Framtíð Þórarinn Þórarinsson skrifar 23. mars 2018 07:00 Ísland er erfitt land. Kalt, dýrt og samfélagið rótspillt. Samt er þó hvergi í heimi hér betra að búa en einmitt á þessu skeri. Meint hamfarasvæðin hérna eru ekki háskalegri en svo að flóttafólk; börn og fullorðnir, af öllum kynjum, gengur hér á land skælbrosandi, jafnvel grátandi af gleði. Eðlilega er Ísland draumalandið ef þú hrökklast hingað langan veg með óttann í farangrinum og dauðann á hælunum. Ég leyfði tárum að falla (#föðurhjartað) yfir fréttum Stöðvar 2 þegar hún Salmah litla lauk flótta sínum frá Keníu, í gegnum Úganda, á Íslandi. Elín Margrét (fréttakona): Við hverju býstu á Íslandi? Salmah (sjö ára flóttabarn): Framtíð. Þegar barn svarar með þessu eina orði verður merking þess svo djúp að mann sundlar. Íslensk börn þurfa ekki að láta sig dreyma um framtíð. Þótt efni og aðstæður séu misjöfn þá fáum við sem fæðumst hér framtíðina í vöggugjöf. Framtíðin og þrá okkar eftir ávísunum á möl og ryð eru í boði náttúrunnar og auðlinda hennar. Síðan er, því miður, undir okkur sjálfum komið hversu lengi þær munu endast. Framtíðin er einnig takmörkuð auðlind en svo lengi sem við varðveitum þær náttúrulegu munum við alltaf vera aflögufær um helling af framtíð sem við getum leyft börnum eins og Salmah að njóta með börnunum „okkar“. Þar fyrir utan er hvert mannsbarn vitaskuld mannauður þannig að þetta er „solid bissnissplan“ sem meira að segja hjartalausa Excel-fólkið á að fatta. Rasistunum er svo ekki viðbjargandi. Heimska og mannvonska eru nefnilega ólæknandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Ísland er erfitt land. Kalt, dýrt og samfélagið rótspillt. Samt er þó hvergi í heimi hér betra að búa en einmitt á þessu skeri. Meint hamfarasvæðin hérna eru ekki háskalegri en svo að flóttafólk; börn og fullorðnir, af öllum kynjum, gengur hér á land skælbrosandi, jafnvel grátandi af gleði. Eðlilega er Ísland draumalandið ef þú hrökklast hingað langan veg með óttann í farangrinum og dauðann á hælunum. Ég leyfði tárum að falla (#föðurhjartað) yfir fréttum Stöðvar 2 þegar hún Salmah litla lauk flótta sínum frá Keníu, í gegnum Úganda, á Íslandi. Elín Margrét (fréttakona): Við hverju býstu á Íslandi? Salmah (sjö ára flóttabarn): Framtíð. Þegar barn svarar með þessu eina orði verður merking þess svo djúp að mann sundlar. Íslensk börn þurfa ekki að láta sig dreyma um framtíð. Þótt efni og aðstæður séu misjöfn þá fáum við sem fæðumst hér framtíðina í vöggugjöf. Framtíðin og þrá okkar eftir ávísunum á möl og ryð eru í boði náttúrunnar og auðlinda hennar. Síðan er, því miður, undir okkur sjálfum komið hversu lengi þær munu endast. Framtíðin er einnig takmörkuð auðlind en svo lengi sem við varðveitum þær náttúrulegu munum við alltaf vera aflögufær um helling af framtíð sem við getum leyft börnum eins og Salmah að njóta með börnunum „okkar“. Þar fyrir utan er hvert mannsbarn vitaskuld mannauður þannig að þetta er „solid bissnissplan“ sem meira að segja hjartalausa Excel-fólkið á að fatta. Rasistunum er svo ekki viðbjargandi. Heimska og mannvonska eru nefnilega ólæknandi.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun