Hnignun líffræðilegs fjölbreytileika sögð eins alvarleg og loftslagsbreytingar Kjartan Kjartansson skrifar 24. mars 2018 13:30 Menn hafa breytt grónu landi í ræktarland og spúð eitri yfir það um allan heim. Hvoru tveggja hefur stuðlað að hnignun líffræðilegs fjölbreytileika. Vísir/AFP Höfundar nýrrar skýrslu á vegum Sameinuðu þjóðanna segja að hraði hnignunar líffræðilegs fjölbreytileika af völdum manna í heiminum sé slíkur að hún jafnist á við loftslagsbreytingar að alvarleika. Hún dragi úr getu heimsins til að tryggja milljörðum manna vatn, mat og öryggi. Á meðal niðurstaðna skýrslunnar er að hætta sé á að nytjastofnar fisks í Kyrrahafinu við Asíu eigi eftir að hrynja fyrir miðja öldina og að ferskvatnsbirgðir í Ameríkunum tveimur hafi dregist saman um helming frá 1950. Þá kemur fram að 42% dýrategunda á landi í Evrópu hafi hnignað síðasta áratuginn, að því er segir í frétt The Guardian. Helstu orsakir hnignunar líffræðilegs fjölbreytileika er tap búsvæða dýrategunda og plantna, aðkomutegundir, eituefnanotkun og loftslagsbreytingar sem menn valda með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. Hratt hefur verið gengir á skóga, sléttur og votlendi, meðal annars til að breyta þeim í ræktarland um allan heim og með þeim hverfa dýrategundir. Á sumum svæðum ógnar tap fjölbreytileika lífríksins þróunarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um að sjá jarðarbúum fyrir mat, vatni, klæðum og húsnæði. Þá veiki það náttúrulega varnir gegn náttúruhamförum sem verða algengari í hlýnandi heimi. „Við verðum að grípa til aðgerða til þess að stöðva og snúa við ósjálfærri nýtingu á náttúrunni eða hætta annars ekki aðeins framtíðinni sem við viljum heldur einnig núverandi lífsháttum okkar,“ segir Robert Watson, formaður alþjóðlegrar vísindaráðgjafarnefndar um líffræðilegan fjölbreytileika sem tók skýrsluna saman. Alls tók 550 sérfræðingar frá fleiri en hundrað löndum þátt í gerð skýrslunnar. Hún var þrjú ár í smíðum. Hvetja skýrsluhöfundur meðal annars til þess að ríki heims hætti niðurgreiðslum til landbúnaðar og orkuframleiðslu sem stuðli að ósjálfbærri framleiðslu. Almenningur þyrfti að tileinka sér vistvænna mataræði, með minna af rauðu kjöti og meira af kjúklingi og grænmeti, og draga úr sóun sinni á mat, vatni og orku. Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Höfundar nýrrar skýrslu á vegum Sameinuðu þjóðanna segja að hraði hnignunar líffræðilegs fjölbreytileika af völdum manna í heiminum sé slíkur að hún jafnist á við loftslagsbreytingar að alvarleika. Hún dragi úr getu heimsins til að tryggja milljörðum manna vatn, mat og öryggi. Á meðal niðurstaðna skýrslunnar er að hætta sé á að nytjastofnar fisks í Kyrrahafinu við Asíu eigi eftir að hrynja fyrir miðja öldina og að ferskvatnsbirgðir í Ameríkunum tveimur hafi dregist saman um helming frá 1950. Þá kemur fram að 42% dýrategunda á landi í Evrópu hafi hnignað síðasta áratuginn, að því er segir í frétt The Guardian. Helstu orsakir hnignunar líffræðilegs fjölbreytileika er tap búsvæða dýrategunda og plantna, aðkomutegundir, eituefnanotkun og loftslagsbreytingar sem menn valda með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. Hratt hefur verið gengir á skóga, sléttur og votlendi, meðal annars til að breyta þeim í ræktarland um allan heim og með þeim hverfa dýrategundir. Á sumum svæðum ógnar tap fjölbreytileika lífríksins þróunarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um að sjá jarðarbúum fyrir mat, vatni, klæðum og húsnæði. Þá veiki það náttúrulega varnir gegn náttúruhamförum sem verða algengari í hlýnandi heimi. „Við verðum að grípa til aðgerða til þess að stöðva og snúa við ósjálfærri nýtingu á náttúrunni eða hætta annars ekki aðeins framtíðinni sem við viljum heldur einnig núverandi lífsháttum okkar,“ segir Robert Watson, formaður alþjóðlegrar vísindaráðgjafarnefndar um líffræðilegan fjölbreytileika sem tók skýrsluna saman. Alls tók 550 sérfræðingar frá fleiri en hundrað löndum þátt í gerð skýrslunnar. Hún var þrjú ár í smíðum. Hvetja skýrsluhöfundur meðal annars til þess að ríki heims hætti niðurgreiðslum til landbúnaðar og orkuframleiðslu sem stuðli að ósjálfbærri framleiðslu. Almenningur þyrfti að tileinka sér vistvænna mataræði, með minna af rauðu kjöti og meira af kjúklingi og grænmeti, og draga úr sóun sinni á mat, vatni og orku.
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira