Vill að börn læri endurlífgun í stað hertra byssulaga Samúel Karl Ólason skrifar 25. mars 2018 21:55 Rick Santorum. Vísir/GETTY Repúblikaninn, fyrrverandi þingmaðurinn og forsetaframbjóðandinn Rick Santorum telur að nemendur í Bandaríkjunum ættu frekar að læra endurlífgun en að berjast fyrir því að „aðrir lagi vandamál þeirra“. Hundruð þúsundir nemenda Bandaríkjanna gengu um götur í gær og kröfðust hertrar löggjafar varðandi bysseign í ríkinu í kjölfar þess að 17 manns voru myrtir í skóla í Flórída í síðasta mánuði. Þetta sagði Santorum á CNN í dag þar sem kröfugöngurnar voru ræddar. „Hvernig væri það ef að, í stað þess að leita að öðrum til að laga þeirra vandamál, myndu þessir krakkar jafnvel læra endurlífgun eða athuga hvernig þau geta brugðist við skotárás.“ „Þau gripu til aðgerða til þess að fá aðra til að breyta lögum. Þau sögðu ekki: Hvernig get ég, sem einstaklingur, tekist á við þetta vandamál? Hvað get ég gert gegn einelti í mínu eigin samfélagi? Hvað get ég gert til að bregðast við skotárás?“Santorum sagði að nemendur ættu frekar að velta þessu fyrir sér en að hugsa: „Oh, einhver annar þarf að setja lög til að vernda mig,“ eins og hann orðaði það.Hér að neðan má sjá umræðuna. Ummæli Santorum má sjá á 4:30.Van Jones, annar gestur CNN, tók nú ekki vel í hugmyndir Santorum og benti á að sonur sinn væri að hefja nám. „Ég vil að hann einbeiti sér að algebru og öðru slíku. Ef hans eina leið til að lifa skólagönguna af er að læra endurlífgun svo hann geti komið vini sínum sem hefur verið skotinn til bjargar ... Þá finnst mér við hafa gengið of langt.“ Santorum var einnig á þeim nótum að hert lög varðandi byssueign myndu ekkert gagn gera. Ummæli þingmannsins fyrrverandi hafa vakið mikla athygli og hafa verið harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum. Bandaríkin Skotárás í Flórída Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Obama og Paul McCartney sýndu ungmennunum samstöðu Hundruð þúsunda manna gengu í Washingon-borg í gær til að mótmæla byssuofbeldi og krefjast aðgerða. Ungmenni sem lifðu af skotárás skipulögðu gönguna. 25. mars 2018 11:00 „Nú er nóg komið“ Hundruð þúsunda tóku þátt í March for Our Lives í Bandaríkjunum í gær. 25. mars 2018 10:44 Ældi á sviði og hélt ræðu sinni áfram Sam Fuentes hélt ræðu fyrir framan um hálfa milljón manna og fjölda myndavéla sem sendu ræðuna út víða um heim. 25. mars 2018 20:45 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Fleiri fréttir Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Sjá meira
Repúblikaninn, fyrrverandi þingmaðurinn og forsetaframbjóðandinn Rick Santorum telur að nemendur í Bandaríkjunum ættu frekar að læra endurlífgun en að berjast fyrir því að „aðrir lagi vandamál þeirra“. Hundruð þúsundir nemenda Bandaríkjanna gengu um götur í gær og kröfðust hertrar löggjafar varðandi bysseign í ríkinu í kjölfar þess að 17 manns voru myrtir í skóla í Flórída í síðasta mánuði. Þetta sagði Santorum á CNN í dag þar sem kröfugöngurnar voru ræddar. „Hvernig væri það ef að, í stað þess að leita að öðrum til að laga þeirra vandamál, myndu þessir krakkar jafnvel læra endurlífgun eða athuga hvernig þau geta brugðist við skotárás.“ „Þau gripu til aðgerða til þess að fá aðra til að breyta lögum. Þau sögðu ekki: Hvernig get ég, sem einstaklingur, tekist á við þetta vandamál? Hvað get ég gert gegn einelti í mínu eigin samfélagi? Hvað get ég gert til að bregðast við skotárás?“Santorum sagði að nemendur ættu frekar að velta þessu fyrir sér en að hugsa: „Oh, einhver annar þarf að setja lög til að vernda mig,“ eins og hann orðaði það.Hér að neðan má sjá umræðuna. Ummæli Santorum má sjá á 4:30.Van Jones, annar gestur CNN, tók nú ekki vel í hugmyndir Santorum og benti á að sonur sinn væri að hefja nám. „Ég vil að hann einbeiti sér að algebru og öðru slíku. Ef hans eina leið til að lifa skólagönguna af er að læra endurlífgun svo hann geti komið vini sínum sem hefur verið skotinn til bjargar ... Þá finnst mér við hafa gengið of langt.“ Santorum var einnig á þeim nótum að hert lög varðandi byssueign myndu ekkert gagn gera. Ummæli þingmannsins fyrrverandi hafa vakið mikla athygli og hafa verið harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum.
Bandaríkin Skotárás í Flórída Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Obama og Paul McCartney sýndu ungmennunum samstöðu Hundruð þúsunda manna gengu í Washingon-borg í gær til að mótmæla byssuofbeldi og krefjast aðgerða. Ungmenni sem lifðu af skotárás skipulögðu gönguna. 25. mars 2018 11:00 „Nú er nóg komið“ Hundruð þúsunda tóku þátt í March for Our Lives í Bandaríkjunum í gær. 25. mars 2018 10:44 Ældi á sviði og hélt ræðu sinni áfram Sam Fuentes hélt ræðu fyrir framan um hálfa milljón manna og fjölda myndavéla sem sendu ræðuna út víða um heim. 25. mars 2018 20:45 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Fleiri fréttir Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Sjá meira
Obama og Paul McCartney sýndu ungmennunum samstöðu Hundruð þúsunda manna gengu í Washingon-borg í gær til að mótmæla byssuofbeldi og krefjast aðgerða. Ungmenni sem lifðu af skotárás skipulögðu gönguna. 25. mars 2018 11:00
„Nú er nóg komið“ Hundruð þúsunda tóku þátt í March for Our Lives í Bandaríkjunum í gær. 25. mars 2018 10:44
Ældi á sviði og hélt ræðu sinni áfram Sam Fuentes hélt ræðu fyrir framan um hálfa milljón manna og fjölda myndavéla sem sendu ræðuna út víða um heim. 25. mars 2018 20:45