Framtíð Þórarinn Þórarinsson skrifar 23. mars 2018 07:00 Ísland er erfitt land. Kalt, dýrt og samfélagið rótspillt. Samt er þó hvergi í heimi hér betra að búa en einmitt á þessu skeri. Meint hamfarasvæðin hérna eru ekki háskalegri en svo að flóttafólk; börn og fullorðnir, af öllum kynjum, gengur hér á land skælbrosandi, jafnvel grátandi af gleði. Eðlilega er Ísland draumalandið ef þú hrökklast hingað langan veg með óttann í farangrinum og dauðann á hælunum. Ég leyfði tárum að falla (#föðurhjartað) yfir fréttum Stöðvar 2 þegar hún Salmah litla lauk flótta sínum frá Keníu, í gegnum Úganda, á Íslandi. Elín Margrét (fréttakona): Við hverju býstu á Íslandi? Salmah (sjö ára flóttabarn): Framtíð. Þegar barn svarar með þessu eina orði verður merking þess svo djúp að mann sundlar. Íslensk börn þurfa ekki að láta sig dreyma um framtíð. Þótt efni og aðstæður séu misjöfn þá fáum við sem fæðumst hér framtíðina í vöggugjöf. Framtíðin og þrá okkar eftir ávísunum á möl og ryð eru í boði náttúrunnar og auðlinda hennar. Síðan er, því miður, undir okkur sjálfum komið hversu lengi þær munu endast. Framtíðin er einnig takmörkuð auðlind en svo lengi sem við varðveitum þær náttúrulegu munum við alltaf vera aflögufær um helling af framtíð sem við getum leyft börnum eins og Salmah að njóta með börnunum „okkar“. Þar fyrir utan er hvert mannsbarn vitaskuld mannauður þannig að þetta er „solid bissnissplan“ sem meira að segja hjartalausa Excel-fólkið á að fatta. Rasistunum er svo ekki viðbjargandi. Heimska og mannvonska eru nefnilega ólæknandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Ísland er erfitt land. Kalt, dýrt og samfélagið rótspillt. Samt er þó hvergi í heimi hér betra að búa en einmitt á þessu skeri. Meint hamfarasvæðin hérna eru ekki háskalegri en svo að flóttafólk; börn og fullorðnir, af öllum kynjum, gengur hér á land skælbrosandi, jafnvel grátandi af gleði. Eðlilega er Ísland draumalandið ef þú hrökklast hingað langan veg með óttann í farangrinum og dauðann á hælunum. Ég leyfði tárum að falla (#föðurhjartað) yfir fréttum Stöðvar 2 þegar hún Salmah litla lauk flótta sínum frá Keníu, í gegnum Úganda, á Íslandi. Elín Margrét (fréttakona): Við hverju býstu á Íslandi? Salmah (sjö ára flóttabarn): Framtíð. Þegar barn svarar með þessu eina orði verður merking þess svo djúp að mann sundlar. Íslensk börn þurfa ekki að láta sig dreyma um framtíð. Þótt efni og aðstæður séu misjöfn þá fáum við sem fæðumst hér framtíðina í vöggugjöf. Framtíðin og þrá okkar eftir ávísunum á möl og ryð eru í boði náttúrunnar og auðlinda hennar. Síðan er, því miður, undir okkur sjálfum komið hversu lengi þær munu endast. Framtíðin er einnig takmörkuð auðlind en svo lengi sem við varðveitum þær náttúrulegu munum við alltaf vera aflögufær um helling af framtíð sem við getum leyft börnum eins og Salmah að njóta með börnunum „okkar“. Þar fyrir utan er hvert mannsbarn vitaskuld mannauður þannig að þetta er „solid bissnissplan“ sem meira að segja hjartalausa Excel-fólkið á að fatta. Rasistunum er svo ekki viðbjargandi. Heimska og mannvonska eru nefnilega ólæknandi.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar