Sannleikurinn um Trump Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 26. mars 2018 07:00 Allt frá þeim ólánsdegi þegar Bandaríkjamönnum varð það á að velja Donald Trump forseta sinn hafa orð og gjörðir forsetans verið með endemum, nánast dag hvern. Nú er hann upptekinn við að koma á viðskiptastríði við Kína og nýbúinn að ráða sem þjóðaröryggisráðgjafa John Bolton, mann sem hefur lýst því yfir að varpa ætti sprengjum á Íran og Norður-Kóreu. Sjálfsagt hefur Trump Bolton með sér þegar hann ræðir nauðsyn heimsfriðar við Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Það verður nokkuð súrrealískt að fylgjast með þeim kumpánum ræða friðarmál. Kim Jong-un ber ábyrgð á skelfilegri eymd landsmanna sinna og Trump verður seint kallaður friðflytjandi. Trump hefur ekki einu sinni tekist að skapa starfsfrið í Hvíta húsinu, þvert á móti ríkir þar upplausn og ófriður. Frá upphafi valdatíðar Trumps gáfu andstæðingar hans honum engin grið. Ljóst var að þeir ætluðu honum allt hið versta. Mildum og viðkvæmum sálum kann að hafa fundist andstaðan of harkaleg, það er jú góð regla að gefa einstaklingum tíma til að sanna sig í nýju starfi. Trump féll hins vegar á hverju prófinu á fætur öðru og hefur ekkert af því lært. Á stuttum valdatíma sínum hefur hann afrekað það að vera versti forseti í sögu Bandaríkjanna. Umheimurinn fylgist agndofa með farsanum í Hvíta húsinu þar sem starfsdagurinn byrjar á glórulausu tísti frá forsetanum þar sem hann skammast og bölsótast. Ekki hæfir þetta forseta, enda eru hörð orð viðhöfð um Trump víða um heim, einnig hér á landi. Að vísu fékk þingmaður Pírata, Ásta Guðrún Helgadóttir, bágt fyrir á ýmsum stöðum þegar hún í byrjun síðasta árs kallaði Donald Trump fasista í ræðustól Alþingis. Trump var þá nýtekinn við embætti og einhverjum þingmönnum fannst óþarft að dæma hann svo hart. Ásta sýndi enga iðrun heldur benti á máli sínu til stuðnings að Trump sýndi vanvirðingu mannréttindum, kvenréttindum, alþjóðaskuldbindingum, fólki og öðrum löndum. Það gerði Trump þá og það gerir hann enn. Það er einkennilegt til þess að vita að samkvæmt íslenskum hegningarlögum væri hægt að draga einstakling fyrir dóm vegna móðgandi ummæla um Bandaríkjaforseta og dæma viðkomandi í sekt eða jafnvel setja í tukthús í sex ár ef móðgunin þykir ógurleg. Þetta mun vitaskuld ekki gerast í upplýstu samfélagi eins og okkar. Það er hins vegar gagnrýnivert að þetta ákvæði skuli enn vera til. Því hefði átt að kasta út í hafsauga fyrir löngu. Lög eiga að vera í takti við samtímann, ekki endurspegla löngu úreld viðhorf. Fyrir Alþingi liggur frumvarp sem snýr að því að afnema þetta ákvæði. Vitaskuld á að ganga hratt fyrir sig að afgreiða mál eins og þetta. Það á ekki að vera refsivert samkvæmt lögum að segja sannleikann um Donald Trump og kumpána. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Sjá meira
Allt frá þeim ólánsdegi þegar Bandaríkjamönnum varð það á að velja Donald Trump forseta sinn hafa orð og gjörðir forsetans verið með endemum, nánast dag hvern. Nú er hann upptekinn við að koma á viðskiptastríði við Kína og nýbúinn að ráða sem þjóðaröryggisráðgjafa John Bolton, mann sem hefur lýst því yfir að varpa ætti sprengjum á Íran og Norður-Kóreu. Sjálfsagt hefur Trump Bolton með sér þegar hann ræðir nauðsyn heimsfriðar við Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Það verður nokkuð súrrealískt að fylgjast með þeim kumpánum ræða friðarmál. Kim Jong-un ber ábyrgð á skelfilegri eymd landsmanna sinna og Trump verður seint kallaður friðflytjandi. Trump hefur ekki einu sinni tekist að skapa starfsfrið í Hvíta húsinu, þvert á móti ríkir þar upplausn og ófriður. Frá upphafi valdatíðar Trumps gáfu andstæðingar hans honum engin grið. Ljóst var að þeir ætluðu honum allt hið versta. Mildum og viðkvæmum sálum kann að hafa fundist andstaðan of harkaleg, það er jú góð regla að gefa einstaklingum tíma til að sanna sig í nýju starfi. Trump féll hins vegar á hverju prófinu á fætur öðru og hefur ekkert af því lært. Á stuttum valdatíma sínum hefur hann afrekað það að vera versti forseti í sögu Bandaríkjanna. Umheimurinn fylgist agndofa með farsanum í Hvíta húsinu þar sem starfsdagurinn byrjar á glórulausu tísti frá forsetanum þar sem hann skammast og bölsótast. Ekki hæfir þetta forseta, enda eru hörð orð viðhöfð um Trump víða um heim, einnig hér á landi. Að vísu fékk þingmaður Pírata, Ásta Guðrún Helgadóttir, bágt fyrir á ýmsum stöðum þegar hún í byrjun síðasta árs kallaði Donald Trump fasista í ræðustól Alþingis. Trump var þá nýtekinn við embætti og einhverjum þingmönnum fannst óþarft að dæma hann svo hart. Ásta sýndi enga iðrun heldur benti á máli sínu til stuðnings að Trump sýndi vanvirðingu mannréttindum, kvenréttindum, alþjóðaskuldbindingum, fólki og öðrum löndum. Það gerði Trump þá og það gerir hann enn. Það er einkennilegt til þess að vita að samkvæmt íslenskum hegningarlögum væri hægt að draga einstakling fyrir dóm vegna móðgandi ummæla um Bandaríkjaforseta og dæma viðkomandi í sekt eða jafnvel setja í tukthús í sex ár ef móðgunin þykir ógurleg. Þetta mun vitaskuld ekki gerast í upplýstu samfélagi eins og okkar. Það er hins vegar gagnrýnivert að þetta ákvæði skuli enn vera til. Því hefði átt að kasta út í hafsauga fyrir löngu. Lög eiga að vera í takti við samtímann, ekki endurspegla löngu úreld viðhorf. Fyrir Alþingi liggur frumvarp sem snýr að því að afnema þetta ákvæði. Vitaskuld á að ganga hratt fyrir sig að afgreiða mál eins og þetta. Það á ekki að vera refsivert samkvæmt lögum að segja sannleikann um Donald Trump og kumpána.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar