfir 20 núverandi vörumerkja og framtíðar vörumerkja.Í tilkynningu um þessa breytingu kemur fram að hún hafi engin áhrif á notkun eða starfsemi vörumerkjanna heldur er einungis ætlað að sameina mörg sterkustu vörumerki landsins í eina heild. Vörumerkið mun til að mynda vera notað í tengslum við reikningagerð sameinaðs félags og í tengslum við skráningu félagsins á verðbréfamarkaði og aðra almenna þætti félagsins, á sama hátt og Fjarskipti hf. var notað áður. Sýn er gamalt vörumerki sem margir muna eftir í tengslum við fjölmiðlastarfsemi. Nafnið er þó ekki síður valið með tilliti til mikilvægi þess að horfa til framtíðar á þeim mörkuðum sem fyrirtækið starfar. „Á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar er skýr stefna og framtíðarsýn fyrirtækja nauðsynleg til árangurs. Sýn starfar á spennandi mörkuðum sem munu halda áfram í hröðu breytingaferli. Við hræðumst ekki þær breytingar heldur sjáum í þeim mikil tækifæri. Nafnið mun stöðugt minna okkur á að við þurfum að halda áfram að sýna frumkvæði og sköpun í okkar rekstri til að skila árangri fyrir okkar viðskiptavini og samfélagið allt. Við ætlum okkur ekkert minna en að vera leiðtogi á sviði fjarskipta og fjölmiðlunar á Íslandi og til þess þarf bæði skýra og nýja sýn,“ segir Stefán Sigurðsson forstjóri Sýnar í tilkynningu um breytinguna.Vísir er í eigu Sýnar hf.
Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira